Borgin Moenjodaro er staðsett í Indusdalnum og fannst á þriðja áratug síðustu aldar. Í bréfi sem menningarmálaráðuneyti Singh-héraðsins sendi til UNESCO og CNN fjallar um segir að margar byggingar borgarinnar hafi orðið fyrir skemmdum vegna flóðanna og rigningarinnar.
Ráðuneytið hefur óskað eftir hundrað milljónum rúpía, 62 milljónir íslenskra króna, til þess að geta unnið að viðgerðum á svæðinu.
Verkamenn á vegum ráðuneytisins hafa verið á fullu síðustu daga að reyna að varðveita minjarnar, meðal annars með því að leggja dúka ofan á byggingar.
Í frétt The Guardian segir að alls hafi 1.355 manns látið lífið í Pakistan vegna flóðanna en 33 milljónir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna flóðanna. Ástandið í Pakistan hefur aldrei í sögunni verið jafn alvarlegt vegna veðurfars.
Í vikunni var greint frá því að vatn gæti flætt yfir bakka Manchar-stöðuvatnsins sem er stærsta stöðuvatn landsins. Yfirvöld hafa reynt allt sem hægt er til þess að koma í veg fyrir það en talið er að hundrað þúsund manns þurfi að yfirgefa heimili sín ef það gerist.