Nafna Liz Truss hrekkir Íhaldsmenn og þjóðarleiðtoga Bjarki Sigurðsson skrifar 7. september 2022 14:26 Liz Truss (t.v.) og næstum því nafna hennar, Liz Trussel. Tolga Akmen/Twitter Eigandi notendanafnsins @LizTruss á Twitter er ekki nýr forsætisráðherra Bretlands, heldur bresk kona að nafni Liz Trussel. Fjöldi fólks hefur merkt Trussel í færslur á Twitter og hefur hún gripið gæsina og orðið heimsfræg í leiðinni. Nýr forsætisráðherra Bretlands, Liz Truss, er með notendanafnið @TrussLiz þar sem @LizTruss var nú þegar upptekið þegar hún stofnaði aðgang sinn. Það var kona að nafni Liz Trussel sem tók notendanafnið þremur mánuðum á undan. Í gegnum árin hefur Liz Trussel lent í því að fólk merki hana í færslur, bæði neikvæðar og uppbyggjandi, um Liz Truss. Hún hefur reglulega svarað fólki og grínast en þegar Truss valin sem leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi og þar með orðin forsætisráðherra urðu kveðjurnar sem rötuðu á vitlausan notanda mun fleiri. Can t hurt after Vegas — Liz Trussell (@Liztruss) September 6, 2022 Meðal þeirra sem hafa sent hamingjuóskir á vitlausa Liz er forsætisráðherra Svíþjóðar, Magdalena Anderson. Hún óskaði Liz Trussel til hamingju með að vera orðin forsætisráðherra og ákvað hún að svara. „Hlakka til að heimsækja þig bráðum! Gerðu kjötbollurnar tilbúnar,“ skrifaði Trussel en studdu eftir að hún svaraði var upprunalegu færslunni eytt. Hér má sjá samskipti Trussel og Anderson. Stuðningsmenn Íhaldsflokksins hafa margir ætlað að óska Liz Truss til hamingju en rambað á vitlausa Liz. Trussel er þó kurteis og hefur svarað þeim öllum. Fæstir þeirra bjuggust við að fá svar frá forsætisráðherranum en fá að minnsta kosti svar frá notandanum sem þeir héldu að væri forsætisráðherrann. Thanks doll — Liz Trussell (@Liztruss) September 6, 2022 Liz Trussel hafði ekki verið virk á Twitter síðan árið 2018 þegar kveðjunum fór að rigna yfir hana. Hún svaraði flestum þeim sem mekrtu hana í færslur og voru þeir ansi margir. Hún var skiljanlega þreytt eftir daginn. Einhverjir hafa kallað eftir því að Trussel verði gerð að forsætisráðherra Bretlands í staðinn fyrir Truss. Trussel hefur tekið vel í þá hugmynd og segir að hún og drottningin yrðu pottþétt góðar vinkonur. Phew, what a day — Liz Trussell (@Liztruss) September 6, 2022 Yes!!!!!! Me & Queen Liz would deffo be besties https://t.co/AF0C0owA1t— Liz Trussell (@Liztruss) September 5, 2022 Caroline Lucas, þingmaður á breska þinginu, hefur einnig fallið í gildruna. Kosningar í Bretlandi Bretland Samfélagsmiðlar Grín og gaman Tengdar fréttir Fetar í fótspor átrúnaðargoðsins Thatcher Liz Truss hefur verið kjörin nýr formaður breska Íhaldsflokksins og verður þar með næsti forsætisráðherra landsins. Stjórnmálaferil hennar er ekki hægt að kalla glæstan en með mikilli þrautseigju er hún kominn á þann stað að hún fetar nú í fótspor átrúnaðargoðs síns, Margaret Thatcher. 5. september 2022 14:01 Liz Truss verður næsti forsætisráðherra Bretlands Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands bar sigur úr býtum í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins í Bretlandi. Niðurstöður leiðtogakjörsins voru tilkynntar nú rétt fyrir hádegi og verður Truss því næsti forsætisráðherra landsins. 5. september 2022 11:39 Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti. 5. september 2022 22:54 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Nýr forsætisráðherra Bretlands, Liz Truss, er með notendanafnið @TrussLiz þar sem @LizTruss var nú þegar upptekið þegar hún stofnaði aðgang sinn. Það var kona að nafni Liz Trussel sem tók notendanafnið þremur mánuðum á undan. Í gegnum árin hefur Liz Trussel lent í því að fólk merki hana í færslur, bæði neikvæðar og uppbyggjandi, um Liz Truss. Hún hefur reglulega svarað fólki og grínast en þegar Truss valin sem leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi og þar með orðin forsætisráðherra urðu kveðjurnar sem rötuðu á vitlausan notanda mun fleiri. Can t hurt after Vegas — Liz Trussell (@Liztruss) September 6, 2022 Meðal þeirra sem hafa sent hamingjuóskir á vitlausa Liz er forsætisráðherra Svíþjóðar, Magdalena Anderson. Hún óskaði Liz Trussel til hamingju með að vera orðin forsætisráðherra og ákvað hún að svara. „Hlakka til að heimsækja þig bráðum! Gerðu kjötbollurnar tilbúnar,“ skrifaði Trussel en studdu eftir að hún svaraði var upprunalegu færslunni eytt. Hér má sjá samskipti Trussel og Anderson. Stuðningsmenn Íhaldsflokksins hafa margir ætlað að óska Liz Truss til hamingju en rambað á vitlausa Liz. Trussel er þó kurteis og hefur svarað þeim öllum. Fæstir þeirra bjuggust við að fá svar frá forsætisráðherranum en fá að minnsta kosti svar frá notandanum sem þeir héldu að væri forsætisráðherrann. Thanks doll — Liz Trussell (@Liztruss) September 6, 2022 Liz Trussel hafði ekki verið virk á Twitter síðan árið 2018 þegar kveðjunum fór að rigna yfir hana. Hún svaraði flestum þeim sem mekrtu hana í færslur og voru þeir ansi margir. Hún var skiljanlega þreytt eftir daginn. Einhverjir hafa kallað eftir því að Trussel verði gerð að forsætisráðherra Bretlands í staðinn fyrir Truss. Trussel hefur tekið vel í þá hugmynd og segir að hún og drottningin yrðu pottþétt góðar vinkonur. Phew, what a day — Liz Trussell (@Liztruss) September 6, 2022 Yes!!!!!! Me & Queen Liz would deffo be besties https://t.co/AF0C0owA1t— Liz Trussell (@Liztruss) September 5, 2022 Caroline Lucas, þingmaður á breska þinginu, hefur einnig fallið í gildruna.
Kosningar í Bretlandi Bretland Samfélagsmiðlar Grín og gaman Tengdar fréttir Fetar í fótspor átrúnaðargoðsins Thatcher Liz Truss hefur verið kjörin nýr formaður breska Íhaldsflokksins og verður þar með næsti forsætisráðherra landsins. Stjórnmálaferil hennar er ekki hægt að kalla glæstan en með mikilli þrautseigju er hún kominn á þann stað að hún fetar nú í fótspor átrúnaðargoðs síns, Margaret Thatcher. 5. september 2022 14:01 Liz Truss verður næsti forsætisráðherra Bretlands Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands bar sigur úr býtum í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins í Bretlandi. Niðurstöður leiðtogakjörsins voru tilkynntar nú rétt fyrir hádegi og verður Truss því næsti forsætisráðherra landsins. 5. september 2022 11:39 Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti. 5. september 2022 22:54 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Fetar í fótspor átrúnaðargoðsins Thatcher Liz Truss hefur verið kjörin nýr formaður breska Íhaldsflokksins og verður þar með næsti forsætisráðherra landsins. Stjórnmálaferil hennar er ekki hægt að kalla glæstan en með mikilli þrautseigju er hún kominn á þann stað að hún fetar nú í fótspor átrúnaðargoðs síns, Margaret Thatcher. 5. september 2022 14:01
Liz Truss verður næsti forsætisráðherra Bretlands Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands bar sigur úr býtum í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins í Bretlandi. Niðurstöður leiðtogakjörsins voru tilkynntar nú rétt fyrir hádegi og verður Truss því næsti forsætisráðherra landsins. 5. september 2022 11:39
Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti. 5. september 2022 22:54