Leikstjórinn Jean-Luc Godard er látinn Atli Ísleifsson skrifar 13. september 2022 08:52 Jean-Luc Godard var einn af risum frönsku nýbylgjunnar í kvikmyndagerð. Getty Einn af risum franskrar kvikmyndagerðar, leikstjórinn Jean-Luc Godard, er látinn, 91 árs að aldri. Godard var einn af lykilmönnum hinnar frönsku nýbylgju á sjötta og sjöunda áratugnum og leikstýrði myndum á borð við À bout de souffle (Lafmóður) frá árinu 1960 sem gerði hann heimsfrægan, og Alphaville frá árinu 1965. Franska blaðið Libération greinir frá andláti Godard í morgun. Godard fæddist í París árið 1930 og stundaði nám í Sviss áður en hann sneri aftur til Parísar og hóf þá skrif um kvikmyndir í dagblaði. Godard leikstýrði nokkrum stuttmyndum áður en hann sló í gegn með kvikmyndinni À bout de souffle árið 1960. Jean-Luc Godard est mort https://t.co/gDLynUc7Ta pic.twitter.com/LQ5DXWPgap— Libération (@libe) September 13, 2022 Myndin skartaði þeim Jean-Paul Belmondo og Jean Seberg í aðalhlutverkum sem glæpamaðurinn Michel og bandarísk kærasta hans, Patricia. Godard leikstýrði miklum fjölda kvikmynda stuttmynda á árunum 1957 til 2018. Síðasta mynd Godards var myndin Le Livre d'image frá árinu 2018. Godard hlaut sérstök heiðursverðlaun Óskarsakademíunnar árið 2010. Frakkland Andlát Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Einn af risum franskrar kvikmyndasögu fallinn frá Franski leikarinn Jean-Paul Belmondo, einn af risum franskrar kvikmyndasögu, lést í gær, 88 ára að aldri. Hann var ein af helstu stjörnum frönsku nýbylgjunnar innan kvikmyndanna. 7. september 2021 07:55 Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Godard var einn af lykilmönnum hinnar frönsku nýbylgju á sjötta og sjöunda áratugnum og leikstýrði myndum á borð við À bout de souffle (Lafmóður) frá árinu 1960 sem gerði hann heimsfrægan, og Alphaville frá árinu 1965. Franska blaðið Libération greinir frá andláti Godard í morgun. Godard fæddist í París árið 1930 og stundaði nám í Sviss áður en hann sneri aftur til Parísar og hóf þá skrif um kvikmyndir í dagblaði. Godard leikstýrði nokkrum stuttmyndum áður en hann sló í gegn með kvikmyndinni À bout de souffle árið 1960. Jean-Luc Godard est mort https://t.co/gDLynUc7Ta pic.twitter.com/LQ5DXWPgap— Libération (@libe) September 13, 2022 Myndin skartaði þeim Jean-Paul Belmondo og Jean Seberg í aðalhlutverkum sem glæpamaðurinn Michel og bandarísk kærasta hans, Patricia. Godard leikstýrði miklum fjölda kvikmynda stuttmynda á árunum 1957 til 2018. Síðasta mynd Godards var myndin Le Livre d'image frá árinu 2018. Godard hlaut sérstök heiðursverðlaun Óskarsakademíunnar árið 2010.
Frakkland Andlát Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Einn af risum franskrar kvikmyndasögu fallinn frá Franski leikarinn Jean-Paul Belmondo, einn af risum franskrar kvikmyndasögu, lést í gær, 88 ára að aldri. Hann var ein af helstu stjörnum frönsku nýbylgjunnar innan kvikmyndanna. 7. september 2021 07:55 Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Einn af risum franskrar kvikmyndasögu fallinn frá Franski leikarinn Jean-Paul Belmondo, einn af risum franskrar kvikmyndasögu, lést í gær, 88 ára að aldri. Hann var ein af helstu stjörnum frönsku nýbylgjunnar innan kvikmyndanna. 7. september 2021 07:55