„Búin að vera að njósna á Instagram“ Atli Arason skrifar 11. september 2022 11:00 Helena Ólafsdóttir, Mist Edvardsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir ræða málin í Bestu mörkunum. Stöð 2 Sport Markmið Vals í Meistaradeildinni er að komast áfram í riðlakeppnina. Valur leikur fyrri leikinn gegn Slavia Praha í umspili Meistaradeildar Evrópu miðvikudaginn 21. September en Arna Sif Ásgrímsdóttir og Mist Edvardsdóttir, leikmenn Vals, ræddu möguleikana og undirbúning fyrir leikinn mikilvæga í Bestu mörkunum með Helenu Ólafsdóttur. „Þetta verður alltaf hörku leikur og erfitt. Maður þekkir ekki mikið til en maður er aðeins búin að vera að njósna á Instagram og svona,“ sagði Arna Sif áður en hún bætti við. „Það virðist vera mikið af landsliðskonum í þessu liði þannig ég reikna með að þetta verði alveg hörku leikur en klárlega möguleiki.“ Mist tók undir með Örnu en tekur fram að þær eru ekki búnar að greina lið Slavia Praha í þaula. „Eins og ég sé þetta núna, án þess að þekkja mikið til liðsins þar sem við erum ekkert byrjaðar að leikgreina þær eða fá einhverjar upplýsingar um þær enn þá. Þá held ég að þetta sé samt alveg 50/50 séns,“ sagði Mist. „ Alveg klárlega,“ svaraði Arna aðspurð að því hvort markmiðið væri ekki að leika eftir afrek Breiðabliks frá því í fyrra og fara áfram í riðlakeppnina. Til þess þarf liðið að vinna þetta tveggja leika einvígi gegn Slavia Praha. Riðlakeppnin sjálf er svo leikinn í október til desember, þegar Besta-deildin er búin. „Þegar maður var fylgjast með Blikunum í fyrra þá sá maður vott af því að þær voru ekki í miðju tímabili. Þá er auðvelt að sitja upp í sófa og láta vita að maður tekur eftir þessu. Að æfa og spila er tvennt ólíkt,“ sagði Arna „Það er líka örugglega skrítið að æfa fyrir tvo leiki í mánuði,“ skaut Mist inn í. Blika stelpur æfðu og spiluðu mikið með strákum til að ná einhverjum 11 gegn 11 leikjum í sínum undirbúning fyrir leiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á síðasta ári. Valskonur eru einnig vanar að spila við stráka og munu gera það áfram ef þess þarf. „Já við höfum alveg verið að gera það. Við tókum einhverja leiki í vor og vetur, Pétur [Pétursson, þjálfari Vals] gerir það af og til,“ sagði Mist „Við fáum af og til hóp af strákum inn á æfingar í svona blandaðan hóp. Það er bara skemmtilegt en oft eru þetta einhverjir litlir og snöggir sem maður þarf að sparka niður til að reyna að halda í við þá. Það er bara gaman,“ bætti Arna við með bros á vör. Umræðunnar í heild um leikinn og undirbúninginn má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Búin að vera að njósna á Instagram Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tengdar fréttir Valskonur í umspil eftir öruggan sigur Valskonur eru komnar í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur gegn írska liðinu Shelbourne í Slóveníu í dag. 21. ágúst 2022 17:21 Valur fer til Tékklands | Skandinavískur Íslendingaslagur Dregið var í umspil Meistaradeildar kvenna í fótbolta í Nyon í Sviss í dag. Sæti í riðlakeppninni er undir er Valur mætir Slaviu Prag frá Tékklandi og þá er Íslendingaslagur á dagskrá. 1. september 2022 11:18 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Getur varla gengið lengur Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Sjá meira
„Þetta verður alltaf hörku leikur og erfitt. Maður þekkir ekki mikið til en maður er aðeins búin að vera að njósna á Instagram og svona,“ sagði Arna Sif áður en hún bætti við. „Það virðist vera mikið af landsliðskonum í þessu liði þannig ég reikna með að þetta verði alveg hörku leikur en klárlega möguleiki.“ Mist tók undir með Örnu en tekur fram að þær eru ekki búnar að greina lið Slavia Praha í þaula. „Eins og ég sé þetta núna, án þess að þekkja mikið til liðsins þar sem við erum ekkert byrjaðar að leikgreina þær eða fá einhverjar upplýsingar um þær enn þá. Þá held ég að þetta sé samt alveg 50/50 séns,“ sagði Mist. „ Alveg klárlega,“ svaraði Arna aðspurð að því hvort markmiðið væri ekki að leika eftir afrek Breiðabliks frá því í fyrra og fara áfram í riðlakeppnina. Til þess þarf liðið að vinna þetta tveggja leika einvígi gegn Slavia Praha. Riðlakeppnin sjálf er svo leikinn í október til desember, þegar Besta-deildin er búin. „Þegar maður var fylgjast með Blikunum í fyrra þá sá maður vott af því að þær voru ekki í miðju tímabili. Þá er auðvelt að sitja upp í sófa og láta vita að maður tekur eftir þessu. Að æfa og spila er tvennt ólíkt,“ sagði Arna „Það er líka örugglega skrítið að æfa fyrir tvo leiki í mánuði,“ skaut Mist inn í. Blika stelpur æfðu og spiluðu mikið með strákum til að ná einhverjum 11 gegn 11 leikjum í sínum undirbúning fyrir leiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á síðasta ári. Valskonur eru einnig vanar að spila við stráka og munu gera það áfram ef þess þarf. „Já við höfum alveg verið að gera það. Við tókum einhverja leiki í vor og vetur, Pétur [Pétursson, þjálfari Vals] gerir það af og til,“ sagði Mist „Við fáum af og til hóp af strákum inn á æfingar í svona blandaðan hóp. Það er bara skemmtilegt en oft eru þetta einhverjir litlir og snöggir sem maður þarf að sparka niður til að reyna að halda í við þá. Það er bara gaman,“ bætti Arna við með bros á vör. Umræðunnar í heild um leikinn og undirbúninginn má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Búin að vera að njósna á Instagram
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tengdar fréttir Valskonur í umspil eftir öruggan sigur Valskonur eru komnar í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur gegn írska liðinu Shelbourne í Slóveníu í dag. 21. ágúst 2022 17:21 Valur fer til Tékklands | Skandinavískur Íslendingaslagur Dregið var í umspil Meistaradeildar kvenna í fótbolta í Nyon í Sviss í dag. Sæti í riðlakeppninni er undir er Valur mætir Slaviu Prag frá Tékklandi og þá er Íslendingaslagur á dagskrá. 1. september 2022 11:18 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Getur varla gengið lengur Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Sjá meira
Valskonur í umspil eftir öruggan sigur Valskonur eru komnar í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur gegn írska liðinu Shelbourne í Slóveníu í dag. 21. ágúst 2022 17:21
Valur fer til Tékklands | Skandinavískur Íslendingaslagur Dregið var í umspil Meistaradeildar kvenna í fótbolta í Nyon í Sviss í dag. Sæti í riðlakeppninni er undir er Valur mætir Slaviu Prag frá Tékklandi og þá er Íslendingaslagur á dagskrá. 1. september 2022 11:18
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti