Stelpurnar okkar þurfa að fara til Portúgals eða Belgíu Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2022 11:40 Stelpurnar okkar hafa vonandi ástæðu til að gleðjast 11. október þegar umspilsleik þeirra lýkur. Getty/Harriet Lander Nú er orðið ljóst hver andstæðingur Íslands verður í seinni hluta umspilsins í Evrópu um sæti á HM kvenna í fótbolta, sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Ísland mætir sigurvegaranum úr einvígi Portúgals og Belgíu og fer leikurinn fram 11. október. Ísland þarf að spila á útivelli, hvort sem það verður í Portúgal eða Belgíu. Fyrri hluti umspilsins fer fram 6. október og það verður því aðeins ljóst þann dag hvoru liðanna Ísland mætir. Í umspilinu er aðeins um stakan leik að ræða í hverju einvígi, en ekki heima- og útileiki, og var dregið um það hvaða lið fengju heimaleik. Svona lítur Evrópuumspilið út, þar sem leikið er um tvö örugg sæti á HM og eitt sæti í aukaumspili í Eyjaálfu í febrúar: Fyrri hluti umspils: Skotland - Austurríki Wales - Bosnía Portúgal - Belgía Seinni hluti umspils: Portúgal/Belgía - Ísland Skotland/Austurríki - Írland Sviss - Wales/Bosnía Lið sem talin eru upp á undan eiga heimaleik. Ísland leikur í umspilinu eftir að hafa tapað gegn Hollandi í lokaumferð riðlakeppninnar á þriðjudaginn, 1-0, með marki í uppbótartíma. Aðeins tveir af þremur sigurvegurum í seinni hluta umspilsins fara beint á HM. Þriðji sigurvegarinn, sá með sísta árangurinn úr undankeppninni og seinni hluta umspilsins, fer í sérstakt aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum. Ef að Ísland vinnur umspilsleikinn í venjulegum leiktíma eða framlengingu fer liðið beint á HM. Ef að liðið vinnur í vítaspyrnukeppni er enn hætta á að liðið þurfi að fara í aukaumspilið í Eyjaálfu. Ef að Ísland tapar umspilsleiknum er liðið einfaldlega úr leik og HM-draumurinn úr sögunni. Níu Evrópuþjóðir komnar á HM Nú þegar hafa 27 þjóðir tryggt sér sæti á HM, sem í fyrsta sinn verður með 32 þátttökuþjóðum. Eftir Evrópuumspilið í október verða aðeins þrjú sæti laus, sem spilað verður um í aukaumspilinu í febrúar þar sem tíu lið spila í þremur umspilsmótum. Þessi lið eru komin inn á HM: Svíþjóð, Spánn, Holland, England, Danmörk, Noregur, Ítalía, Þýskaland og Frakkland, sem öll unnu sinn riðil í undankeppninni í Evrópu. Ástralía og Nýja-Sjáland, sem gestgjafar. Kína, Suður-Kórea, Japan, Filippseyjar og Víetnam frá Asíu Suður-Afríka, Marokkó, Sambía og Nígería frá Afríku. Bandaríkin, Kanada, Jamaíka og Kosta Ríka frá Mið- og Norður-Ameríku. Brasilía, Kólumbía og Argentína frá Suður-Ameríku. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Sjá meira
Ísland mætir sigurvegaranum úr einvígi Portúgals og Belgíu og fer leikurinn fram 11. október. Ísland þarf að spila á útivelli, hvort sem það verður í Portúgal eða Belgíu. Fyrri hluti umspilsins fer fram 6. október og það verður því aðeins ljóst þann dag hvoru liðanna Ísland mætir. Í umspilinu er aðeins um stakan leik að ræða í hverju einvígi, en ekki heima- og útileiki, og var dregið um það hvaða lið fengju heimaleik. Svona lítur Evrópuumspilið út, þar sem leikið er um tvö örugg sæti á HM og eitt sæti í aukaumspili í Eyjaálfu í febrúar: Fyrri hluti umspils: Skotland - Austurríki Wales - Bosnía Portúgal - Belgía Seinni hluti umspils: Portúgal/Belgía - Ísland Skotland/Austurríki - Írland Sviss - Wales/Bosnía Lið sem talin eru upp á undan eiga heimaleik. Ísland leikur í umspilinu eftir að hafa tapað gegn Hollandi í lokaumferð riðlakeppninnar á þriðjudaginn, 1-0, með marki í uppbótartíma. Aðeins tveir af þremur sigurvegurum í seinni hluta umspilsins fara beint á HM. Þriðji sigurvegarinn, sá með sísta árangurinn úr undankeppninni og seinni hluta umspilsins, fer í sérstakt aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum. Ef að Ísland vinnur umspilsleikinn í venjulegum leiktíma eða framlengingu fer liðið beint á HM. Ef að liðið vinnur í vítaspyrnukeppni er enn hætta á að liðið þurfi að fara í aukaumspilið í Eyjaálfu. Ef að Ísland tapar umspilsleiknum er liðið einfaldlega úr leik og HM-draumurinn úr sögunni. Níu Evrópuþjóðir komnar á HM Nú þegar hafa 27 þjóðir tryggt sér sæti á HM, sem í fyrsta sinn verður með 32 þátttökuþjóðum. Eftir Evrópuumspilið í október verða aðeins þrjú sæti laus, sem spilað verður um í aukaumspilinu í febrúar þar sem tíu lið spila í þremur umspilsmótum. Þessi lið eru komin inn á HM: Svíþjóð, Spánn, Holland, England, Danmörk, Noregur, Ítalía, Þýskaland og Frakkland, sem öll unnu sinn riðil í undankeppninni í Evrópu. Ástralía og Nýja-Sjáland, sem gestgjafar. Kína, Suður-Kórea, Japan, Filippseyjar og Víetnam frá Asíu Suður-Afríka, Marokkó, Sambía og Nígería frá Afríku. Bandaríkin, Kanada, Jamaíka og Kosta Ríka frá Mið- og Norður-Ameríku. Brasilía, Kólumbía og Argentína frá Suður-Ameríku.
Fyrri hluti umspils: Skotland - Austurríki Wales - Bosnía Portúgal - Belgía Seinni hluti umspils: Portúgal/Belgía - Ísland Skotland/Austurríki - Írland Sviss - Wales/Bosnía Lið sem talin eru upp á undan eiga heimaleik.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Sjá meira