Fyrirsætan Hailey Bieber er ein helsta tískufyrirmynd ungra kvenna í dag. Eitt af hennar helstu sérkennum er mikill ljómi (e. glazed donut) þegar kemur að húðumhirðu og förðun og virðast neglurnar ekki vera nein undantekning.
Sjá: Endurskapar Bieber nafnið: Ein stærsta tískufyrirmynd sinnar kynslóðar
Bieber sást fyrst skarta ljómandi nöglum eða svokölluðum „glazed donut“ nöglum í byrjun sumars. Um er að ræða ljósar neglur með króm áferð, sem líkist gljáa á sykurhúðuðum kleinuhring.

Vinsælustu neglur sumarsins
Það er naglafræðingurinn Zola Ganzorig sem sér um neglur Bieber. Til þess að ná fram lúkkinu notar hún ljóst gel og krómduft.
Neglurnar hafa verið þær allra vinsælustu hjá ungum konum í sumar. Á undanförnum vikum hefur Bieber svo sést skarta nöglunum í enn fleiri litum sem eiga eftir að verða vinsælir í haust.
Endurskapaðu lúkkið með naglalakki og ljómapúðri
Það er því vel við hæfi að fara yfir það hvernig hver sem er getur náð fram þessu lúkki á ódýran og einfaldan hátt, með förðunarvörum sem flestir ættu að eiga til.
Í myndbandinu hér að neðan er sýnt hvernig nota má ljóst naglalakk og ljómapúður (e.highlighter) til þess að ná fram þessu eftirsóknarverða lúkki.
Einnig hægt að nota augnskugga
Tvær umferðir af naglalakki eru settar á neglurnar og því leyft að þorna. Því næst er ljómapúðri nuddað á neglurnar með fingrinum. Það er þó einnig hægt að nota svamp eða Beauty Blender í verkið. Því næst skal setja glært naglalakk yfir púðrið til þess að fá ennþá meiri glans og til þess að allt haldist á sínum stað.
Hér að neðan má svo sjá annað myndband þar sem notaður er augnskuggi í stað ljómapúðurs.
Leiktu þér með litina
Þrátt fyrir að upprunalega lúkkið hafi verið í ljósum lit, hefur Bieber verið óhrædd við að prófa sig áfram með fleiri litum. Í sumar skartaði hún gulum og pastel fjólubláum nöglum og nú í haust hefur hún sést skarta brúnum og gráum nöglum. Ljóminn er þó alltaf á sínum stað.


