Hætt við mínútu þögn í Skotlandi vegna óláta áhorfenda Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2022 11:00 Tilraun var gerð til mínútu þagnar til að heiðra minningu Bretlandsdrottningar. Ian MacNicol/Getty Images Áhorfendur sem gerðu sér ferð á Tynecastle-völlinn í Edinborg að sjá leik Hearts og Istanbul Basaksehir í gærkvöld höfðu lítinn áhuga á að virða minningu Elísabetar II Bretadrottningar. Fyrirhuguð mínútu þögn varð kaótísk. Leikur liðanna hófst stundarfjórðungi fyrir klukkan sex á staðartíma en tilkynnt var um fráfall drottningarinnar um 45 mínútum síðar, klukkan hálf sjö. Tekin var ákvörðun í leikhléi að minning drottningarinnar skyldi heiðruð með mínútu þögn áður en síðari háfleikurinn færi af stað. Leikmenn beggja liða komu sér fyrir á miðjuboganum, ásamt dómurum leiksins, líkt og hefð er fyrir. Eftir flaut dómarans sem gaf til kynna um upphaf mínútunnar brast fram mikið baul úr stúkunni, ásamt öskrum, almennum blótsyrðum og dónaskap. Einhverjir stuðningsmenn heyrðust syngja þjóðsöng Breta, God Save the Queen, sem uppskar enn frekara baul frá háværum meirihlutanum. Þegar tæplega hálf mínúta var liðin af fyrirhugaðri mínútu sá pólski dómarinn Krzysztof Jakubik sig tilneyddan að flauta á ný til að marka enda minningarathafnarinnar. Leikur liðanna var sá fyrsti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar en gestirnir frá Tyrklandi, sem slógu Breiðablik úr keppni fyrr í sumar, unnu sannfærandi 4-0 útisigur. Hér má sjá myndskeið af atvikinu á heimasíðu Edinburgh Evening News. Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Skotland Kóngafólk Skoski boltinn Tengdar fréttir Vaktin: Stór dagur framundan í Bretlandi Elísabet II Bretadrottning lést í gær, 96 ára að aldri, í faðmi fjölskyldu sinnar í Balmoral kastala í Skotlandi. Karl sonur hennar er nú orðinn konungur Bretlands en hann mun ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn sem konungur hennar í dag. 9. september 2022 07:15 Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Fleiri fréttir „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Sjá meira
Leikur liðanna hófst stundarfjórðungi fyrir klukkan sex á staðartíma en tilkynnt var um fráfall drottningarinnar um 45 mínútum síðar, klukkan hálf sjö. Tekin var ákvörðun í leikhléi að minning drottningarinnar skyldi heiðruð með mínútu þögn áður en síðari háfleikurinn færi af stað. Leikmenn beggja liða komu sér fyrir á miðjuboganum, ásamt dómurum leiksins, líkt og hefð er fyrir. Eftir flaut dómarans sem gaf til kynna um upphaf mínútunnar brast fram mikið baul úr stúkunni, ásamt öskrum, almennum blótsyrðum og dónaskap. Einhverjir stuðningsmenn heyrðust syngja þjóðsöng Breta, God Save the Queen, sem uppskar enn frekara baul frá háværum meirihlutanum. Þegar tæplega hálf mínúta var liðin af fyrirhugaðri mínútu sá pólski dómarinn Krzysztof Jakubik sig tilneyddan að flauta á ný til að marka enda minningarathafnarinnar. Leikur liðanna var sá fyrsti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar en gestirnir frá Tyrklandi, sem slógu Breiðablik úr keppni fyrr í sumar, unnu sannfærandi 4-0 útisigur. Hér má sjá myndskeið af atvikinu á heimasíðu Edinburgh Evening News.
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Skotland Kóngafólk Skoski boltinn Tengdar fréttir Vaktin: Stór dagur framundan í Bretlandi Elísabet II Bretadrottning lést í gær, 96 ára að aldri, í faðmi fjölskyldu sinnar í Balmoral kastala í Skotlandi. Karl sonur hennar er nú orðinn konungur Bretlands en hann mun ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn sem konungur hennar í dag. 9. september 2022 07:15 Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Fleiri fréttir „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Sjá meira
Vaktin: Stór dagur framundan í Bretlandi Elísabet II Bretadrottning lést í gær, 96 ára að aldri, í faðmi fjölskyldu sinnar í Balmoral kastala í Skotlandi. Karl sonur hennar er nú orðinn konungur Bretlands en hann mun ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn sem konungur hennar í dag. 9. september 2022 07:15