Umboðsmenn þénuðu tæpa 70 milljarða í sumarglugganum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. september 2022 07:00 Umboðsmaður Antony Santos fékk líklega væna summu þegar leikmaðurinn var keyptur til Manchester United á rúmlega 80 milljónir punda. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Umboðsmenn knattspyrnumanna þurfa margir hverjir ekki að hafa áhyggjur af því að eiga ekki fyrir salti í grautinn á næstunni. Samkvæmt alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA þénuðu þeir tæplega 431 milljón punda í félagsskiptaglugga sumarsins sem lokaði í seinustu viku. Það samvarar rétt tæplega 70 milljörðum íslenskra króna, en FIFA birti í gær skjáskot sem sýndi greiningu á hinum alþjóðlega leikmannamarkaði. Þar mátti sjá að umboðsmenn karlkyns knattspyrnumanna fengu um það bil tíu prósent af kökunni, en heildarverðmæti leikmanna í sumar var um 4,36 milljarðar punda. Það er tæplega 30 prósent hærri tala en í fyrra. Þá vekur einnig athygli að umboðsmenn eru nú að taka hlutfallslega mun stærri sneið af kökunni en hér áður fyrr. Á seinustu tíu árum hafa umboðsmenn farið úr því að taka að meðaltali 6,1 prósent í þjónustugjald (e. service fee) upp í 9,9 prósent. FIFA have been crunching the transfer numbers. https://t.co/c25lJZ5ZDk— Simon Stone (@sistoney67) September 8, 2022 Allskonar félagsskiptamet Það má með sanni segja að félagsskiptaglugginn í sumar hafi slegið hvert metið á fætur öðru. Fjöldi félagsskipta jókst bæði í karla- og kvennaboltanum frá því í fyrra, enska úrvalsdeildin eyddi metfé og svo mætti lengi telja. Alls voru gerð 684 alþjóðleg félagsskipti í kvennaboltanum, en það er 14,4 prósent aukning frá því í fyrra, á meðan 16,2 prósent aukning varð í karlaboltanum þar sem 9.717 alþjóðleg félagsskipti fóru fram. Eins og var greint frá hér á Vísi á dögunum þá eyddu lið í ensku úrvalsdeildinni langmest af öllum deildum í heiminum þar sem heildarupphæðin fór upp í 1,9 milljarð punda. Manchester United, Chelsea og Nottingham Forest bættu einnig met í glugganum. United gerði Brasilíumanninn Antony að dýrasta leikmanni gluggadagsins frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar þegar félagið keypti hann á 81,3 milljónir punda, Chelsea eyddi meira fé í sumar en nokkurt enskt úrvalsdeildarfélag hefur gert áður en félagið eyddi yfir 260 milljónum punda og Nottingham Forest keypti fleiri leikmenn á einu sumri en nokkurt enskt félag hefur gert áður, eða 21 talsins. Enski boltinn FIFA Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Arnar Þór látinn fara frá Gent Fótbolti Fleiri fréttir Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira
Það samvarar rétt tæplega 70 milljörðum íslenskra króna, en FIFA birti í gær skjáskot sem sýndi greiningu á hinum alþjóðlega leikmannamarkaði. Þar mátti sjá að umboðsmenn karlkyns knattspyrnumanna fengu um það bil tíu prósent af kökunni, en heildarverðmæti leikmanna í sumar var um 4,36 milljarðar punda. Það er tæplega 30 prósent hærri tala en í fyrra. Þá vekur einnig athygli að umboðsmenn eru nú að taka hlutfallslega mun stærri sneið af kökunni en hér áður fyrr. Á seinustu tíu árum hafa umboðsmenn farið úr því að taka að meðaltali 6,1 prósent í þjónustugjald (e. service fee) upp í 9,9 prósent. FIFA have been crunching the transfer numbers. https://t.co/c25lJZ5ZDk— Simon Stone (@sistoney67) September 8, 2022 Allskonar félagsskiptamet Það má með sanni segja að félagsskiptaglugginn í sumar hafi slegið hvert metið á fætur öðru. Fjöldi félagsskipta jókst bæði í karla- og kvennaboltanum frá því í fyrra, enska úrvalsdeildin eyddi metfé og svo mætti lengi telja. Alls voru gerð 684 alþjóðleg félagsskipti í kvennaboltanum, en það er 14,4 prósent aukning frá því í fyrra, á meðan 16,2 prósent aukning varð í karlaboltanum þar sem 9.717 alþjóðleg félagsskipti fóru fram. Eins og var greint frá hér á Vísi á dögunum þá eyddu lið í ensku úrvalsdeildinni langmest af öllum deildum í heiminum þar sem heildarupphæðin fór upp í 1,9 milljarð punda. Manchester United, Chelsea og Nottingham Forest bættu einnig met í glugganum. United gerði Brasilíumanninn Antony að dýrasta leikmanni gluggadagsins frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar þegar félagið keypti hann á 81,3 milljónir punda, Chelsea eyddi meira fé í sumar en nokkurt enskt úrvalsdeildarfélag hefur gert áður en félagið eyddi yfir 260 milljónum punda og Nottingham Forest keypti fleiri leikmenn á einu sumri en nokkurt enskt félag hefur gert áður, eða 21 talsins.
Enski boltinn FIFA Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Arnar Þór látinn fara frá Gent Fótbolti Fleiri fréttir Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira