Sækja líka fram gegn Rússum í norðri Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2022 15:29 Úkraínskir hermenn í Kharkív-héraði í síðasta mánuði. Getty/Wolfgang Schwan Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu mun í ávarpi sínu í kvöld tilkynna „góðar fréttir“ varðandi nýja gagnsókn Úkraínumanna gegn hersveitum Rússlands í norðurhluta landsins. Hávær orðrómur gengur um á samfélagsmiðlum í Úkraínu og Rússlandi um að Úkraínumenn hafi náð góðum árangri í austurhluta Kharkív-héraðs. Ráðgjafi Selenskís sagði á Twitter nú fyrir skömmu að forsetinn myndi segja frá þessum „góðu fréttum“ en enn sem komið er hefur ekkert opinbert verið sagt um þessa nýju gagnsókn, hvorki frá Úkraínumönnum né Rússum. Færslur á samfélagsmiðlum hafa sýnt úkraínska hermenn á götum bæjarins Balakalia í Kharkív en sá bær hefur verið í haldi Rússa um nokkuð skeið. Tonight there is going to be a great news from President Zelenskyy on counteroffensive operation in Kharkiv region.— Serhiy Leshchenko (@Leshchenkos) September 6, 2022 Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn einnig sótt fram gegn Rússum í Kherson-héraði í suðurhluta landsins. Þar hafa Úkraínumenn frelsað nokkra bæi en þeir reyna að einangra og króa af rússneska hermenn á norðurbakka Dnipro. Úkraínumenn hafa notað stórskotalið og loftárásir til að grafa undan birgðaneti Rússa í suðri og samhliða því hafa þeir beitt rússneska hermenn í Kherson-héraði þrýstingi og reynt að þvinga þá til að hörfa. Enn sem komið er, er óljóst hve umfangsmikil gagnsókn Úkraínumanna í Kharkív-héraði er. Frá því Úkraínumenn lýstu því yfir fyrr í sumar að þeir ætluðu sér að reka Rússa frá Kherson-héraði hafa Rússar sent fjölda hermanna til þess héraðs. Þeir hermenn voru sendir frá víglínunum í austur- og norðurhluta landsins. Sagt var frá því í síðustu viku að Úkraínumenn væru að undirbúa frekari gagnsóknir í fleiri héruðum en Kherson og að markmið Úkraínumanna væri að ná frumkvæðinu í átökunum við Rússa fyrir veturinn. Sjá einnig: Árangurinn í suðri dýrkeyptur Úkraínumönnum Það að hafa frumkvæðið í átökum felur í stuttu máli sagt í sér að stjórna framvindu mála. Andstæðingurinn þarf þá að bregðast við aðgerðum þínum og sækir síður fram. Að hafa frumkvæðið er gífurlega mikilvægt í átökum. Þessi gagnsókn í norðri gæti verið til marks um að Úkraínumenn hafi frumkvæðið og Rússar séu farnir að bregðast við þeim. Til að sjá grófa mynd af víglínunum í Úkraínu má smella hér til að sjá gagnvirkt kort. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. 6. september 2022 07:23 Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. 5. september 2022 16:28 Lokað á Novaya Gazeta í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi hefur svipt Novaya Gazeta, einn af síðustu frjálsu fjölmiðlum Rússlands, starfsleyfinu. Blaðið verður því að hætta allri sinni starfsemi í Rússlandi. 5. september 2022 12:16 Ekki líðandi að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu sé ógnað Forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar segir ekki líðandi að öryggi kjarnorkuversins í Zaporizhzhia haldi áfram að vera ógnað af stríðandi fylkingum í Úkraínu. Eftirlitsmenn stofnunarinnar væru komnir til að vera í kjarnorkuverinu sem er það stærsta í Evrópu og hefur þegar verið ógnað með sprengjuárásum. 2. september 2022 11:21 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Ráðgjafi Selenskís sagði á Twitter nú fyrir skömmu að forsetinn myndi segja frá þessum „góðu fréttum“ en enn sem komið er hefur ekkert opinbert verið sagt um þessa nýju gagnsókn, hvorki frá Úkraínumönnum né Rússum. Færslur á samfélagsmiðlum hafa sýnt úkraínska hermenn á götum bæjarins Balakalia í Kharkív en sá bær hefur verið í haldi Rússa um nokkuð skeið. Tonight there is going to be a great news from President Zelenskyy on counteroffensive operation in Kharkiv region.— Serhiy Leshchenko (@Leshchenkos) September 6, 2022 Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn einnig sótt fram gegn Rússum í Kherson-héraði í suðurhluta landsins. Þar hafa Úkraínumenn frelsað nokkra bæi en þeir reyna að einangra og króa af rússneska hermenn á norðurbakka Dnipro. Úkraínumenn hafa notað stórskotalið og loftárásir til að grafa undan birgðaneti Rússa í suðri og samhliða því hafa þeir beitt rússneska hermenn í Kherson-héraði þrýstingi og reynt að þvinga þá til að hörfa. Enn sem komið er, er óljóst hve umfangsmikil gagnsókn Úkraínumanna í Kharkív-héraði er. Frá því Úkraínumenn lýstu því yfir fyrr í sumar að þeir ætluðu sér að reka Rússa frá Kherson-héraði hafa Rússar sent fjölda hermanna til þess héraðs. Þeir hermenn voru sendir frá víglínunum í austur- og norðurhluta landsins. Sagt var frá því í síðustu viku að Úkraínumenn væru að undirbúa frekari gagnsóknir í fleiri héruðum en Kherson og að markmið Úkraínumanna væri að ná frumkvæðinu í átökunum við Rússa fyrir veturinn. Sjá einnig: Árangurinn í suðri dýrkeyptur Úkraínumönnum Það að hafa frumkvæðið í átökum felur í stuttu máli sagt í sér að stjórna framvindu mála. Andstæðingurinn þarf þá að bregðast við aðgerðum þínum og sækir síður fram. Að hafa frumkvæðið er gífurlega mikilvægt í átökum. Þessi gagnsókn í norðri gæti verið til marks um að Úkraínumenn hafi frumkvæðið og Rússar séu farnir að bregðast við þeim. Til að sjá grófa mynd af víglínunum í Úkraínu má smella hér til að sjá gagnvirkt kort.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. 6. september 2022 07:23 Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. 5. september 2022 16:28 Lokað á Novaya Gazeta í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi hefur svipt Novaya Gazeta, einn af síðustu frjálsu fjölmiðlum Rússlands, starfsleyfinu. Blaðið verður því að hætta allri sinni starfsemi í Rússlandi. 5. september 2022 12:16 Ekki líðandi að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu sé ógnað Forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar segir ekki líðandi að öryggi kjarnorkuversins í Zaporizhzhia haldi áfram að vera ógnað af stríðandi fylkingum í Úkraínu. Eftirlitsmenn stofnunarinnar væru komnir til að vera í kjarnorkuverinu sem er það stærsta í Evrópu og hefur þegar verið ógnað með sprengjuárásum. 2. september 2022 11:21 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. 6. september 2022 07:23
Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. 5. september 2022 16:28
Lokað á Novaya Gazeta í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi hefur svipt Novaya Gazeta, einn af síðustu frjálsu fjölmiðlum Rússlands, starfsleyfinu. Blaðið verður því að hætta allri sinni starfsemi í Rússlandi. 5. september 2022 12:16
Ekki líðandi að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu sé ógnað Forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar segir ekki líðandi að öryggi kjarnorkuversins í Zaporizhzhia haldi áfram að vera ógnað af stríðandi fylkingum í Úkraínu. Eftirlitsmenn stofnunarinnar væru komnir til að vera í kjarnorkuverinu sem er það stærsta í Evrópu og hefur þegar verið ógnað með sprengjuárásum. 2. september 2022 11:21