Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Hafa náð frumkvæðinu af Rússum Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2022 11:34 Brak úr rússneskum skrið- og bryndreka í Kharkív. Gett/Metin Aktas Rússneskir hermenn lögðu frá sér byssur sína og yfirgáfu skrið- og bryndreka sína í massavís er þeir flúðu frá Kharkív-héraði í Úkraínu um helgina. Heimamenn segja þá hafa reynt að dulbúa sig sem borgara og jafnvel flúið á stolnum reiðhjólum. Mikil óreiða skapaðist meðal hermanna vegna undraverðrar gagnsóknar Úkraínumanna í héraðinu sem hófst í síðustu viku. „Þeir köstuðu bara rifflunum sínum í jörðina,“ sagði Olena Matvienko íbúi ótilgreinds þorps í Kharkív, í samtali við Washington Post. Hún og aðrir íbúar í héraðinu höfðu upplifað hernám í meira en hálft ár. Þegar blaðamenn ræddu við Matvienko voru Úkraínumenn að mæta í þorpið og byrja að safna saman líkum almennra borgara sem höfðu verið skotnir til bana af rússneskum hermönnum. Lík þessa fólks hefur í einhverjum tilfellum legið á götum þorpsins í marga mánuði. Í norðanverðu Kharkív hafa úkraínskir hermenn náð allt að landamærum Rússlands. Hér að neðan má sjá hvernig staðan hefur breyst á skömmum tíma í Kharkív. Grófa mynd af stöðunni má sjá á korti hugveitunnar Institue for the study of war hér. This graphic from the @TheStudyofWar shows the sheer scale and speed of Ukraine s Kharkiv region advance pic.twitter.com/G4quz5CqI1— Matthew Luxmoore (@mjluxmoore) September 12, 2022 Sóknir Úkraínumanna í Kharkív í norðri og Kherson-héraði í suðri gefur til kynna að þeir hafi náð frumkvæðinu af Rússum og gætu stjórnað framvindu átakanna í upphafi vetrar. Úkraínumenn geta þannig einbeitt sér að því að ráðast á Rússa þar sem þeir eru veikir fyrir og halda Rússum á hælunum. Sjá einnig: Hörð gagnsókn Úkraínumanna virðist koma Rússum í opna skjöldu Það að hafa frumkvæðið í átökum felur í stuttu máli sagt í sér að stjórna framvindu mála. Andstæðingurinn þarf þá að bregðast við aðgerðum þínum og sækir síður fram. Að hafa frumkvæðið er gífurlega mikilvægt í átökum. Gagnslausir án hergagna Þúsundir rússneskra hermanna hörfuðu austur yfir Oskil-á. Eins og áður segir, skildu þeir þó mikið af vopnum og hergögnum eftir og er alfarið óljóst hve hernaðargeta þessara sveita er. Það gæti tekið Rússa langan tíma að byggja þessar sveitir upp aftur og koma þeim í ásættanlegt ástand. Úkraínskur hermaður virðir fyrir sér rústir rússnesks skriðdreka nærri Balakleya í Kharkív.AP Skriðdrekar og önnur hergögn sem Rússar skildu eftir eru þar að auki vopn sem Úkraínumenn munu geta beitt gegn Rússum á komandi vikum og mánuðum. Sérfræðingar sem nota myndefni af samfélagsmiðlum til að skrásetja hergögn, sem skipta annaðhvort um hendur eða er grandað, segja Úkraínumenn hafa öðlast fjölmarga skrið- og bryndreka á undanförnum dögum. Lista þessara sérfræðinga yfir töpuð hergögn má finna hér. #Ukraine: Perhaps you through that Ukrainian Army captures from #Izium City were over. Wrong!First: Seven MT-LB armoured vehicles, two T-72B-series tanks, a destroyed BTR-82A. (Note two tanks seen at end are already known)Again, pics are thanks to @OSINTua-even more materiel. pic.twitter.com/s9A9SySLOd— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) September 12, 2022 Taka væntanlega pásu Farartæki þurfa eldsneyti, byssur þurfa skot og hermenn þurfa mat og klæðnað. Því munu Úkraínumenn að öllum líkindum þurfa að taka pásu og sömuleiðis færa stórskotalið sitt og loftvarnir fram, auk þess sem þeir þurfa að bæta birgðanet sitt á svæðinu. Í kjölfar þess gætu þeir reynt að sækja aftur fram gegn Rússum. Í frétt Reuters segir að frá Kænugarði berist þær fregnir að Rússar gætu mögulega hafa hörfað lengra en yfir Oskil. Þeir hafi til að mynda yfirgefið Svatove, sem er í Luhansk-héraði, um tuttugu kílómeta austur af ánni. það hefur þó ekki verið staðfest enn. Þá hafa fregnir borist af bardögum nærri Lysychansk í Luhansk, sem Úkraínumenn hörfuðu frá í byrjun júlí. Sjá einnig: Lýsa aðstæðum sem „helvíti á jörðu“ Úkraínumenn herja einnig á Rússa í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu. Sú sókn hefur staðið yfir í nokkrar vikur og hafa Úkraínumenn náð hægum og kostnaðarsömum árangri. Úkraínumenn fóru ekki leynt með ætlanir sínar í Kherson og hafa fregnir borist af því að Rússar hafi flutt margar af sínum bestu hersveitum til héraðsins í aðdraganda gagnsóknarinnar. Úkraínumenn virðast vera að nota þá mannaflutninga til að herja á Rússa annarsstaðar í Úkraínu. Úkraínumenn hafa beint HIMARS-eldflaugakerfum og öðrum aðferðum til að grafa undan birgðaneti Rússa í Kherson og koma í veg fyrir birgða- og mannaflutninga yfir Dnipro-á. Markmið Úkraínumanna virðist vera að króa hersveitir Rússa af á vesturbakka árinnar. Yfirvöld í Bretlandi sögðu í morgun að Rússar ættu líklegast í erfiðleikum með að koma birgðum og liðsauka til hersveita sinna á vesturbakka Dnipro. Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 12 September 2022 Find out more about the UK government's response: https://t.co/IISQBW8TQK #StandWithUkraine pic.twitter.com/QFOzJpanUr— Ministry of Defence (@DefenceHQ) September 12, 2022 Hafa áhyggjur af nýrri gagnsókn í suðri Rússneskir bloggarar, sem fjalla um málefni rússneska hersins, hafa verulegar áhyggjur af því að Úkraínumenn séu þegar að undirbúa nýja gagnárás á svæðinu við Vuhledar, bæ sem liggur milli Donetsk-borgar og Maríupól. Þar séu varnir Rússa tiltölulega veikar og að Úkraínumenn gætu reynt að sækja fram að Azov-hafi og skorið þannig á mikilvægar birgðalínur Rússa í suðri. Þetta samfélag rússneskra her-bloggara er tiltölulega stórt og mjög virkt í Rússlandi. Þeir hafa heimildarmenn í hernum og fylgja hermönnum í einhverjum tilfellum. Heilt yfir hefur þetta samfélag verið gagnrýnt á yfirvöld í Moskvu og þá sérstaklega það að ekki hafi verið farið í almenna herkvaðningu í Rússlandi vegna stríðsins í Úkraínu. Ólga í Moskvu Úkraínumenn segja að Roman Berdnikov, yfirmaður herafla Rússlands í vesturhluta Rússlands, hafi verið rekinn og að Alexander Lapin hafi tekið við honum. Berdinkov tók við stjórn heraflans þann 26. ágúst og var með stjórn yfir hermönnum í Kharkív. The Russian MoD posted a video of Berdnikov handing out awards last week to Western Military District soldiers. 2/https://t.co/ajQlMkbAKA pic.twitter.com/9OPS0TfPi8— Rob Lee (@RALee85) September 12, 2022 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði um helgina að samkomulag milli Rússa og Úkraínumanna kæmi til greina en að því lengur sem viðræður færu ekki fram, yrði erfiðara að ná samkomulagi. Dmitrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútins, forseta Rússlands, sagði þó í morgun að ekki kæmi til greina að hefja viðræður við Úkraínumenn og að hin „sértæka hernaðaraðgerð“, eins og Rússar kalla innrásina, myndi halda áfram þar til markmiðum hennar yrði náð. #UPDATE Russia's military action in Ukraine will continue, the Kremlin said Monday, after Ukrainian forces reclaimed significant territory in a counter-offensive in the country's east pic.twitter.com/RC5baWYK72— AFP News Agency (@AFP) September 12, 2022 Dmitrí Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og núverandi formaður þjóðaröryggisráðs, skrifaði á samfélagsmiðla í morgun að kröfur Rússa í garð Úkraínumanna væru upphitun fyrir það sem væri í vændum. Úkraínumenn yrðu þvingaðir til uppgjafar. Tilefni þessara skrifa Medvedev var orðsending Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu, sem hann birti til Rússa í gærkvöldi, eftir að Rússar skutu eldflaugum að borgaralegum skotmörkum í og við Kharkív-borg. Í þeim skilaboðum spurði Selenskí hvort Rússar héldu enn að Rússar og Úkraínumenn væru ein þjóð. Hvort þeir héldu enn að Rússar gætu hrætt og hótað Úkraínumönnum svo þeir gæfust upp. Forsetinn sagði að ef Úkraínumenn þyrftu að velja á milli þess að vera án eldsneytis, hita, ljóss, vatns og matar annars vegar og þess að vera með Rússum hins vegar, myndu þeir ávalt velja að vera án Rússa. „Kuldi, hungur, myrkur og þorsti er ekki eins ógnvekjandi og banvænn okkur eins og vinátta ykkar og bræðralag," sagði Selenskí. Hann sagði þó að allt myndi fara á réttan veg og að úkraínska þjóðin myndi hafa gas, ljós, vatn og mat og það alfarið án Rússa. Zelensky delivering one of his best speeches of yet during this war after Russian missiles strikes against the Ukrainian powergrid causes an almost complete blackout in large parts of eastern Ukraine. Without you, always without you! pic.twitter.com/RJ0vqG4ShK— Visegrád 24 (@visegrad24) September 11, 2022 Málpípur Kreml ósammála Málpípur yfirvalda í Kreml hafa haft mismikið um árangur Úkraínumanna í Kharkív að segja undanfarna daga. Lengst af í síðustu viku sögðu þeir og varnarmálaráðuneyti Rússlands lítið um gagnsóknina. Svo þegar undanhald Rússa varð ljóst breyttist tónninn. Ráðuneytið hefur haldið því fram að um fyrirfram ákveðið undanhald hafi verið að ræða og að allt hafi það verið í samræmi við áætlun sértæku hernaðaraðgerðarinnar. Það er þó fulljóst að ekki eru allir tilbúnir til að kokgleypa þær útskýringar. Julia Davis, sem vinnur við að vakta ríkismiðla Rússlands, birti í gær myndband úr vinsælum spjallþætti í Rússlandi þar sem gestir rifust um ástandið. Þar voru nokkuð stór orð látin flakka og spurði einn til dæmis hvort að nokkur maður trúði því enn að sex mánuðum eftir að innrásin hófst, væri allt að fara eftir áætlun. Life comes at you fast: pundits on Russian TV realize that their military is failing and their country is in trouble. They are starting to play the blame game. Some of them finally understand that their genocidal denial of the Ukrainian identity isn't working in Russia's favor. pic.twitter.com/jNNn5xifI5— Julia Davis (@JuliaDavisNews) September 11, 2022 Hér má sjá umfjöllun blaðamannsins Steve Rosenberg um það hvernig stærstu dagblöðin í Rússlandi hafa fjallað um vendingarnar í Kharkív. Nokkur munur er á því hvernig fjallað er um ástandið og fer það að miklu leyti eftir því hve hliðhollir Kreml ritstjóra dagblaðanna eru. Í einhverjum tilfellum er því haldið fram í dagblöðunum að brotthvarfið frá Kharkív hafi verið ákveðið fyrir fram og að héraðið hafi ekki verið merkilegt Rússum. Today's Russian government paper denies Russian troops fled in disgrace in N.E.Ukraine, calling it a pre-planned regrouping. But another Russian paper says Russian forces were defeated there & concludes the enemy was underestimated. #ReadingRussia https://t.co/AGTGyX2KXj pic.twitter.com/v6mie28jFD— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) September 12, 2022 Í mun betri stöðu en Rússar Það er margt sem getur gerst á næstu dögum og vikum. Úkraínumenn hafa unnið mikinn sigur í Kharkív-héraði en stríðinu er alls ekki lokið. Eins og staðan lítur út í dag, þá er þó útlit fyrir að Úkraínumenn séu í mun betri stöðu en Rússar. Rússar hafa ekki getað framkvæmt markvissa sókn gegn Úkraínumönnum í um tvo mánuði og nú virðast Úkraínumenn geta haldið út tvær mismunandi gagnsóknir í tveimur hlutum landsins og stefna mögulega að því að hefja þá þriðju á komandi dögum. Á sama tíma eiga Rússar í mikilli manneklu og heilu herdeildirnar virðast hafa skilið vopn sín og hergögn eftir á flóttanum frá Kharkív. Úkraínumenn hafa tekið frumkvæðið í átökunum og munu líklega stýra því í haust hvar barist er og hvenær. Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Gagnrýnir frammistöðu rússneska hersins Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu og stuðningsmaður Pútíns Rússlandsforseta, fer hörðum orðum um stjórnendur rússneska heraflans í Úkraínu vegna þess hversu miklu landsvæði þeir hafa tapað í hendur Úkraínumanna. 12. september 2022 00:02 Sókn Úkraínumanna gangi vonum framar Þúsundir rússneskra hermanna hörfa nú af stóru landsvæði sem þeir höfðu hertekið í austurhluta Úkraínu. Hersveitir Úkraínumanna hafa frelsað tugi bæja og þorpa sem hafa verið í haldi Rússa frá því að innrásin hófst. 11. september 2022 13:49 Rússar hafa rænt allt að 1,6 milljónum Úkraínumanna og flutt til Rússlands Forseti Úkraínu þakkaði hersveitum sínum fyrir nýlega frækilega framgöngu og sigra í Kharkiv héraði. Fulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum gagnrýnir Rússa harðlega fyrir nauðungarflutninga á allt að 1,6 milljónum úkraínskra borgara til Rússlands. 8. september 2022 11:43 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Komnir langt í gegnum varnir Rússa í Kharkív Hersveitir Úkraínu hafa sótt töluvert fram gegn Rússum Kharkív-héraði í norðurhluta Úkraínu á undanförnum dögum. Það gerðu þær með skyndisókn sem virðist hafa komið Rússum á óvart og Úkraínumenn hafi nýtt sér það að Rússar fluttu hersveitir til suðurs til að bregðast við sókn Úkraínumanna í Kherson-héraði. 8. september 2022 11:04 Segja eðlilegt að gagnsóknin gangi hægt: „Það liggur ekkert á“ Úkraínskir embættismenn segja gagnsókn þeirra í Kherson-héraði ganga hægt. Það sé þó í lagi, þar sem sóknin eigi að ganga hægt. Þeir búi hvorki yfir nægjanlegum mannafla né nægum hergögnum eins og skriðdrekum og bryndrekum til að sækja hratt fram gegn Rússum í héraðinu. 4. september 2022 11:00 Árangurinn í suðri dýrkeyptur Úkraínumönnum Úkraínskir hermenn sem tekið hafa þátt í gagnárásum Úkraínumanna í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu, segja herinn sækja fram gegn Rússum. Framsóknin hafi þó verið dýrkeypt og bardagar séu gífurlega harðir. 1. september 2022 22:34 Tók upp flugferðir sínar yfir Úkraínu og birti til minningar fallins félaga Flugher Úkraínu birti í morgun myndband sem einn af flugmönnum hersins gerði til minningar um annan. Myndbandið sýnir flugmann, sem heitir Ivan, fljúga yfir Úkraínu í mismunandi verkefnum og skjóta eldflaugum að skotmörkum. 30. ágúst 2022 14:01 Skipun um stærri her ólíkleg til að skila árangri í Úkraínu Vladimír Pútin, forseti Rússlands, gaf í dag þá skipun að her Rússlands yrði stækkaður. Hermönnum yrði fjölgað um þrettán prósent fyrir enda þessa árs. Það þýðir að þeim yrði fjölgað um 137 þúsund og yrði her Rússlands þá skipaður 1,15 milljónum hermanna. 25. ágúst 2022 22:42 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
„Þeir köstuðu bara rifflunum sínum í jörðina,“ sagði Olena Matvienko íbúi ótilgreinds þorps í Kharkív, í samtali við Washington Post. Hún og aðrir íbúar í héraðinu höfðu upplifað hernám í meira en hálft ár. Þegar blaðamenn ræddu við Matvienko voru Úkraínumenn að mæta í þorpið og byrja að safna saman líkum almennra borgara sem höfðu verið skotnir til bana af rússneskum hermönnum. Lík þessa fólks hefur í einhverjum tilfellum legið á götum þorpsins í marga mánuði. Í norðanverðu Kharkív hafa úkraínskir hermenn náð allt að landamærum Rússlands. Hér að neðan má sjá hvernig staðan hefur breyst á skömmum tíma í Kharkív. Grófa mynd af stöðunni má sjá á korti hugveitunnar Institue for the study of war hér. This graphic from the @TheStudyofWar shows the sheer scale and speed of Ukraine s Kharkiv region advance pic.twitter.com/G4quz5CqI1— Matthew Luxmoore (@mjluxmoore) September 12, 2022 Sóknir Úkraínumanna í Kharkív í norðri og Kherson-héraði í suðri gefur til kynna að þeir hafi náð frumkvæðinu af Rússum og gætu stjórnað framvindu átakanna í upphafi vetrar. Úkraínumenn geta þannig einbeitt sér að því að ráðast á Rússa þar sem þeir eru veikir fyrir og halda Rússum á hælunum. Sjá einnig: Hörð gagnsókn Úkraínumanna virðist koma Rússum í opna skjöldu Það að hafa frumkvæðið í átökum felur í stuttu máli sagt í sér að stjórna framvindu mála. Andstæðingurinn þarf þá að bregðast við aðgerðum þínum og sækir síður fram. Að hafa frumkvæðið er gífurlega mikilvægt í átökum. Gagnslausir án hergagna Þúsundir rússneskra hermanna hörfuðu austur yfir Oskil-á. Eins og áður segir, skildu þeir þó mikið af vopnum og hergögnum eftir og er alfarið óljóst hve hernaðargeta þessara sveita er. Það gæti tekið Rússa langan tíma að byggja þessar sveitir upp aftur og koma þeim í ásættanlegt ástand. Úkraínskur hermaður virðir fyrir sér rústir rússnesks skriðdreka nærri Balakleya í Kharkív.AP Skriðdrekar og önnur hergögn sem Rússar skildu eftir eru þar að auki vopn sem Úkraínumenn munu geta beitt gegn Rússum á komandi vikum og mánuðum. Sérfræðingar sem nota myndefni af samfélagsmiðlum til að skrásetja hergögn, sem skipta annaðhvort um hendur eða er grandað, segja Úkraínumenn hafa öðlast fjölmarga skrið- og bryndreka á undanförnum dögum. Lista þessara sérfræðinga yfir töpuð hergögn má finna hér. #Ukraine: Perhaps you through that Ukrainian Army captures from #Izium City were over. Wrong!First: Seven MT-LB armoured vehicles, two T-72B-series tanks, a destroyed BTR-82A. (Note two tanks seen at end are already known)Again, pics are thanks to @OSINTua-even more materiel. pic.twitter.com/s9A9SySLOd— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) September 12, 2022 Taka væntanlega pásu Farartæki þurfa eldsneyti, byssur þurfa skot og hermenn þurfa mat og klæðnað. Því munu Úkraínumenn að öllum líkindum þurfa að taka pásu og sömuleiðis færa stórskotalið sitt og loftvarnir fram, auk þess sem þeir þurfa að bæta birgðanet sitt á svæðinu. Í kjölfar þess gætu þeir reynt að sækja aftur fram gegn Rússum. Í frétt Reuters segir að frá Kænugarði berist þær fregnir að Rússar gætu mögulega hafa hörfað lengra en yfir Oskil. Þeir hafi til að mynda yfirgefið Svatove, sem er í Luhansk-héraði, um tuttugu kílómeta austur af ánni. það hefur þó ekki verið staðfest enn. Þá hafa fregnir borist af bardögum nærri Lysychansk í Luhansk, sem Úkraínumenn hörfuðu frá í byrjun júlí. Sjá einnig: Lýsa aðstæðum sem „helvíti á jörðu“ Úkraínumenn herja einnig á Rússa í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu. Sú sókn hefur staðið yfir í nokkrar vikur og hafa Úkraínumenn náð hægum og kostnaðarsömum árangri. Úkraínumenn fóru ekki leynt með ætlanir sínar í Kherson og hafa fregnir borist af því að Rússar hafi flutt margar af sínum bestu hersveitum til héraðsins í aðdraganda gagnsóknarinnar. Úkraínumenn virðast vera að nota þá mannaflutninga til að herja á Rússa annarsstaðar í Úkraínu. Úkraínumenn hafa beint HIMARS-eldflaugakerfum og öðrum aðferðum til að grafa undan birgðaneti Rússa í Kherson og koma í veg fyrir birgða- og mannaflutninga yfir Dnipro-á. Markmið Úkraínumanna virðist vera að króa hersveitir Rússa af á vesturbakka árinnar. Yfirvöld í Bretlandi sögðu í morgun að Rússar ættu líklegast í erfiðleikum með að koma birgðum og liðsauka til hersveita sinna á vesturbakka Dnipro. Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 12 September 2022 Find out more about the UK government's response: https://t.co/IISQBW8TQK #StandWithUkraine pic.twitter.com/QFOzJpanUr— Ministry of Defence (@DefenceHQ) September 12, 2022 Hafa áhyggjur af nýrri gagnsókn í suðri Rússneskir bloggarar, sem fjalla um málefni rússneska hersins, hafa verulegar áhyggjur af því að Úkraínumenn séu þegar að undirbúa nýja gagnárás á svæðinu við Vuhledar, bæ sem liggur milli Donetsk-borgar og Maríupól. Þar séu varnir Rússa tiltölulega veikar og að Úkraínumenn gætu reynt að sækja fram að Azov-hafi og skorið þannig á mikilvægar birgðalínur Rússa í suðri. Þetta samfélag rússneskra her-bloggara er tiltölulega stórt og mjög virkt í Rússlandi. Þeir hafa heimildarmenn í hernum og fylgja hermönnum í einhverjum tilfellum. Heilt yfir hefur þetta samfélag verið gagnrýnt á yfirvöld í Moskvu og þá sérstaklega það að ekki hafi verið farið í almenna herkvaðningu í Rússlandi vegna stríðsins í Úkraínu. Ólga í Moskvu Úkraínumenn segja að Roman Berdnikov, yfirmaður herafla Rússlands í vesturhluta Rússlands, hafi verið rekinn og að Alexander Lapin hafi tekið við honum. Berdinkov tók við stjórn heraflans þann 26. ágúst og var með stjórn yfir hermönnum í Kharkív. The Russian MoD posted a video of Berdnikov handing out awards last week to Western Military District soldiers. 2/https://t.co/ajQlMkbAKA pic.twitter.com/9OPS0TfPi8— Rob Lee (@RALee85) September 12, 2022 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði um helgina að samkomulag milli Rússa og Úkraínumanna kæmi til greina en að því lengur sem viðræður færu ekki fram, yrði erfiðara að ná samkomulagi. Dmitrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútins, forseta Rússlands, sagði þó í morgun að ekki kæmi til greina að hefja viðræður við Úkraínumenn og að hin „sértæka hernaðaraðgerð“, eins og Rússar kalla innrásina, myndi halda áfram þar til markmiðum hennar yrði náð. #UPDATE Russia's military action in Ukraine will continue, the Kremlin said Monday, after Ukrainian forces reclaimed significant territory in a counter-offensive in the country's east pic.twitter.com/RC5baWYK72— AFP News Agency (@AFP) September 12, 2022 Dmitrí Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og núverandi formaður þjóðaröryggisráðs, skrifaði á samfélagsmiðla í morgun að kröfur Rússa í garð Úkraínumanna væru upphitun fyrir það sem væri í vændum. Úkraínumenn yrðu þvingaðir til uppgjafar. Tilefni þessara skrifa Medvedev var orðsending Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu, sem hann birti til Rússa í gærkvöldi, eftir að Rússar skutu eldflaugum að borgaralegum skotmörkum í og við Kharkív-borg. Í þeim skilaboðum spurði Selenskí hvort Rússar héldu enn að Rússar og Úkraínumenn væru ein þjóð. Hvort þeir héldu enn að Rússar gætu hrætt og hótað Úkraínumönnum svo þeir gæfust upp. Forsetinn sagði að ef Úkraínumenn þyrftu að velja á milli þess að vera án eldsneytis, hita, ljóss, vatns og matar annars vegar og þess að vera með Rússum hins vegar, myndu þeir ávalt velja að vera án Rússa. „Kuldi, hungur, myrkur og þorsti er ekki eins ógnvekjandi og banvænn okkur eins og vinátta ykkar og bræðralag," sagði Selenskí. Hann sagði þó að allt myndi fara á réttan veg og að úkraínska þjóðin myndi hafa gas, ljós, vatn og mat og það alfarið án Rússa. Zelensky delivering one of his best speeches of yet during this war after Russian missiles strikes against the Ukrainian powergrid causes an almost complete blackout in large parts of eastern Ukraine. Without you, always without you! pic.twitter.com/RJ0vqG4ShK— Visegrád 24 (@visegrad24) September 11, 2022 Málpípur Kreml ósammála Málpípur yfirvalda í Kreml hafa haft mismikið um árangur Úkraínumanna í Kharkív að segja undanfarna daga. Lengst af í síðustu viku sögðu þeir og varnarmálaráðuneyti Rússlands lítið um gagnsóknina. Svo þegar undanhald Rússa varð ljóst breyttist tónninn. Ráðuneytið hefur haldið því fram að um fyrirfram ákveðið undanhald hafi verið að ræða og að allt hafi það verið í samræmi við áætlun sértæku hernaðaraðgerðarinnar. Það er þó fulljóst að ekki eru allir tilbúnir til að kokgleypa þær útskýringar. Julia Davis, sem vinnur við að vakta ríkismiðla Rússlands, birti í gær myndband úr vinsælum spjallþætti í Rússlandi þar sem gestir rifust um ástandið. Þar voru nokkuð stór orð látin flakka og spurði einn til dæmis hvort að nokkur maður trúði því enn að sex mánuðum eftir að innrásin hófst, væri allt að fara eftir áætlun. Life comes at you fast: pundits on Russian TV realize that their military is failing and their country is in trouble. They are starting to play the blame game. Some of them finally understand that their genocidal denial of the Ukrainian identity isn't working in Russia's favor. pic.twitter.com/jNNn5xifI5— Julia Davis (@JuliaDavisNews) September 11, 2022 Hér má sjá umfjöllun blaðamannsins Steve Rosenberg um það hvernig stærstu dagblöðin í Rússlandi hafa fjallað um vendingarnar í Kharkív. Nokkur munur er á því hvernig fjallað er um ástandið og fer það að miklu leyti eftir því hve hliðhollir Kreml ritstjóra dagblaðanna eru. Í einhverjum tilfellum er því haldið fram í dagblöðunum að brotthvarfið frá Kharkív hafi verið ákveðið fyrir fram og að héraðið hafi ekki verið merkilegt Rússum. Today's Russian government paper denies Russian troops fled in disgrace in N.E.Ukraine, calling it a pre-planned regrouping. But another Russian paper says Russian forces were defeated there & concludes the enemy was underestimated. #ReadingRussia https://t.co/AGTGyX2KXj pic.twitter.com/v6mie28jFD— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) September 12, 2022 Í mun betri stöðu en Rússar Það er margt sem getur gerst á næstu dögum og vikum. Úkraínumenn hafa unnið mikinn sigur í Kharkív-héraði en stríðinu er alls ekki lokið. Eins og staðan lítur út í dag, þá er þó útlit fyrir að Úkraínumenn séu í mun betri stöðu en Rússar. Rússar hafa ekki getað framkvæmt markvissa sókn gegn Úkraínumönnum í um tvo mánuði og nú virðast Úkraínumenn geta haldið út tvær mismunandi gagnsóknir í tveimur hlutum landsins og stefna mögulega að því að hefja þá þriðju á komandi dögum. Á sama tíma eiga Rússar í mikilli manneklu og heilu herdeildirnar virðast hafa skilið vopn sín og hergögn eftir á flóttanum frá Kharkív. Úkraínumenn hafa tekið frumkvæðið í átökunum og munu líklega stýra því í haust hvar barist er og hvenær.
Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Gagnrýnir frammistöðu rússneska hersins Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu og stuðningsmaður Pútíns Rússlandsforseta, fer hörðum orðum um stjórnendur rússneska heraflans í Úkraínu vegna þess hversu miklu landsvæði þeir hafa tapað í hendur Úkraínumanna. 12. september 2022 00:02 Sókn Úkraínumanna gangi vonum framar Þúsundir rússneskra hermanna hörfa nú af stóru landsvæði sem þeir höfðu hertekið í austurhluta Úkraínu. Hersveitir Úkraínumanna hafa frelsað tugi bæja og þorpa sem hafa verið í haldi Rússa frá því að innrásin hófst. 11. september 2022 13:49 Rússar hafa rænt allt að 1,6 milljónum Úkraínumanna og flutt til Rússlands Forseti Úkraínu þakkaði hersveitum sínum fyrir nýlega frækilega framgöngu og sigra í Kharkiv héraði. Fulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum gagnrýnir Rússa harðlega fyrir nauðungarflutninga á allt að 1,6 milljónum úkraínskra borgara til Rússlands. 8. september 2022 11:43 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Komnir langt í gegnum varnir Rússa í Kharkív Hersveitir Úkraínu hafa sótt töluvert fram gegn Rússum Kharkív-héraði í norðurhluta Úkraínu á undanförnum dögum. Það gerðu þær með skyndisókn sem virðist hafa komið Rússum á óvart og Úkraínumenn hafi nýtt sér það að Rússar fluttu hersveitir til suðurs til að bregðast við sókn Úkraínumanna í Kherson-héraði. 8. september 2022 11:04 Segja eðlilegt að gagnsóknin gangi hægt: „Það liggur ekkert á“ Úkraínskir embættismenn segja gagnsókn þeirra í Kherson-héraði ganga hægt. Það sé þó í lagi, þar sem sóknin eigi að ganga hægt. Þeir búi hvorki yfir nægjanlegum mannafla né nægum hergögnum eins og skriðdrekum og bryndrekum til að sækja hratt fram gegn Rússum í héraðinu. 4. september 2022 11:00 Árangurinn í suðri dýrkeyptur Úkraínumönnum Úkraínskir hermenn sem tekið hafa þátt í gagnárásum Úkraínumanna í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu, segja herinn sækja fram gegn Rússum. Framsóknin hafi þó verið dýrkeypt og bardagar séu gífurlega harðir. 1. september 2022 22:34 Tók upp flugferðir sínar yfir Úkraínu og birti til minningar fallins félaga Flugher Úkraínu birti í morgun myndband sem einn af flugmönnum hersins gerði til minningar um annan. Myndbandið sýnir flugmann, sem heitir Ivan, fljúga yfir Úkraínu í mismunandi verkefnum og skjóta eldflaugum að skotmörkum. 30. ágúst 2022 14:01 Skipun um stærri her ólíkleg til að skila árangri í Úkraínu Vladimír Pútin, forseti Rússlands, gaf í dag þá skipun að her Rússlands yrði stækkaður. Hermönnum yrði fjölgað um þrettán prósent fyrir enda þessa árs. Það þýðir að þeim yrði fjölgað um 137 þúsund og yrði her Rússlands þá skipaður 1,15 milljónum hermanna. 25. ágúst 2022 22:42 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Gagnrýnir frammistöðu rússneska hersins Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu og stuðningsmaður Pútíns Rússlandsforseta, fer hörðum orðum um stjórnendur rússneska heraflans í Úkraínu vegna þess hversu miklu landsvæði þeir hafa tapað í hendur Úkraínumanna. 12. september 2022 00:02
Sókn Úkraínumanna gangi vonum framar Þúsundir rússneskra hermanna hörfa nú af stóru landsvæði sem þeir höfðu hertekið í austurhluta Úkraínu. Hersveitir Úkraínumanna hafa frelsað tugi bæja og þorpa sem hafa verið í haldi Rússa frá því að innrásin hófst. 11. september 2022 13:49
Rússar hafa rænt allt að 1,6 milljónum Úkraínumanna og flutt til Rússlands Forseti Úkraínu þakkaði hersveitum sínum fyrir nýlega frækilega framgöngu og sigra í Kharkiv héraði. Fulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum gagnrýnir Rússa harðlega fyrir nauðungarflutninga á allt að 1,6 milljónum úkraínskra borgara til Rússlands. 8. september 2022 11:43
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Komnir langt í gegnum varnir Rússa í Kharkív Hersveitir Úkraínu hafa sótt töluvert fram gegn Rússum Kharkív-héraði í norðurhluta Úkraínu á undanförnum dögum. Það gerðu þær með skyndisókn sem virðist hafa komið Rússum á óvart og Úkraínumenn hafi nýtt sér það að Rússar fluttu hersveitir til suðurs til að bregðast við sókn Úkraínumanna í Kherson-héraði. 8. september 2022 11:04
Segja eðlilegt að gagnsóknin gangi hægt: „Það liggur ekkert á“ Úkraínskir embættismenn segja gagnsókn þeirra í Kherson-héraði ganga hægt. Það sé þó í lagi, þar sem sóknin eigi að ganga hægt. Þeir búi hvorki yfir nægjanlegum mannafla né nægum hergögnum eins og skriðdrekum og bryndrekum til að sækja hratt fram gegn Rússum í héraðinu. 4. september 2022 11:00
Árangurinn í suðri dýrkeyptur Úkraínumönnum Úkraínskir hermenn sem tekið hafa þátt í gagnárásum Úkraínumanna í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu, segja herinn sækja fram gegn Rússum. Framsóknin hafi þó verið dýrkeypt og bardagar séu gífurlega harðir. 1. september 2022 22:34
Tók upp flugferðir sínar yfir Úkraínu og birti til minningar fallins félaga Flugher Úkraínu birti í morgun myndband sem einn af flugmönnum hersins gerði til minningar um annan. Myndbandið sýnir flugmann, sem heitir Ivan, fljúga yfir Úkraínu í mismunandi verkefnum og skjóta eldflaugum að skotmörkum. 30. ágúst 2022 14:01
Skipun um stærri her ólíkleg til að skila árangri í Úkraínu Vladimír Pútin, forseti Rússlands, gaf í dag þá skipun að her Rússlands yrði stækkaður. Hermönnum yrði fjölgað um þrettán prósent fyrir enda þessa árs. Það þýðir að þeim yrði fjölgað um 137 þúsund og yrði her Rússlands þá skipaður 1,15 milljónum hermanna. 25. ágúst 2022 22:42