Hinn árásarmaðurinn lést í haldi lögreglu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. september 2022 06:39 Rhonda Blackmore, aðstoðarlögreglustjórinn í Saskatchewan, á blaðamannafundi um helgina. Hinir grunuðu eru báðir látnir. AP/Michael Bell Kanadamaðurinn Myles Sanderson, sem grunaður er um að hafa stungið tíu til bana og sært átján í röð árása í héraðinu Saskatchewan fyrr í vikunni, lést í gærkvöldi stuttu eftir að hann var handtekinn af lögreglu. Sanderson var grunaður um röð stunguárása ásamt bróður sínum, Damian Sanderson, en Damian fannst látinn með sjáanlega áverka á mánudag. Fram kemur í frétt kanadíska ríkisútvarpsins að Myles Sanderson hafi verið handtekinn síðdegis í gær nærri bænum Rosthern en hafi stuttu síðar veikst alvarlega og verið úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Stuttu áður en Myles var handtekinn hafði lögreglan í héraðinu gefið út viðvörun vegna tilkynninga um að sést hafi til manns í bifreið með eggvopn á lofti. Síðast hafi sést til ökumannsins í Wakaw, um 90 kílómetra norðaustur af Saskatoon. Að sögn Rhondu Blackmore, varalögreglustjóra í Saskatchewan, hefur héraðslögreglan óskað eftir því að lögreglan í Saskatoon og rannsókarnefnd viðbragðsaðila (e. Saskatchewan Serious Incident Response Team) rannsaki andlát Myles og aðdraganda þess. Árásarhrina bræðranna hófst snemma morguns á sunnudag í James Smith Cree samfélaginu en fljótlega fóru tilkynningar að hrannast inn frá þrettán mismunandi stöðum í héraðinu um stunguárásir. Flestar árásanna voru þó framdar í James Smith Cree samfélaginu og bænum Weldon. Myles á að baki langan brotaferil, sem spannar um tvo áratugi, en hann var aðeins 30 ára gamall. Hann hefur verið dæmdur 59 sinnum og margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi. Þá átti hann í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefna frá unga aldri. Fólkið sem Sanderson-bræðurnir bönuðu. Nöfn þeirra í efri röð frá vinstri til hægri: Bonnie Burns, Carol Burns, Christian Head, Lydia Gloria Burns og Lana Head. Neðri röð frá vinstri til hægri: Wesley Petterson, Thomas Burns, Gregory Burns, Robert Sanderson og Earl Burns.AP/Kanadíska lögreglan Flest fórnarlamba bræðranna voru af frumbyggjaættum, eins og þeir sjálfir, en James Smith Cree samfélagið er samfélag kanadískra frumbyggja. Á myndinni hér að ofan má sjá fórnarlömb þeirra sem létust. Kanada Tengdar fréttir Seinni árásarmaðurinn í haldi lögreglu Annar þeirra sem var leitað eftir stunguárásirnar í Saskachewan í Kanada nú a dögunum hefur verið handsamaður. Tveir árásarmenn eru sagðir hafa verið að verki og fannst annar þeirra sem lágu undir grun látinn daginn eftir að árásirnar áttu sér stað. 7. september 2022 22:28 Kanadíska árásarmannsins enn leitað Kanadíska lögreglan leitar enn Myles Sanderson, sem grunaður er að hafa banað ellefu og sært átján í röð hnífstunguárása í Kanada á sunnudag og mánudag. Lögregla segir hann ekki staddann á landi James Smith Cree þjóðarinnar en grunur var uppi um að til hans hafi sést á svæðinu í gær. 7. september 2022 08:31 Dæmdur fimmtíu og níu sinnum á rúmum tuttugu árum Myles Sanderson, annar bræðranna sem grunaðir eru um mannskæðar stunguárásir í Kanada, á sér langan sakaferil að baki og hafði margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi. Þá hafði hann átt í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefni frá unga aldri. 6. september 2022 11:26 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Sanderson var grunaður um röð stunguárása ásamt bróður sínum, Damian Sanderson, en Damian fannst látinn með sjáanlega áverka á mánudag. Fram kemur í frétt kanadíska ríkisútvarpsins að Myles Sanderson hafi verið handtekinn síðdegis í gær nærri bænum Rosthern en hafi stuttu síðar veikst alvarlega og verið úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Stuttu áður en Myles var handtekinn hafði lögreglan í héraðinu gefið út viðvörun vegna tilkynninga um að sést hafi til manns í bifreið með eggvopn á lofti. Síðast hafi sést til ökumannsins í Wakaw, um 90 kílómetra norðaustur af Saskatoon. Að sögn Rhondu Blackmore, varalögreglustjóra í Saskatchewan, hefur héraðslögreglan óskað eftir því að lögreglan í Saskatoon og rannsókarnefnd viðbragðsaðila (e. Saskatchewan Serious Incident Response Team) rannsaki andlát Myles og aðdraganda þess. Árásarhrina bræðranna hófst snemma morguns á sunnudag í James Smith Cree samfélaginu en fljótlega fóru tilkynningar að hrannast inn frá þrettán mismunandi stöðum í héraðinu um stunguárásir. Flestar árásanna voru þó framdar í James Smith Cree samfélaginu og bænum Weldon. Myles á að baki langan brotaferil, sem spannar um tvo áratugi, en hann var aðeins 30 ára gamall. Hann hefur verið dæmdur 59 sinnum og margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi. Þá átti hann í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefna frá unga aldri. Fólkið sem Sanderson-bræðurnir bönuðu. Nöfn þeirra í efri röð frá vinstri til hægri: Bonnie Burns, Carol Burns, Christian Head, Lydia Gloria Burns og Lana Head. Neðri röð frá vinstri til hægri: Wesley Petterson, Thomas Burns, Gregory Burns, Robert Sanderson og Earl Burns.AP/Kanadíska lögreglan Flest fórnarlamba bræðranna voru af frumbyggjaættum, eins og þeir sjálfir, en James Smith Cree samfélagið er samfélag kanadískra frumbyggja. Á myndinni hér að ofan má sjá fórnarlömb þeirra sem létust.
Kanada Tengdar fréttir Seinni árásarmaðurinn í haldi lögreglu Annar þeirra sem var leitað eftir stunguárásirnar í Saskachewan í Kanada nú a dögunum hefur verið handsamaður. Tveir árásarmenn eru sagðir hafa verið að verki og fannst annar þeirra sem lágu undir grun látinn daginn eftir að árásirnar áttu sér stað. 7. september 2022 22:28 Kanadíska árásarmannsins enn leitað Kanadíska lögreglan leitar enn Myles Sanderson, sem grunaður er að hafa banað ellefu og sært átján í röð hnífstunguárása í Kanada á sunnudag og mánudag. Lögregla segir hann ekki staddann á landi James Smith Cree þjóðarinnar en grunur var uppi um að til hans hafi sést á svæðinu í gær. 7. september 2022 08:31 Dæmdur fimmtíu og níu sinnum á rúmum tuttugu árum Myles Sanderson, annar bræðranna sem grunaðir eru um mannskæðar stunguárásir í Kanada, á sér langan sakaferil að baki og hafði margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi. Þá hafði hann átt í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefni frá unga aldri. 6. september 2022 11:26 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Seinni árásarmaðurinn í haldi lögreglu Annar þeirra sem var leitað eftir stunguárásirnar í Saskachewan í Kanada nú a dögunum hefur verið handsamaður. Tveir árásarmenn eru sagðir hafa verið að verki og fannst annar þeirra sem lágu undir grun látinn daginn eftir að árásirnar áttu sér stað. 7. september 2022 22:28
Kanadíska árásarmannsins enn leitað Kanadíska lögreglan leitar enn Myles Sanderson, sem grunaður er að hafa banað ellefu og sært átján í röð hnífstunguárása í Kanada á sunnudag og mánudag. Lögregla segir hann ekki staddann á landi James Smith Cree þjóðarinnar en grunur var uppi um að til hans hafi sést á svæðinu í gær. 7. september 2022 08:31
Dæmdur fimmtíu og níu sinnum á rúmum tuttugu árum Myles Sanderson, annar bræðranna sem grunaðir eru um mannskæðar stunguárásir í Kanada, á sér langan sakaferil að baki og hafði margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi. Þá hafði hann átt í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefni frá unga aldri. 6. september 2022 11:26