Barist um hvern haus á Austurlandi og hótel keypt til að hýsa starfsfólk Kristján Már Unnarsson skrifar 7. september 2022 23:23 Einar Þorsteinsson er forstjóri Alcoa Fjarðaáls. Sigurjón Ólason Vinnuaflsskortur þjakar atvinnulíf á Austurlandi. Skortur á húsnæði hamlar því að fólk flytji inn í fjórðunginn og eru dæmi um að fyrirtæki hafi keypt hótel til að koma starfsfólki fyrir. „Okkar stærsta áskorun núna er vinnuaflið. Við erum að berjast um hvern haus sem hægt er að fá,“ segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, í viðtali við Stöð 2, en álverið er stærsti vinnustaður Austurlands. Smærri fyrirtæki glíma við sama vanda. Samúel Karl Sigurðsson á Reyðarfirði er framkvæmdastjóri K-Tech köfunarþjónustu.Sigurjón Ólason „Það vantar fólk í öll störf. Það vantar allsstaðar fólk hérna. Menn eru jafnvel að gefast upp á rekstri vegna þess að þeir hafa ekki mannskap,“ segir Samúel Karl Sigurðsson, framkvæmdastjóri K-Tech köfunarþjónustu á Reyðarfirði. Garðyrkjustöðin Blómahornið á Reyðarfirði hefur átt í vandræðum með að fá starfsfólk í sumar. Eigandinn neyðist til að leita á náðir ættingja með aðstoð. Anna Ragnheiður Gunnarsdóttir garðyrkjufræðingur er eigandi Blómahornsins á Reyðarfirði.Sigurjón Ólason „Fjölskyldan er með. Karlinn kemur svo þegar hann er búinn í vinnunni sinni, klukkan fjögur,“ segir Anna Ragnheiður Gunnarsdóttir, garðyrkjufræðingur í Blómahorninu. Lára Björnsdóttir vinnur bæði hjá Umhverfisstofnun auk þess að hafa umsjón með tjaldsvæðum Fjarðabyggðar. Lára Björnsdóttir, starfsmaður Umhverfisstofnunar og umsjónarmaður tjaldsvæða Fjarðabyggðar.Sigurjón Ólason „Það er erfitt að fá starfsfólk í alla ferðaþjónustu. Það vantar húsnæði fyrir starfsfólk. Svo það er ekkert auðvelt að flytja inn starfsfólk annarsstaðar að,“ segir Lára. Fyrirtækið Launafl greip til þess ráðs að kaupa hótel á Reyðarfirði til að hýsa starfsmenn. Magnús Helgason er framkvæmdastjóri iðnfyrirtækisins Launafls á Reyðarfirði.Sigurjón Ólason „Keypti hér gistiheimili af Marlín, nítján herbergja eiginlega hótel, til þess að koma mannskapnum fyrir.“ -Það er bara svona mikill húsnæðisskortur? „Húsnæðisskorturinn er gífurlegur og við erum að stækka það en dugar ekki til,“ segir Magnús Hilmar Helgason, framkvæmdastjóri Launafls. Þær Þuríður Sif Ævarsdóttir og Barbara Izabela Kubielas starfa við blikksmíðadeild Launafls á Reyðarfirði.Sigurjón Ólason „Til að fá gott fólk, þá þarf það að geta búið einhversstaðar. Og það hefur verið umtalsverður skortur á húsnæði hérna fyrir austan,“ segir forstjóri álversins. „Til dæmis á tjaldsvæðinu á Eskifirði hjá okkur, þar eru tveir ungir drengir sem tóku að sér umsjón með tjaldsvæðinu gegn því að fá að búa þar. En þeirra aðalstarf er í álverinu hérna, Fjarðaál,“ segir Lára. „Það er verið að byrja að byggja íbúðir; á Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði, Neskaupstað og Reyðarfirði. Þannig að þetta horfir núna til bóta. En þetta er okkar langstærsta ögrandi verkefni í dag,“ segir Einar Þorsteinsson hjá Fjarðaáli. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vinnumarkaður Húsnæðismál Fjarðabyggð Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil fyrir erlent vinnuafl Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt of flókið og tafsamt að fá fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins til starfa á Íslandi þegar Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil til að fá fólk hingað til lands. Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að rýmka reglur í þessum efnum. 7. september 2022 11:47 Erlent starfsfólk gæti orðið helmingur vinnuaflsins innan nokkurra áratuga Erlent starfsfólk gæti verið orðið allt að helmingi vinnuafls á Íslandi á næstu áratugum samkvæmt mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þjóðin eldist og það vantar fleiri vinnandi hendur; náttúruleg fólksfjölgun dugar þar engan veginn. 3. september 2022 20:30 35 þúsund nýjar íbúðir til að skapa jafnvægi á markaði Ríki og sveitarfélög ætla sér að byggja 35 þúsund nýjar íbúðir á næstu tíu árum og var ammasamningur um það markmið undirritaður í dag. Íbúðunum er ætlað að mæta fyrirsjáanlegri íbúðaþörf og skapa langþráð jafnvægi á húsnæðismarkaði. 12. júlí 2022 14:23 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
„Okkar stærsta áskorun núna er vinnuaflið. Við erum að berjast um hvern haus sem hægt er að fá,“ segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, í viðtali við Stöð 2, en álverið er stærsti vinnustaður Austurlands. Smærri fyrirtæki glíma við sama vanda. Samúel Karl Sigurðsson á Reyðarfirði er framkvæmdastjóri K-Tech köfunarþjónustu.Sigurjón Ólason „Það vantar fólk í öll störf. Það vantar allsstaðar fólk hérna. Menn eru jafnvel að gefast upp á rekstri vegna þess að þeir hafa ekki mannskap,“ segir Samúel Karl Sigurðsson, framkvæmdastjóri K-Tech köfunarþjónustu á Reyðarfirði. Garðyrkjustöðin Blómahornið á Reyðarfirði hefur átt í vandræðum með að fá starfsfólk í sumar. Eigandinn neyðist til að leita á náðir ættingja með aðstoð. Anna Ragnheiður Gunnarsdóttir garðyrkjufræðingur er eigandi Blómahornsins á Reyðarfirði.Sigurjón Ólason „Fjölskyldan er með. Karlinn kemur svo þegar hann er búinn í vinnunni sinni, klukkan fjögur,“ segir Anna Ragnheiður Gunnarsdóttir, garðyrkjufræðingur í Blómahorninu. Lára Björnsdóttir vinnur bæði hjá Umhverfisstofnun auk þess að hafa umsjón með tjaldsvæðum Fjarðabyggðar. Lára Björnsdóttir, starfsmaður Umhverfisstofnunar og umsjónarmaður tjaldsvæða Fjarðabyggðar.Sigurjón Ólason „Það er erfitt að fá starfsfólk í alla ferðaþjónustu. Það vantar húsnæði fyrir starfsfólk. Svo það er ekkert auðvelt að flytja inn starfsfólk annarsstaðar að,“ segir Lára. Fyrirtækið Launafl greip til þess ráðs að kaupa hótel á Reyðarfirði til að hýsa starfsmenn. Magnús Helgason er framkvæmdastjóri iðnfyrirtækisins Launafls á Reyðarfirði.Sigurjón Ólason „Keypti hér gistiheimili af Marlín, nítján herbergja eiginlega hótel, til þess að koma mannskapnum fyrir.“ -Það er bara svona mikill húsnæðisskortur? „Húsnæðisskorturinn er gífurlegur og við erum að stækka það en dugar ekki til,“ segir Magnús Hilmar Helgason, framkvæmdastjóri Launafls. Þær Þuríður Sif Ævarsdóttir og Barbara Izabela Kubielas starfa við blikksmíðadeild Launafls á Reyðarfirði.Sigurjón Ólason „Til að fá gott fólk, þá þarf það að geta búið einhversstaðar. Og það hefur verið umtalsverður skortur á húsnæði hérna fyrir austan,“ segir forstjóri álversins. „Til dæmis á tjaldsvæðinu á Eskifirði hjá okkur, þar eru tveir ungir drengir sem tóku að sér umsjón með tjaldsvæðinu gegn því að fá að búa þar. En þeirra aðalstarf er í álverinu hérna, Fjarðaál,“ segir Lára. „Það er verið að byrja að byggja íbúðir; á Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði, Neskaupstað og Reyðarfirði. Þannig að þetta horfir núna til bóta. En þetta er okkar langstærsta ögrandi verkefni í dag,“ segir Einar Þorsteinsson hjá Fjarðaáli. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vinnumarkaður Húsnæðismál Fjarðabyggð Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil fyrir erlent vinnuafl Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt of flókið og tafsamt að fá fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins til starfa á Íslandi þegar Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil til að fá fólk hingað til lands. Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að rýmka reglur í þessum efnum. 7. september 2022 11:47 Erlent starfsfólk gæti orðið helmingur vinnuaflsins innan nokkurra áratuga Erlent starfsfólk gæti verið orðið allt að helmingi vinnuafls á Íslandi á næstu áratugum samkvæmt mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þjóðin eldist og það vantar fleiri vinnandi hendur; náttúruleg fólksfjölgun dugar þar engan veginn. 3. september 2022 20:30 35 þúsund nýjar íbúðir til að skapa jafnvægi á markaði Ríki og sveitarfélög ætla sér að byggja 35 þúsund nýjar íbúðir á næstu tíu árum og var ammasamningur um það markmið undirritaður í dag. Íbúðunum er ætlað að mæta fyrirsjáanlegri íbúðaþörf og skapa langþráð jafnvægi á húsnæðismarkaði. 12. júlí 2022 14:23 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil fyrir erlent vinnuafl Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt of flókið og tafsamt að fá fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins til starfa á Íslandi þegar Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil til að fá fólk hingað til lands. Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að rýmka reglur í þessum efnum. 7. september 2022 11:47
Erlent starfsfólk gæti orðið helmingur vinnuaflsins innan nokkurra áratuga Erlent starfsfólk gæti verið orðið allt að helmingi vinnuafls á Íslandi á næstu áratugum samkvæmt mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þjóðin eldist og það vantar fleiri vinnandi hendur; náttúruleg fólksfjölgun dugar þar engan veginn. 3. september 2022 20:30
35 þúsund nýjar íbúðir til að skapa jafnvægi á markaði Ríki og sveitarfélög ætla sér að byggja 35 þúsund nýjar íbúðir á næstu tíu árum og var ammasamningur um það markmið undirritaður í dag. Íbúðunum er ætlað að mæta fyrirsjáanlegri íbúðaþörf og skapa langþráð jafnvægi á húsnæðismarkaði. 12. júlí 2022 14:23