Rúnar Alex og Willum Þór með sína fyrstu deildarsigra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2022 20:30 Rúnar Alex Rúnarsson nældi í sinn fyrsta sigur í Tyrklandi í kvöld. Twitter/@totalfl Rúnar Alex Rúnarsson stóð milli stanganna er Alanyaspor lagði Ankaragücü í tyrknesku úrvalsdeildinni. Var þetta fyrsti sigur liðsins síðan Rúnar Alex komst í byrjunarliðið. Willum Þór Willumsson kom inn af bekknum hjá Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðið vann 3-2 útisigur á Volendam. Rúnar Alex var að spila sinn fjórða leik í Tyrklandi í kvöld. Fyrir leik kvöldsins hafði lið hans ekki enn unnið leik. Sigurmarkið skoraði Efkan Bekiroğlu á 87. mínútu leiksins. Sigurinn þýðir að Alanyaspor er í 9. sæti tyrkensku úrvalsdeildarinnar með átta stig að loknum sex umferðum. lk yar dan foto raflar!#AlanyaAnkara pic.twitter.com/uPFaTPSX66— Corendon Alanyaspor (@Alanyaspor) September 9, 2022 Willum Þór hóf leik kvöldsins á bekknum en var sendur á vettvang þegar 20 mínútur lifðu leiks en þá var staðan jöfn 1-1. Bas Kuipers skoraði tvívegis eftir að íslenski miðjumaðurinn mætti til leiks og mark í uppbótartíma frá heimaliðinu gat ekki komið í veg fyrir sigur Go Ahead Eagles. Ernirnir eru enn í fallsæti en þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu. Willum Þór og félagar eru sem stendur með þrjú stig í 17. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar. Kristian Hlynsson spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli Jong Ajax og Oss. Lagði Kristian upp mark Jong Ajax í fyrri hálfleik. Kristian og félagar eru í 9. sæti hollensku B-deildarinnar með átta stig eftir sex leiki. HT TOP Oss 0-1 #JongAjax Rasmussen Hlynsson#ossjaj pic.twitter.com/pOpNRV1oGr— AFC Ajax (@AFCAjax) September 9, 2022 Nökkvi Þeyr Þórisson þreytti frumraun sína í 2-0 tapi Beerschot gegn Lommel í belgísku B-deildinni í kvöld. Nökkvi Þeyr kom inn af bekknum þegar 19 mínútur voru til leiksloka. Honum tókst ekki að hjálpa Beerschot að jafna metin og skoruðu gestirnir annað mark áður en leiknum lauk. Lommel er í 2. sæti deildarinnar með níu stig á meðan Beerschot er í 3. sæti með sjö stig. Kolbeinn Þórðarson var ekki í leikmannahóp Lommel að þessu sinni. Fótbolti Hollenski boltinn Belgíski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Rúnar Alex var að spila sinn fjórða leik í Tyrklandi í kvöld. Fyrir leik kvöldsins hafði lið hans ekki enn unnið leik. Sigurmarkið skoraði Efkan Bekiroğlu á 87. mínútu leiksins. Sigurinn þýðir að Alanyaspor er í 9. sæti tyrkensku úrvalsdeildarinnar með átta stig að loknum sex umferðum. lk yar dan foto raflar!#AlanyaAnkara pic.twitter.com/uPFaTPSX66— Corendon Alanyaspor (@Alanyaspor) September 9, 2022 Willum Þór hóf leik kvöldsins á bekknum en var sendur á vettvang þegar 20 mínútur lifðu leiks en þá var staðan jöfn 1-1. Bas Kuipers skoraði tvívegis eftir að íslenski miðjumaðurinn mætti til leiks og mark í uppbótartíma frá heimaliðinu gat ekki komið í veg fyrir sigur Go Ahead Eagles. Ernirnir eru enn í fallsæti en þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu. Willum Þór og félagar eru sem stendur með þrjú stig í 17. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar. Kristian Hlynsson spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli Jong Ajax og Oss. Lagði Kristian upp mark Jong Ajax í fyrri hálfleik. Kristian og félagar eru í 9. sæti hollensku B-deildarinnar með átta stig eftir sex leiki. HT TOP Oss 0-1 #JongAjax Rasmussen Hlynsson#ossjaj pic.twitter.com/pOpNRV1oGr— AFC Ajax (@AFCAjax) September 9, 2022 Nökkvi Þeyr Þórisson þreytti frumraun sína í 2-0 tapi Beerschot gegn Lommel í belgísku B-deildinni í kvöld. Nökkvi Þeyr kom inn af bekknum þegar 19 mínútur voru til leiksloka. Honum tókst ekki að hjálpa Beerschot að jafna metin og skoruðu gestirnir annað mark áður en leiknum lauk. Lommel er í 2. sæti deildarinnar með níu stig á meðan Beerschot er í 3. sæti með sjö stig. Kolbeinn Þórðarson var ekki í leikmannahóp Lommel að þessu sinni.
Fótbolti Hollenski boltinn Belgíski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira