Hætt við mínútu þögn í Skotlandi vegna óláta áhorfenda Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2022 11:00 Tilraun var gerð til mínútu þagnar til að heiðra minningu Bretlandsdrottningar. Ian MacNicol/Getty Images Áhorfendur sem gerðu sér ferð á Tynecastle-völlinn í Edinborg að sjá leik Hearts og Istanbul Basaksehir í gærkvöld höfðu lítinn áhuga á að virða minningu Elísabetar II Bretadrottningar. Fyrirhuguð mínútu þögn varð kaótísk. Leikur liðanna hófst stundarfjórðungi fyrir klukkan sex á staðartíma en tilkynnt var um fráfall drottningarinnar um 45 mínútum síðar, klukkan hálf sjö. Tekin var ákvörðun í leikhléi að minning drottningarinnar skyldi heiðruð með mínútu þögn áður en síðari háfleikurinn færi af stað. Leikmenn beggja liða komu sér fyrir á miðjuboganum, ásamt dómurum leiksins, líkt og hefð er fyrir. Eftir flaut dómarans sem gaf til kynna um upphaf mínútunnar brast fram mikið baul úr stúkunni, ásamt öskrum, almennum blótsyrðum og dónaskap. Einhverjir stuðningsmenn heyrðust syngja þjóðsöng Breta, God Save the Queen, sem uppskar enn frekara baul frá háværum meirihlutanum. Þegar tæplega hálf mínúta var liðin af fyrirhugaðri mínútu sá pólski dómarinn Krzysztof Jakubik sig tilneyddan að flauta á ný til að marka enda minningarathafnarinnar. Leikur liðanna var sá fyrsti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar en gestirnir frá Tyrklandi, sem slógu Breiðablik úr keppni fyrr í sumar, unnu sannfærandi 4-0 útisigur. Hér má sjá myndskeið af atvikinu á heimasíðu Edinburgh Evening News. Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Skotland Kóngafólk Skoski boltinn Tengdar fréttir Vaktin: Stór dagur framundan í Bretlandi Elísabet II Bretadrottning lést í gær, 96 ára að aldri, í faðmi fjölskyldu sinnar í Balmoral kastala í Skotlandi. Karl sonur hennar er nú orðinn konungur Bretlands en hann mun ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn sem konungur hennar í dag. 9. september 2022 07:15 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira
Leikur liðanna hófst stundarfjórðungi fyrir klukkan sex á staðartíma en tilkynnt var um fráfall drottningarinnar um 45 mínútum síðar, klukkan hálf sjö. Tekin var ákvörðun í leikhléi að minning drottningarinnar skyldi heiðruð með mínútu þögn áður en síðari háfleikurinn færi af stað. Leikmenn beggja liða komu sér fyrir á miðjuboganum, ásamt dómurum leiksins, líkt og hefð er fyrir. Eftir flaut dómarans sem gaf til kynna um upphaf mínútunnar brast fram mikið baul úr stúkunni, ásamt öskrum, almennum blótsyrðum og dónaskap. Einhverjir stuðningsmenn heyrðust syngja þjóðsöng Breta, God Save the Queen, sem uppskar enn frekara baul frá háværum meirihlutanum. Þegar tæplega hálf mínúta var liðin af fyrirhugaðri mínútu sá pólski dómarinn Krzysztof Jakubik sig tilneyddan að flauta á ný til að marka enda minningarathafnarinnar. Leikur liðanna var sá fyrsti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar en gestirnir frá Tyrklandi, sem slógu Breiðablik úr keppni fyrr í sumar, unnu sannfærandi 4-0 útisigur. Hér má sjá myndskeið af atvikinu á heimasíðu Edinburgh Evening News.
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Skotland Kóngafólk Skoski boltinn Tengdar fréttir Vaktin: Stór dagur framundan í Bretlandi Elísabet II Bretadrottning lést í gær, 96 ára að aldri, í faðmi fjölskyldu sinnar í Balmoral kastala í Skotlandi. Karl sonur hennar er nú orðinn konungur Bretlands en hann mun ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn sem konungur hennar í dag. 9. september 2022 07:15 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira
Vaktin: Stór dagur framundan í Bretlandi Elísabet II Bretadrottning lést í gær, 96 ára að aldri, í faðmi fjölskyldu sinnar í Balmoral kastala í Skotlandi. Karl sonur hennar er nú orðinn konungur Bretlands en hann mun ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn sem konungur hennar í dag. 9. september 2022 07:15