„Við vorum miklu betri“ Atli Arason skrifar 12. september 2022 22:52 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar, var afar svekkt að hafa tapað á heimavelli gegn Keflavík. Hún telur að heppnin ein hafi ráðið því að Keflavík sótti stigin þrjú. „Við vorum miklu betri í þessum leik. Það var ömurlegt að fá þetta mark [þriðja mark Keflavíkur] á okkur strax eftir að við skorum. Ég held það hafi átt stóran þátt af því að við töpuðum í dag,“ sagði Ólöf í viðtal við Vísi eftir leik. „Þetta var bara heppni, ég held það,“ svaraði Ólöf, aðspurð út í fyrri tvö mörk Keflavíkur, áður en hún bætti við. „Við vorum miklu meira með boltann og sérstaklega í seinni hálfleik. Á öðrum degi hefðum við klárað þennan leik en svona er þetta.“ Annað sæti deildarinnar veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu en Þróttur er nú fjórum stigum á eftir Breiðablik í öðru sæti en Blikar eiga leik til góða á Val annað kvöld. Þrátt fyrir ósigurinn er Ólöf ekki búinn að gefa drauminn um Meistaradeild Evrópu upp á bátinn. Hún viðurkennir þó að erfitt sé er að vera ekki með örlögin í eigin höndum. „Þetta er ekki alveg búið, þetta er bara ekki lengur í okkar höndum. Við þurfum að treysta á önnur lið ef við ætlum að ná inn í Meistaradeildina,“ svaraði Ólöf. Framundan er leikur gegn Stjörnunni sem reynist mikilvægur fyrir framhaldið hjá Þrótturum, ef þær ætla að ná inn í Evrópu. Ólöf er alveg viss hvað Þróttarar þurfa að bæta sig í frá tapinu gegn Keflavík í kvöld. „Við þurfum að klára færin okkar. Við þurfum að hætta að hugsa svona mikið með boltann og gera bara það sem við gerum alltaf á æfingum. Ef það gengur upp þá klárum við næstu þrjá leiki,“ sagði kokhraust Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Ólöf: Við eigum séns í Evrópu Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar, fór á kostum í 5-1 sigri Þróttar á ÍBV í Bestu-deild kvenna í kvöld. Ólöf skoraði eitt mark og lagði upp önnur þrjú. 16. ágúst 2022 21:30 Leik lokið: Þróttur 2-3 Keflavík | Keflvíkingar sóttu þrjú dýrmæt stig í Laugardalinn Keflavík vann góðan sigur á Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna í kvöld. Lokatölur 2-3 gestunum í vil og fer það langt með að tryggja sæti Keflvíkinga í deildinni. Á sama tíma varð Þróttur af dýrmætum stigum í baráttunni um annað sætið. 12. september 2022 21:15 Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Sjá meira
„Við vorum miklu betri í þessum leik. Það var ömurlegt að fá þetta mark [þriðja mark Keflavíkur] á okkur strax eftir að við skorum. Ég held það hafi átt stóran þátt af því að við töpuðum í dag,“ sagði Ólöf í viðtal við Vísi eftir leik. „Þetta var bara heppni, ég held það,“ svaraði Ólöf, aðspurð út í fyrri tvö mörk Keflavíkur, áður en hún bætti við. „Við vorum miklu meira með boltann og sérstaklega í seinni hálfleik. Á öðrum degi hefðum við klárað þennan leik en svona er þetta.“ Annað sæti deildarinnar veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu en Þróttur er nú fjórum stigum á eftir Breiðablik í öðru sæti en Blikar eiga leik til góða á Val annað kvöld. Þrátt fyrir ósigurinn er Ólöf ekki búinn að gefa drauminn um Meistaradeild Evrópu upp á bátinn. Hún viðurkennir þó að erfitt sé er að vera ekki með örlögin í eigin höndum. „Þetta er ekki alveg búið, þetta er bara ekki lengur í okkar höndum. Við þurfum að treysta á önnur lið ef við ætlum að ná inn í Meistaradeildina,“ svaraði Ólöf. Framundan er leikur gegn Stjörnunni sem reynist mikilvægur fyrir framhaldið hjá Þrótturum, ef þær ætla að ná inn í Evrópu. Ólöf er alveg viss hvað Þróttarar þurfa að bæta sig í frá tapinu gegn Keflavík í kvöld. „Við þurfum að klára færin okkar. Við þurfum að hætta að hugsa svona mikið með boltann og gera bara það sem við gerum alltaf á æfingum. Ef það gengur upp þá klárum við næstu þrjá leiki,“ sagði kokhraust Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Ólöf: Við eigum séns í Evrópu Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar, fór á kostum í 5-1 sigri Þróttar á ÍBV í Bestu-deild kvenna í kvöld. Ólöf skoraði eitt mark og lagði upp önnur þrjú. 16. ágúst 2022 21:30 Leik lokið: Þróttur 2-3 Keflavík | Keflvíkingar sóttu þrjú dýrmæt stig í Laugardalinn Keflavík vann góðan sigur á Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna í kvöld. Lokatölur 2-3 gestunum í vil og fer það langt með að tryggja sæti Keflvíkinga í deildinni. Á sama tíma varð Þróttur af dýrmætum stigum í baráttunni um annað sætið. 12. september 2022 21:15 Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Sjá meira
Ólöf: Við eigum séns í Evrópu Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar, fór á kostum í 5-1 sigri Þróttar á ÍBV í Bestu-deild kvenna í kvöld. Ólöf skoraði eitt mark og lagði upp önnur þrjú. 16. ágúst 2022 21:30
Leik lokið: Þróttur 2-3 Keflavík | Keflvíkingar sóttu þrjú dýrmæt stig í Laugardalinn Keflavík vann góðan sigur á Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna í kvöld. Lokatölur 2-3 gestunum í vil og fer það langt með að tryggja sæti Keflvíkinga í deildinni. Á sama tíma varð Þróttur af dýrmætum stigum í baráttunni um annað sætið. 12. september 2022 21:15