Segist aldrei ætla að gefa frá sér kjarnorkuvopnin Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2022 12:09 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, á nýlegum hátíðarhöldum. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti því yfir í morgun að hann ætlaði aldrei að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Hann sagði að Bandaríkjamenn vildu ekki eingöngu að hann gæfi frá sér vopnin, heldur vildu þeir koma honum frá völdum. Einræðisherrann sagðist ekki ætla sér að setjast aftur við samningaborðið um kjarnorkuvopnin en þing Norður-Kóreu hefur samþykkt lög um að Kim megi beita kjarnorkuvopnum ríkisins í fyrirbyggjandi árásum. Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu hefur eftir einræðisherranum að í stað þessa ð gefa frá sér kjarnorkuvopnin, ætli hann að auka getu ríkisins til kjarnorkuárása. Lög þessi, sem eru í raun formlegs eðlis, þar sem Kim getur að mestu gert eins og honum sýnist, segja til um við hvaða skilyrði hann má beita kjarnorkuvopnum. Þau segja til um að hann megi beita kjarnorkuvopnum sé stjórn hans á Norður-Kóreu í hættu. Sé gerð árás á Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, á her ríkisins samkvæmt lögunum sjálfkrafa að gera kjarnorkuárás á ríkið sem réðst á Pyongyang, samkvæmt AP fréttaveitunni. Lögin segja einnig að Norður-Kórea getur beitt kjarnorkuvopnum í tilfellum ótilgreindra hamfara sem ógni leiðtogum og þegnum ríkisins. Í ræðu sinni á þingi Norður-Kóreu í morgun, sem fjallaði að miklu leyti um áðurnefndar lagabreytingar, gagnrýndi Kim nágranna sína í Suður-Kóreu fyrir ætlanir þeirra um að auka getu til að gera árásir með hefðbundnum en langdrægum vopnum. Kim lýsti þeim ætlunum sem ögrandi og sagði að þær myndu auka spennu á Kóreuskaganum. Alvarlegri hótanir Síðustu viðræður milli embættismanna frá Norður-Kóreu og Bandaríkjunum áttu sér stað árið 2019 og er ekkert útlit fyrir frekari viðræður. Frá 2019 hafa Norður-Kóreumenn orðið sífellt vígreifari í orðum sínum og hótunum í garð Bandaríkjanna og annarra nágranna sinna. Á þessum tíma hafa ítrekaðar tilraunir verið gerðar í Norður-Kóreu með langdrægar eldflaugar en þær eru í trássi við samþykktir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ekki hefur verið gerð tilraun með kjarnorkuvopn frá árinu 2017. Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. 6. september 2022 07:23 Segir Norður-Kóreu vera lausa við Covid-19 Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, heldur því fram að landið sé nú alveg laust við Covid-19 sjúkdóminn. Hann segir að lág dánartíðni landsins „fordæmalaust kraftaverk“ en einungis 74 manns hafa látist vegna sjúkdómsins í landinu. 10. ágúst 2022 22:38 Leyfa norðurkóreskt sjónvarp í Suður-Kóreu Yfirvöld í Suður-Kóreu stefna á að afnema bann við almenningsaðgengi að norðurkóreskum sjónvarpsstöðvum, dagblöðum og öðrum fjölmiðlum. Vonast þeir eftir því að nágrannar þeirra geri slíkt hið sama. 23. júlí 2022 23:11 Skutu þremur eldflaugum og undirbúa tilraun með kjarnorkuvopn Þremur eldflaugum var skotið á loft frá Norður-Kóreu í nótt og þar á meðal einni sem talin er vera stærsta langdræga eldflaugin sem verkfræðingar einræðisríkisins hafa þróað. Kóreumenn hafa einnig verið að gera tilraunir með nýjan sprengibúnað fyrir kjarnorkuvopn og er það talið í undirbúningi fyrir sjöunda kjarnorkuvopnatilraun ríkisins. 25. maí 2022 10:11 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Sjá meira
Einræðisherrann sagðist ekki ætla sér að setjast aftur við samningaborðið um kjarnorkuvopnin en þing Norður-Kóreu hefur samþykkt lög um að Kim megi beita kjarnorkuvopnum ríkisins í fyrirbyggjandi árásum. Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu hefur eftir einræðisherranum að í stað þessa ð gefa frá sér kjarnorkuvopnin, ætli hann að auka getu ríkisins til kjarnorkuárása. Lög þessi, sem eru í raun formlegs eðlis, þar sem Kim getur að mestu gert eins og honum sýnist, segja til um við hvaða skilyrði hann má beita kjarnorkuvopnum. Þau segja til um að hann megi beita kjarnorkuvopnum sé stjórn hans á Norður-Kóreu í hættu. Sé gerð árás á Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, á her ríkisins samkvæmt lögunum sjálfkrafa að gera kjarnorkuárás á ríkið sem réðst á Pyongyang, samkvæmt AP fréttaveitunni. Lögin segja einnig að Norður-Kórea getur beitt kjarnorkuvopnum í tilfellum ótilgreindra hamfara sem ógni leiðtogum og þegnum ríkisins. Í ræðu sinni á þingi Norður-Kóreu í morgun, sem fjallaði að miklu leyti um áðurnefndar lagabreytingar, gagnrýndi Kim nágranna sína í Suður-Kóreu fyrir ætlanir þeirra um að auka getu til að gera árásir með hefðbundnum en langdrægum vopnum. Kim lýsti þeim ætlunum sem ögrandi og sagði að þær myndu auka spennu á Kóreuskaganum. Alvarlegri hótanir Síðustu viðræður milli embættismanna frá Norður-Kóreu og Bandaríkjunum áttu sér stað árið 2019 og er ekkert útlit fyrir frekari viðræður. Frá 2019 hafa Norður-Kóreumenn orðið sífellt vígreifari í orðum sínum og hótunum í garð Bandaríkjanna og annarra nágranna sinna. Á þessum tíma hafa ítrekaðar tilraunir verið gerðar í Norður-Kóreu með langdrægar eldflaugar en þær eru í trássi við samþykktir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ekki hefur verið gerð tilraun með kjarnorkuvopn frá árinu 2017.
Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. 6. september 2022 07:23 Segir Norður-Kóreu vera lausa við Covid-19 Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, heldur því fram að landið sé nú alveg laust við Covid-19 sjúkdóminn. Hann segir að lág dánartíðni landsins „fordæmalaust kraftaverk“ en einungis 74 manns hafa látist vegna sjúkdómsins í landinu. 10. ágúst 2022 22:38 Leyfa norðurkóreskt sjónvarp í Suður-Kóreu Yfirvöld í Suður-Kóreu stefna á að afnema bann við almenningsaðgengi að norðurkóreskum sjónvarpsstöðvum, dagblöðum og öðrum fjölmiðlum. Vonast þeir eftir því að nágrannar þeirra geri slíkt hið sama. 23. júlí 2022 23:11 Skutu þremur eldflaugum og undirbúa tilraun með kjarnorkuvopn Þremur eldflaugum var skotið á loft frá Norður-Kóreu í nótt og þar á meðal einni sem talin er vera stærsta langdræga eldflaugin sem verkfræðingar einræðisríkisins hafa þróað. Kóreumenn hafa einnig verið að gera tilraunir með nýjan sprengibúnað fyrir kjarnorkuvopn og er það talið í undirbúningi fyrir sjöunda kjarnorkuvopnatilraun ríkisins. 25. maí 2022 10:11 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Sjá meira
Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. 6. september 2022 07:23
Segir Norður-Kóreu vera lausa við Covid-19 Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, heldur því fram að landið sé nú alveg laust við Covid-19 sjúkdóminn. Hann segir að lág dánartíðni landsins „fordæmalaust kraftaverk“ en einungis 74 manns hafa látist vegna sjúkdómsins í landinu. 10. ágúst 2022 22:38
Leyfa norðurkóreskt sjónvarp í Suður-Kóreu Yfirvöld í Suður-Kóreu stefna á að afnema bann við almenningsaðgengi að norðurkóreskum sjónvarpsstöðvum, dagblöðum og öðrum fjölmiðlum. Vonast þeir eftir því að nágrannar þeirra geri slíkt hið sama. 23. júlí 2022 23:11
Skutu þremur eldflaugum og undirbúa tilraun með kjarnorkuvopn Þremur eldflaugum var skotið á loft frá Norður-Kóreu í nótt og þar á meðal einni sem talin er vera stærsta langdræga eldflaugin sem verkfræðingar einræðisríkisins hafa þróað. Kóreumenn hafa einnig verið að gera tilraunir með nýjan sprengibúnað fyrir kjarnorkuvopn og er það talið í undirbúningi fyrir sjöunda kjarnorkuvopnatilraun ríkisins. 25. maí 2022 10:11