Yngstur í sögunni til að verða bestur í heimi: „Erfitt að tala núna“ Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2022 08:01 Carlos Alcaraz fagnar stigi í sigrinum gegn Casper Ruud. AP/Charles Krupa Spánverjinn Carlos Alcaraz átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann vann risamót í tennis í fyrsta sinn á ferlinum, og komst þar með á topp heimslistans, með því að vinna US Open í gær. Alcaraz er aðeins 19 ára og fjögurra mánaða gamall og er þar með sá yngsti í sögunni til að komast á topp heimslistans í tennis. Alcaraz vann Norðmanninn Casper Ruud í úrslitaeinvíginu eftir hörkuleik; 6-4, 2-6, 7-6, 6-3 en báðir áttu möguleika á að vinna risamót í fyrsta sinn og að komast á topp heimslistans. The dream becomes reality.@carlosalcaraz is a Grand Slam champion. pic.twitter.com/sPFaAiVFNR— US Open Tennis (@usopen) September 11, 2022 Alcaraz, sem var í 141. sæti heimslistans í byrjun síðasta árs, er sá yngsti til að vinna risamót frá því að Rafael Nadal vann Opna franska mótið árið 2005. „Þetta er eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því að ég var smástrákur, að verða efstur á heimslista og vinna risamót. Það er erfitt að tala núna, með allar þessar tilfinningar flæðandi,“ sagði Alcaraz eftir sigurinn. Hann er fyrsti táningurinn sem kemst á topp heimslistans í tennis en Ástralinn Lleyton Hewitt, sem vann US Open árið 2001, var áður sá yngsti til að komast á toppinn frá því að heimslistinn var fyrst birtur árið 1973. Swiatek styrkti stöðu sína á toppnum Sú efsta á heimslista kvenna, hin pólska Iga Swiatek, vann Ons Jabeur frá Túnis í úrslitaleik einliðaleiks kvenna á US Open um helgina, 6-2 og 7-6. Swiatek vann einnig Opna franska mótið á þessu ári og er fyrsta konan frá árinu 2016 til að vinna tvö risamót á sama ári, og alls hefur þessi 21 árs gamla tennisstjarna núna unnið þrjú risamót á ferlinum. Tennis Spánn Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira
Alcaraz er aðeins 19 ára og fjögurra mánaða gamall og er þar með sá yngsti í sögunni til að komast á topp heimslistans í tennis. Alcaraz vann Norðmanninn Casper Ruud í úrslitaeinvíginu eftir hörkuleik; 6-4, 2-6, 7-6, 6-3 en báðir áttu möguleika á að vinna risamót í fyrsta sinn og að komast á topp heimslistans. The dream becomes reality.@carlosalcaraz is a Grand Slam champion. pic.twitter.com/sPFaAiVFNR— US Open Tennis (@usopen) September 11, 2022 Alcaraz, sem var í 141. sæti heimslistans í byrjun síðasta árs, er sá yngsti til að vinna risamót frá því að Rafael Nadal vann Opna franska mótið árið 2005. „Þetta er eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því að ég var smástrákur, að verða efstur á heimslista og vinna risamót. Það er erfitt að tala núna, með allar þessar tilfinningar flæðandi,“ sagði Alcaraz eftir sigurinn. Hann er fyrsti táningurinn sem kemst á topp heimslistans í tennis en Ástralinn Lleyton Hewitt, sem vann US Open árið 2001, var áður sá yngsti til að komast á toppinn frá því að heimslistinn var fyrst birtur árið 1973. Swiatek styrkti stöðu sína á toppnum Sú efsta á heimslista kvenna, hin pólska Iga Swiatek, vann Ons Jabeur frá Túnis í úrslitaleik einliðaleiks kvenna á US Open um helgina, 6-2 og 7-6. Swiatek vann einnig Opna franska mótið á þessu ári og er fyrsta konan frá árinu 2016 til að vinna tvö risamót á sama ári, og alls hefur þessi 21 árs gamla tennisstjarna núna unnið þrjú risamót á ferlinum.
Tennis Spánn Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira