Þrjár nýjar Star Wars stiklur frumsýndar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2022 08:32 Fullt af nýju efni er á leiðinni á Disney+. Skjáskot Disney frumsýndi í gær þrjár stiklur fyrir Star Wars sjónvarpsþætti sem eru væntanlegir á streymisveituna Disney+ á næstunni. Disney heldur um helgina D23, kynningarviðburð fyrir allt sitt efni. Í gær voru bæði verkefni Lucasfilm, sem framleiðir Star Wars, og Marvel kynnt fyrir almenningi. Andor Andor er væntanlegt eftir bara tíu daga. Í þessari síðustu stiklu sem var frumsýnd í gær má sjá Cassian Andor koma sér í vægast sagt vafasamar aðstæður á meðan hann reyndir að leggja uppreisnarmönnnum lið. Þættirnir fjalla um ævintýri Andors í aðdraganda þeirra atburða sem sýndir voru í Rogue One. Þriðja sería The Mandalorian Þriðja sería hinna geysivinsælu þátta The Mandalorian er á leiðinni. Sjá má í stiklunni að Mando og Grogu ná aftur saman... loksins. Tales of the Jedi Já, þessir teiknimyndaþættir sem fjalla eins og nafnið gefur til kynna um ævintýri Jedi-reglunnar verða frumsýndir 26. október. Þann dag koma þrír fyrstu þættirnir inn en serían verður í heildina sex þættir. Í þáttunum fylgjumst við með Jedum Jedi úr forsöguþríleiknum, hluta I-III, en Count Dooku og Ahsoka Tano verða áberandi. Squid Game stjarna í aðalhlutverki Annað sem tilkynnt var að sé á leiðinni er önnur sería af The Bad Batch, sem fjallar um hóp klóna í kjölfar atburða Clone Wars. Þá sýndi Lucasfilm fyrstu myndina úr þáttunum Ashoka, sem fjalla um hina geysivinsælu Sabine. Þættirnir verða leiknir og Natasha Liu mun fara með aðalhlutverkið. ¡Primera imagen de Star Wars: Ahsoka! pic.twitter.com/tY2RySNVAh— Agente de Marvel #D23Expo #SecretInvasion (@AgentedeMarvel_) September 10, 2022 Þá hefur Lee Jung-jae, sem gerði garðinn frægan í Squid Game, verið ráðinn í verkefni hjá Lucasfilm en hanmun fara með aðalhlutverkið í þáttunum The Acolyte, sem eru væntanlegir á næsta ári. Fram kemur í lýsingu þáttanna á imdb að í þáttunum sjáum við leyndardóma og hina sístækkandi myrku hlið sem fram kemur á lokadögum High Republic. Bíó og sjónvarp Disney Star Wars Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Disney heldur um helgina D23, kynningarviðburð fyrir allt sitt efni. Í gær voru bæði verkefni Lucasfilm, sem framleiðir Star Wars, og Marvel kynnt fyrir almenningi. Andor Andor er væntanlegt eftir bara tíu daga. Í þessari síðustu stiklu sem var frumsýnd í gær má sjá Cassian Andor koma sér í vægast sagt vafasamar aðstæður á meðan hann reyndir að leggja uppreisnarmönnnum lið. Þættirnir fjalla um ævintýri Andors í aðdraganda þeirra atburða sem sýndir voru í Rogue One. Þriðja sería The Mandalorian Þriðja sería hinna geysivinsælu þátta The Mandalorian er á leiðinni. Sjá má í stiklunni að Mando og Grogu ná aftur saman... loksins. Tales of the Jedi Já, þessir teiknimyndaþættir sem fjalla eins og nafnið gefur til kynna um ævintýri Jedi-reglunnar verða frumsýndir 26. október. Þann dag koma þrír fyrstu þættirnir inn en serían verður í heildina sex þættir. Í þáttunum fylgjumst við með Jedum Jedi úr forsöguþríleiknum, hluta I-III, en Count Dooku og Ahsoka Tano verða áberandi. Squid Game stjarna í aðalhlutverki Annað sem tilkynnt var að sé á leiðinni er önnur sería af The Bad Batch, sem fjallar um hóp klóna í kjölfar atburða Clone Wars. Þá sýndi Lucasfilm fyrstu myndina úr þáttunum Ashoka, sem fjalla um hina geysivinsælu Sabine. Þættirnir verða leiknir og Natasha Liu mun fara með aðalhlutverkið. ¡Primera imagen de Star Wars: Ahsoka! pic.twitter.com/tY2RySNVAh— Agente de Marvel #D23Expo #SecretInvasion (@AgentedeMarvel_) September 10, 2022 Þá hefur Lee Jung-jae, sem gerði garðinn frægan í Squid Game, verið ráðinn í verkefni hjá Lucasfilm en hanmun fara með aðalhlutverkið í þáttunum The Acolyte, sem eru væntanlegir á næsta ári. Fram kemur í lýsingu þáttanna á imdb að í þáttunum sjáum við leyndardóma og hina sístækkandi myrku hlið sem fram kemur á lokadögum High Republic.
Bíó og sjónvarp Disney Star Wars Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira