„Virkilega kærkomið” Árni Gísli Magnússon skrifar 11. september 2022 17:16 Arnar Grétarsson, þjálfari KA. Vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var loksins mættur á hliðarlínuna eftir fimm leikja bann og gat heldur betur brosað í leikslok eftir að lið hans sigraði topplið Breiðabliks, 2-1, á Greifavellinum á Akureyri í dag. Sveinn Margeir kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik en Viktor Karl jafnaði fyrir Blika í þeim seinni. Hallgrímur Mar skoraði svo sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Maður er náttúrulega bara hrikalega stoltur af strákunum. Mér fannst Blikarnir vera sterkari í fyrri hálfleik svona heilt yfir, meira með boltann, en í sjálfu sér að skapa mjög lítið. Við vorum alltaf hættulegri aðilinn á sóknarþriðjung,” sagði Arnar Grétarson í viðtali við Vísi eftir leik, áður en hann bætti við. „Svo fannst mér bara í seinni hálfleik við helvíti flottir og sköpum okkur mikið af færum en gerðum þetta svolítið erfitt fyrir okkur að nýta ekki þau færi sem við vorum að fá og það er oft erfitt og hefur verið að kosta okkur hingað til gegn þessum erfiðari liðum en í dag féll þetta okkar megin og ég held þetta hafi alveg verið sanngjarnan sigur og þetta er eitthvað alveg virkilega kærkomið.” Nökkvi Þeyr Þórisson, sem hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar í sumar, samdi á dögunum við Beerschot í Belgíu og var því í alvöru skarð að fylla fyrir KA. „Strákarnir eiga þetta fyllilega skilið og það er bara virkilega gaman að því og líka ljósi þess að við vorum að missa manninn sem er búinn að vera hvað flottastur hjá okkur í annars mjög flottu liði. Menn stíga heldur betur upp og eiga frábæran leik. Við erum að spila á móti því liði sem er búið að vera alveg geggjað í sumar og eru verðskuldað í þeirri stöðu sem þeir eru og bara frábært að klára leikinn svona og gera okkur enn þá líklega í þetta annað sæti og það er bara flott.” Jakob Snær Árnason byrjaði leikinn í fjarveru Nökkva og var Arnar virkilega ánægður með hans frammistöðu í dag. „Við vitum alveg Jakob getur. Jakob er auðvitað gríðarlega öflugur líkamlega og fljótur, er fylginn sér og það er eitthvað sem þú færð alltaf frá honum, hann er 150 prósent liðsmaður og leggur sig alltaf gríðarlega fram í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur þannig að mér fannst hann bara mjög flottur í dag og var að gera flotta hluti og bara liðsframmistaðan í dag var rosalega flott. Þeir lágu svolítið á okkur í fyrri hálfleik en mér fannst við verjast vel og við vorum hættulegir þegar við vorum að sækja á þá og bara heilt yfir gríðarlega stoltur af liðinu í dag.” Breiðablik pressaði KA gríðarlega hátt, sérstaklega í upphafi leiks, en heimamenn spiluðu sig oft vel úr þeim aðstæðum sem ekki mörg lið geta gert gegn Blikum, „Ég held að við höfum alveg sýnt að þó að við höfum verið svolítið undir radarnum hjá fólki að við vitum alveg hvað liðið getur. Við vorum í keppninni um titilinn svona langleiðina í fyrra þangað til við fengum tvo leiki við Blika í röð undir lok tímabilsins í fyrra og það voru hörkuleikir sem féllu Blikamegin en mjög jafnir í tölfræði og annað en við töpuðum þeim leikjum og þeir leikir sem við höfum spilað gegn Víkingi hér heima, og Breiðablik þó við höfum tapað stórt úti, þá var það hörku leikur en hlutirnir hafa ekki alltaf fallið með okkur en við í raun og veru fylgjum eftir góðu tímabili í fyrra þar sem við vorum eitt af þessum þremur liðum alveg undir lokin að keppa um toppsætið.Núna erum við að narta í hælana á þessum toppliðum tveimur og erum búnir að vera í öðru sæti í einhvern tíma og nálægt Víkingunum en Blikarnir hafa svona haft aðeins forskot en auðvitað er þetta þannig að þessi litlu atriði skipta máli í fótbolta og það þarf að falla svolítið með þér og það gerði það hjá okkur í dag,” sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA. Besta deild karla KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA 2-1 Breiðablik | Blikar sigraðir á Akureyri Eftir þrjá sigurleiki í röð tapaði Breiðablik fyrir KA fyrir norðan, 2-1. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði sigurmark leiksins úr vítaspyrnu á 87. mínútu. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg. 11. september 2022 16:01 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Sjá meira
Sveinn Margeir kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik en Viktor Karl jafnaði fyrir Blika í þeim seinni. Hallgrímur Mar skoraði svo sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Maður er náttúrulega bara hrikalega stoltur af strákunum. Mér fannst Blikarnir vera sterkari í fyrri hálfleik svona heilt yfir, meira með boltann, en í sjálfu sér að skapa mjög lítið. Við vorum alltaf hættulegri aðilinn á sóknarþriðjung,” sagði Arnar Grétarson í viðtali við Vísi eftir leik, áður en hann bætti við. „Svo fannst mér bara í seinni hálfleik við helvíti flottir og sköpum okkur mikið af færum en gerðum þetta svolítið erfitt fyrir okkur að nýta ekki þau færi sem við vorum að fá og það er oft erfitt og hefur verið að kosta okkur hingað til gegn þessum erfiðari liðum en í dag féll þetta okkar megin og ég held þetta hafi alveg verið sanngjarnan sigur og þetta er eitthvað alveg virkilega kærkomið.” Nökkvi Þeyr Þórisson, sem hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar í sumar, samdi á dögunum við Beerschot í Belgíu og var því í alvöru skarð að fylla fyrir KA. „Strákarnir eiga þetta fyllilega skilið og það er bara virkilega gaman að því og líka ljósi þess að við vorum að missa manninn sem er búinn að vera hvað flottastur hjá okkur í annars mjög flottu liði. Menn stíga heldur betur upp og eiga frábæran leik. Við erum að spila á móti því liði sem er búið að vera alveg geggjað í sumar og eru verðskuldað í þeirri stöðu sem þeir eru og bara frábært að klára leikinn svona og gera okkur enn þá líklega í þetta annað sæti og það er bara flott.” Jakob Snær Árnason byrjaði leikinn í fjarveru Nökkva og var Arnar virkilega ánægður með hans frammistöðu í dag. „Við vitum alveg Jakob getur. Jakob er auðvitað gríðarlega öflugur líkamlega og fljótur, er fylginn sér og það er eitthvað sem þú færð alltaf frá honum, hann er 150 prósent liðsmaður og leggur sig alltaf gríðarlega fram í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur þannig að mér fannst hann bara mjög flottur í dag og var að gera flotta hluti og bara liðsframmistaðan í dag var rosalega flott. Þeir lágu svolítið á okkur í fyrri hálfleik en mér fannst við verjast vel og við vorum hættulegir þegar við vorum að sækja á þá og bara heilt yfir gríðarlega stoltur af liðinu í dag.” Breiðablik pressaði KA gríðarlega hátt, sérstaklega í upphafi leiks, en heimamenn spiluðu sig oft vel úr þeim aðstæðum sem ekki mörg lið geta gert gegn Blikum, „Ég held að við höfum alveg sýnt að þó að við höfum verið svolítið undir radarnum hjá fólki að við vitum alveg hvað liðið getur. Við vorum í keppninni um titilinn svona langleiðina í fyrra þangað til við fengum tvo leiki við Blika í röð undir lok tímabilsins í fyrra og það voru hörkuleikir sem féllu Blikamegin en mjög jafnir í tölfræði og annað en við töpuðum þeim leikjum og þeir leikir sem við höfum spilað gegn Víkingi hér heima, og Breiðablik þó við höfum tapað stórt úti, þá var það hörku leikur en hlutirnir hafa ekki alltaf fallið með okkur en við í raun og veru fylgjum eftir góðu tímabili í fyrra þar sem við vorum eitt af þessum þremur liðum alveg undir lokin að keppa um toppsætið.Núna erum við að narta í hælana á þessum toppliðum tveimur og erum búnir að vera í öðru sæti í einhvern tíma og nálægt Víkingunum en Blikarnir hafa svona haft aðeins forskot en auðvitað er þetta þannig að þessi litlu atriði skipta máli í fótbolta og það þarf að falla svolítið með þér og það gerði það hjá okkur í dag,” sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA.
Besta deild karla KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA 2-1 Breiðablik | Blikar sigraðir á Akureyri Eftir þrjá sigurleiki í röð tapaði Breiðablik fyrir KA fyrir norðan, 2-1. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði sigurmark leiksins úr vítaspyrnu á 87. mínútu. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg. 11. september 2022 16:01 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Sjá meira
Leik lokið: KA 2-1 Breiðablik | Blikar sigraðir á Akureyri Eftir þrjá sigurleiki í röð tapaði Breiðablik fyrir KA fyrir norðan, 2-1. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði sigurmark leiksins úr vítaspyrnu á 87. mínútu. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg. 11. september 2022 16:01