Kristrún segir ekkert sótt í feita sjóði fyrir heimilin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. september 2022 11:57 Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingar í fjárlaganefnd. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir neyðaróp fær heilbrigðiskerfið enga sérsaka athygli í fjárlögum að mati þingmanns Samfylkingar. Hún kallar eftir breytingum á fjármagnstekjuskatti sem gætu fjármagnað aðgerðir fyrir heimilin í mikilli verðbólgu. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður flokksins í fjárlaganefnd saknar þess að ekki sé litið sérstaklega til atvinnugreina sem hafi makað krókinn, meðal annars í kórónuveirufaraldrinum og hefði viljað sjá breytingar á fjármagnstekjuskatti í nýjum fjárlögum. „Við erum enn að sjá aðhaldsaðgerðir sem felast fyrst og fremst í því að kroppa af almenningi þegar kemur að flötum gjöldum og þetta er að bæta tekjuhliðina um nokkra milljarða en það er alveg látið vera að ráðast í einhverjar tekjubreytingar á til dæmis fjármagnstekjuskatti,“ segir Kristrún. „Við sáum í fyrra methækkanir í fjármagnstekjum, aukningu milli ára sem við höfum ekki séð frá árinu 2007. Það er ekkert leitað í þesa tekjuhlið. Við sjáum líka methagnað núna í sjávarútvegi vegna þess að útflutningsverðmæti hefur aukist vegna stríðsins í Úkraínu á sama tíma og heimilin í landinu finna fyrir verulegri verðbólgu og vaxtahækkun, meðal annars vegna erlendra aðstæðna. Og það er ekkert verið að setja auka álag á til að mynda stórútgerðina sem hefur svigrúm í dag.“ Útgjöld og aðgerðir í ákveðnum málaflokkum valdi þá sérstökum vonbrigðum. „Við erum enn að sjá eiginlega engan raunvöxt í fjárframlögum til sjúkrahúsanna og heilbrigðisþjónustunnar þrátt fyrir neyðaróp sem berast úr kerfinu. Það liggur fyrir að það er ekki fjármagn í þessum fjárlögum til að semja við sérfræðilækna þrátt fyrir að samningar séu lausir og þessir lausu samningar eru að bitna á almenningi í landinu,“ segir Kristrún. Þing kemur saman á morgun.Vísir/Magnús Alþingi kemur saman á morgun og Kristrún segir að Samfylkingin muni í umræðum um fjárlögin leggja áherslu á fyrrnefndar tekjuaðgerðir sem gætu - að hennar mati fjármagnað nauðsynlegar aðgerðir fyrir heimilin. „Þá erum við að tala um vaxtabætur til að mæta miklum hækkunum á lánum fólks, við erum líka að tala um aðgerðir á leigumarkaði sem er hvergi að sjá í þessu frumvarpi, eins og almennar aðgerðir til að styðja við ungt fólk og barnafjölskyldur og það er vel hægt að leita í ákveðna sjóði þar sem verulegt svigrúm er í dag.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður flokksins í fjárlaganefnd saknar þess að ekki sé litið sérstaklega til atvinnugreina sem hafi makað krókinn, meðal annars í kórónuveirufaraldrinum og hefði viljað sjá breytingar á fjármagnstekjuskatti í nýjum fjárlögum. „Við erum enn að sjá aðhaldsaðgerðir sem felast fyrst og fremst í því að kroppa af almenningi þegar kemur að flötum gjöldum og þetta er að bæta tekjuhliðina um nokkra milljarða en það er alveg látið vera að ráðast í einhverjar tekjubreytingar á til dæmis fjármagnstekjuskatti,“ segir Kristrún. „Við sáum í fyrra methækkanir í fjármagnstekjum, aukningu milli ára sem við höfum ekki séð frá árinu 2007. Það er ekkert leitað í þesa tekjuhlið. Við sjáum líka methagnað núna í sjávarútvegi vegna þess að útflutningsverðmæti hefur aukist vegna stríðsins í Úkraínu á sama tíma og heimilin í landinu finna fyrir verulegri verðbólgu og vaxtahækkun, meðal annars vegna erlendra aðstæðna. Og það er ekkert verið að setja auka álag á til að mynda stórútgerðina sem hefur svigrúm í dag.“ Útgjöld og aðgerðir í ákveðnum málaflokkum valdi þá sérstökum vonbrigðum. „Við erum enn að sjá eiginlega engan raunvöxt í fjárframlögum til sjúkrahúsanna og heilbrigðisþjónustunnar þrátt fyrir neyðaróp sem berast úr kerfinu. Það liggur fyrir að það er ekki fjármagn í þessum fjárlögum til að semja við sérfræðilækna þrátt fyrir að samningar séu lausir og þessir lausu samningar eru að bitna á almenningi í landinu,“ segir Kristrún. Þing kemur saman á morgun.Vísir/Magnús Alþingi kemur saman á morgun og Kristrún segir að Samfylkingin muni í umræðum um fjárlögin leggja áherslu á fyrrnefndar tekjuaðgerðir sem gætu - að hennar mati fjármagnað nauðsynlegar aðgerðir fyrir heimilin. „Þá erum við að tala um vaxtabætur til að mæta miklum hækkunum á lánum fólks, við erum líka að tala um aðgerðir á leigumarkaði sem er hvergi að sjá í þessu frumvarpi, eins og almennar aðgerðir til að styðja við ungt fólk og barnafjölskyldur og það er vel hægt að leita í ákveðna sjóði þar sem verulegt svigrúm er í dag.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira