Erlent

Priti Patel segir af sér í kjölfar sigurs Truss

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Priti Patel, fráfarandi innanríkisráðherra Bretlands.
Priti Patel, fráfarandi innanríkisráðherra Bretlands. Vísir/EPA

Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, hefur skilað afsagnarbréfi til Borisar Johnson, fráfarandi forsætisráðherra landsins. Hún segist vilja hætta í framlínunni núna, sinna almennum þingstörfum og síðan láta formlega af störfum um leið og nýr innanríkisráðherra hefur verið ráðinn.

Priti Patel birti afsagnarbréfið á Twitter.

„Ég óska Liz Truss til hamingju með kjörið og mun styðja hana sem forstætisráðherra. Það er mitt val að halda áfram mínum störfum fyrir hið opinbera sem óbreyttur þingmaður þegar Liz Truss skipar nýjan innanríkisráðherra."

Stjórnmálaskýrendur telja allar líkur á því að Liz Truss hyggist skipa Suella Bravemrman, ríkissaksóknara sem innanríkisráðherra. Liz Truss er sögð aldrei hafa haft í hyggju að skipa Patel áfram sem innanríkisráðherra. Þrátt fyrir það var búist við því að Patel fengi annars konar stöðu innan ríkisstjórnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×