Hörð gagnsókn Úkraínumanna virðist koma Rússum í opna skjöldu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. september 2022 07:29 Rússar hafa svarað gagnsókn Úkraínumanna í Kharkív með því að eyðileggja innviði. epa/Sergey Kozlov Margir Rússar virðast nú klóra sér í höfðinu yfir verulegum árangri gagnsóknar Úkraínumanna í Kharkív en samkvæmt nýjustu stöðuuppfærslum hugveitunnar Institute for the Study of War hefur Úkraínuher náð nær öllu héraðinu aftur á sitt vald. Kirill Stremousov, einn leppstjórnenda Rússa í Kherson, er meðal þeirra sem virðist ekki skilja hvað gengur á fyrir norðan en hann sagði í færslu á Telegram í morgun að margir skildu ekki hvað væri í gangi í Kharkív. Tíminn myndi hins vegar leiða það í ljós. Hann sagði Kherson borg hins vegar vera og munu verða rússneska og þar væri enginn á því að gefast upp. Rússar hafa svarað gagnsókn Úkraínumanna með því að gera árásir á innviði og hefur tekist að slá út rafmagns- og vatnsflutninga og stöðva lestarsamgöngur. The latest map update from @criticalthreats and @TheStudyofWar shows that Ukraine's counteroffensive has driven Russian forces almost entirely out of Kharkiv Oblast. pic.twitter.com/gGXLVPMlTH— Brady Africk (@bradyafr) September 12, 2022 Árangur Úkraínumanna við að hrekja Rússa aftur í Kharkív munu væntanlega hafa töluverð áhrif á áætlanir Rússa í Úkraínu, að mati breska varnarmálaráðuneytisins. Bretarnir segja flestar hersveitir Rússa í landinu munu þurfa að setja sig í varnarstellingar og að þróun mála muni grafa enn frekar undir trausti rússneskra hermanna á yfirboðurum sínum. Bretar segja rússnesk yfirvöld líklega hafa fyrirskipað öllum sveitum sínum vestur af Oskil-ánni að hörfa. Sunnar, nærri Kherson, segja Bretar Rússa líklega eiga erfitt með að koma liðsafla yfir ána Dnipro, þar sem víglínan liggur við vesturbakka árinnar. Árásir Úkraínumanna á mögulegar leiðir yfir séu nú svo tíðar að Rússar nái ekki að anna viðhaldi. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Kirill Stremousov, einn leppstjórnenda Rússa í Kherson, er meðal þeirra sem virðist ekki skilja hvað gengur á fyrir norðan en hann sagði í færslu á Telegram í morgun að margir skildu ekki hvað væri í gangi í Kharkív. Tíminn myndi hins vegar leiða það í ljós. Hann sagði Kherson borg hins vegar vera og munu verða rússneska og þar væri enginn á því að gefast upp. Rússar hafa svarað gagnsókn Úkraínumanna með því að gera árásir á innviði og hefur tekist að slá út rafmagns- og vatnsflutninga og stöðva lestarsamgöngur. The latest map update from @criticalthreats and @TheStudyofWar shows that Ukraine's counteroffensive has driven Russian forces almost entirely out of Kharkiv Oblast. pic.twitter.com/gGXLVPMlTH— Brady Africk (@bradyafr) September 12, 2022 Árangur Úkraínumanna við að hrekja Rússa aftur í Kharkív munu væntanlega hafa töluverð áhrif á áætlanir Rússa í Úkraínu, að mati breska varnarmálaráðuneytisins. Bretarnir segja flestar hersveitir Rússa í landinu munu þurfa að setja sig í varnarstellingar og að þróun mála muni grafa enn frekar undir trausti rússneskra hermanna á yfirboðurum sínum. Bretar segja rússnesk yfirvöld líklega hafa fyrirskipað öllum sveitum sínum vestur af Oskil-ánni að hörfa. Sunnar, nærri Kherson, segja Bretar Rússa líklega eiga erfitt með að koma liðsafla yfir ána Dnipro, þar sem víglínan liggur við vesturbakka árinnar. Árásir Úkraínumanna á mögulegar leiðir yfir séu nú svo tíðar að Rússar nái ekki að anna viðhaldi.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira