Vill sameina ASÍ að baki sér Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. september 2022 15:24 Ragnar segist ætla að taka endanlega ákvörðun um hvort hann gefi kost á sér sem næsti forseti Alþýðusambandsins næsta fimmtudag. vísir/samsett/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, getur hugsað sér að verða næsti forseti Alþýðusambandsins ef vilji er innan aðildarfélaga þess til að sameinast um mikilvæg verkefni. VR íhugar nú alvarlega hvort framtíð þess sé betur borgið utan sambandsins ef ekki næst að sætta ólíkar blokkir þess. Framtíð Alþýðusambandsins er óljós um þessar mundir eftir gríðarlega stormasamt tímabil sem endaði með afsögn forsetans Drífu Snædal. Stærsta aðildarfélag sambandsins er VR - sem íhugar nú hvort ASÍ sé barn síns tíma, eins og formaðurinn hefur oft velt upp. „Það sem að við höfum verið að ræða í sjálfu sér innan stjórnar VR er bara fyrst og fremst hver aðkoma okkar að Alþýðusambandinu á að vera,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Skorað hefur verið á Ragnar að bjóða sig fram til forseta ASÍ. Því stendur VR frammi fyrir tveimur meginvalkostum - draga sig út úr sambandinu eða sækjast forystu innan þess. Stjórnin kemur saman til fundar á morgun en Ragnar segist einnig eiga í virku samtali við forystumenn og félaga annarra aðildarfélaga um framtíðina. „Um það hvort að við eigum að rífa þetta eitthvað upp og gera þetta að því afli sem að því var upprunalega ætlað að vera. Hverju það skilar kemur í ljós mjög fljótlega,“ segir Ragnar Þór. Hann segir þetta lykilspurningu. Ef félögin séu tilbúin að fara í alvöru umbótastarf innan ASÍ og gera það að sterku sameinuðu afli geti hann hugsað sér að gefa kost á sér í embættið. „Ef að það er ekki til staðar, hugarfarið í að gera þetta, þá hef ég ekki mikinn áhuga á að eyða miklum tíma í Alþýðusambandið,“ segir Ragnar Þór. „En ef það er vilji til þess, raunverulegur vilji til að rífa þetta upp og gera eitthvað úr þessu, þá get ég alveg hugsað mér að leiða það verkefni en það kemur í ljós mjög fljótlega.“ Hann hefur raunar sett sér tímamörk. Á fimmtudaginn verður hann búinn að taka endanlega ákvörðun um hvort hann ætli fram til forseta eða hvort VR fari aðrar leiðir að sínum markmiðum. Stéttarfélög ASÍ Vinnumarkaður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Framtíð Alþýðusambandsins er óljós um þessar mundir eftir gríðarlega stormasamt tímabil sem endaði með afsögn forsetans Drífu Snædal. Stærsta aðildarfélag sambandsins er VR - sem íhugar nú hvort ASÍ sé barn síns tíma, eins og formaðurinn hefur oft velt upp. „Það sem að við höfum verið að ræða í sjálfu sér innan stjórnar VR er bara fyrst og fremst hver aðkoma okkar að Alþýðusambandinu á að vera,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Skorað hefur verið á Ragnar að bjóða sig fram til forseta ASÍ. Því stendur VR frammi fyrir tveimur meginvalkostum - draga sig út úr sambandinu eða sækjast forystu innan þess. Stjórnin kemur saman til fundar á morgun en Ragnar segist einnig eiga í virku samtali við forystumenn og félaga annarra aðildarfélaga um framtíðina. „Um það hvort að við eigum að rífa þetta eitthvað upp og gera þetta að því afli sem að því var upprunalega ætlað að vera. Hverju það skilar kemur í ljós mjög fljótlega,“ segir Ragnar Þór. Hann segir þetta lykilspurningu. Ef félögin séu tilbúin að fara í alvöru umbótastarf innan ASÍ og gera það að sterku sameinuðu afli geti hann hugsað sér að gefa kost á sér í embættið. „Ef að það er ekki til staðar, hugarfarið í að gera þetta, þá hef ég ekki mikinn áhuga á að eyða miklum tíma í Alþýðusambandið,“ segir Ragnar Þór. „En ef það er vilji til þess, raunverulegur vilji til að rífa þetta upp og gera eitthvað úr þessu, þá get ég alveg hugsað mér að leiða það verkefni en það kemur í ljós mjög fljótlega.“ Hann hefur raunar sett sér tímamörk. Á fimmtudaginn verður hann búinn að taka endanlega ákvörðun um hvort hann ætli fram til forseta eða hvort VR fari aðrar leiðir að sínum markmiðum.
Stéttarfélög ASÍ Vinnumarkaður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira