Ágúst Þór Jóhannson: „Ég held við höfum unnið ansi sanngjarnan sigur“ Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 10. september 2022 15:45 Hulda Margrét Valskonur eru meistarar meistaranna eftir frábæran sigur á Fram í nýju Framhúsi í Úlfársdalnum fyrr í dag. Valur var með yfirhöndina allan tímann og sigldu þær sigrinum heim. Lokatölur 19-23. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var virkilega sáttur með sitt lið í dag. „Mér líður bara ágætlega. Þetta var bara hörkuleikur og það var hrikaleg grimmd og barátta í Fram liðinu. Auðvitað vantar nokkra leikmenn hjá þeim og það á svosem það sama við um okkur. En að mörgu leyti fannst mér þetta bara skemmtilegur og góður leikur í frábærri umgjörð. Þetta er glæsilegt hús hérna hjá Frömurum. Og bara frábært í heildina“. Hafði Ágúst Þór að segja um sigurinn strax að leik loknum. Aðspurður um frammistöðu liðsins í leiknum hafði hann þetta að segja: „Við nátturlega stóðum mikinn part leiksins í vörn. Og svona sérstaklega í fyrri hálfleiknum þegar við vorum að vinna boltann og keyra í bakið á þeim. Við vorum að skjóta illa, bæði var Hafdís að verja og við vorum að skjóta mikið í stöng, framhjá og annað. Það gekk svona nokkuð brösulega að hrista þær af okkur en mér fannst við svona hafa yfirhöndina allan leikinn. Svo fórum við að skjóta aðeins betur og skora aðeins betur þannig ég held við höfum unnið ansi sanngjarnan sigur.“ Ágúst Þór segist vera spenntur fyrir komandi tímabili. „Það er alltaf gaman að vinna en við nálgumst tímabilið á svona gamaldags en góðan hátt. Við tökum bara einn leik fyrir í einu en við ætlum auðvitað að vera í baráttunni um að vinna þessa titla. Við erum og höfum verið að skipa mjög góðu liði. Það eru líka bara fleiri lið í deildinni sem eru mjög öflug. Þannig við þurfum bara að vera vel undirbúin og vinna vel á æfingum hjá okkur til þess að við séum í sem bestu standi.“ „Við erum að hefja leik næsta föstudag á móti Haukum sem eru pínu óskrifað blað og maður hefur lítið séð eða heyrt af þeim. Við munum bara undirbúa okkur vel og vera tilbúin í næsta leik.“ Þann 6. september síðastliðinn fór fram kynningarfundur Olís- og Grill 66 deildanna. Þar var Valsstúlkum spáð sigri í Olís deild kvenna á meðan Fram var spáð 2. sæti. „Það fer eftir því hvernig á þetta er litið. Ég er sultuslakur yfir því þótt okkur sé spáð titlinum. Okkur og Fram hefur verið gert það til skiptis í nokkur ár og við höfum alltaf verið í baráttunni. Þannig ég er alveg slakur en við ætlum okkur að berjast um titla“. Sagði hann að lokum. Olís-deild kvenna Valur Coca-Cola bikarinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
„Mér líður bara ágætlega. Þetta var bara hörkuleikur og það var hrikaleg grimmd og barátta í Fram liðinu. Auðvitað vantar nokkra leikmenn hjá þeim og það á svosem það sama við um okkur. En að mörgu leyti fannst mér þetta bara skemmtilegur og góður leikur í frábærri umgjörð. Þetta er glæsilegt hús hérna hjá Frömurum. Og bara frábært í heildina“. Hafði Ágúst Þór að segja um sigurinn strax að leik loknum. Aðspurður um frammistöðu liðsins í leiknum hafði hann þetta að segja: „Við nátturlega stóðum mikinn part leiksins í vörn. Og svona sérstaklega í fyrri hálfleiknum þegar við vorum að vinna boltann og keyra í bakið á þeim. Við vorum að skjóta illa, bæði var Hafdís að verja og við vorum að skjóta mikið í stöng, framhjá og annað. Það gekk svona nokkuð brösulega að hrista þær af okkur en mér fannst við svona hafa yfirhöndina allan leikinn. Svo fórum við að skjóta aðeins betur og skora aðeins betur þannig ég held við höfum unnið ansi sanngjarnan sigur.“ Ágúst Þór segist vera spenntur fyrir komandi tímabili. „Það er alltaf gaman að vinna en við nálgumst tímabilið á svona gamaldags en góðan hátt. Við tökum bara einn leik fyrir í einu en við ætlum auðvitað að vera í baráttunni um að vinna þessa titla. Við erum og höfum verið að skipa mjög góðu liði. Það eru líka bara fleiri lið í deildinni sem eru mjög öflug. Þannig við þurfum bara að vera vel undirbúin og vinna vel á æfingum hjá okkur til þess að við séum í sem bestu standi.“ „Við erum að hefja leik næsta föstudag á móti Haukum sem eru pínu óskrifað blað og maður hefur lítið séð eða heyrt af þeim. Við munum bara undirbúa okkur vel og vera tilbúin í næsta leik.“ Þann 6. september síðastliðinn fór fram kynningarfundur Olís- og Grill 66 deildanna. Þar var Valsstúlkum spáð sigri í Olís deild kvenna á meðan Fram var spáð 2. sæti. „Það fer eftir því hvernig á þetta er litið. Ég er sultuslakur yfir því þótt okkur sé spáð titlinum. Okkur og Fram hefur verið gert það til skiptis í nokkur ár og við höfum alltaf verið í baráttunni. Þannig ég er alveg slakur en við ætlum okkur að berjast um titla“. Sagði hann að lokum.
Olís-deild kvenna Valur Coca-Cola bikarinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira