Sögulegt minni megi hvetja okkur til dáða Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 13. september 2022 15:35 Guðni Th. Jóhannesson á setningu Alþingis í nóvember 2021 Vísir/Vilhelm Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ávarpaði alþingismenn við 153. setningu Alþingis nú fyrr í dag. Hann sagði vel vera hægt að tryggja framtíð íslenskunnar en mikilvægt væri að sýna þeim sem hana vilji læra umburðarlyndi. Í ávarpi sínu sagði forsetinn sterkt þing ekki staðna en varpaði fram þeirri spurningu hvort framfarir væru óþarfar. Fortíðarþráin eigi það til að láta á sér kræla þegar aldurinn færist yfir en hún geti búið til falskan veruleika. „Fortíðarþrá getur villt okkur sýn, búið til falska mynd, falskar minningar. Sögulegt minni má hins vegar hvetja okkur til dáða, lífga liðna tíð og halda því til haga sem fólk vildi eða vill þótt sitthvað hafi ekki gengið eins og vonir stóðu til,“ sagði Guðni. Hann nefnir að þó fortíðarþráin byrgi okkur ef til vill sýn sé mikilvægt að líta yfir farinn veg og átta sig á því sem fór illa jafnt og því sem fór vel. Mikilvægt sé að líta til merkra tímamóta þegar horft sé til framfara. Eins og eldgossins í Vestmannaeyjum sem minni á kraft náttúruaflanna ásamt samtakamættinum sem Íslendingar búi yfir á erfiðum tímum ásamt fleiru. Forsetinn minntist einnig stríðsins í Úkraínu og sagði öryggi íslensku þjóðarinnar tengdan frið og öryggi annarra ríkja. Guðni bendir einnig á það hversu hverfult allt í heiminum er, „nú er það svo að Siri í snjallheimum kann ekki íslensku. Embla okkar er að læra en við verðum fyrir alla muni að tryggja sess íslenskrar tungu í stafrænum heimi,“ sagði Guðni. Hann sagði mikilvægt að sýna þeim sem komi hingað til lands og vilji nema íslensku, umburðarlyndi. Það komi sér vel fyrir okkur öll. „Íslenska er okkar mál og lýðveldið Ísland er traust ríki. En auðvitað er margt sem við getum gert enn betur hér, bætt hag og heilsu fólksins í landinu. Það hlýtur að vera meginmarkmið ykkar, ágætu alþingismenn. Það hlýtur að einkenna gott og öflugt alþingi. Gleymum því þó ekki sem hér hefur áunnist og um víða veröld. Gleymum því ekki að lífslíkur og lífsgæði hafa aukist, frelsi og mannréttindi sömuleiðis. Gleymum því ekki að ný tækni og vísindi geta áfram veitt svör við mörgum vanda, loftslagsvá, farsóttum og öðrum áskorunum,“ sagði Guðni. Ræðu Guðna í heild sinni má sjá hér að ofan og nálgast hér, bæði á íslensku og ensku. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Alþingi Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Í ávarpi sínu sagði forsetinn sterkt þing ekki staðna en varpaði fram þeirri spurningu hvort framfarir væru óþarfar. Fortíðarþráin eigi það til að láta á sér kræla þegar aldurinn færist yfir en hún geti búið til falskan veruleika. „Fortíðarþrá getur villt okkur sýn, búið til falska mynd, falskar minningar. Sögulegt minni má hins vegar hvetja okkur til dáða, lífga liðna tíð og halda því til haga sem fólk vildi eða vill þótt sitthvað hafi ekki gengið eins og vonir stóðu til,“ sagði Guðni. Hann nefnir að þó fortíðarþráin byrgi okkur ef til vill sýn sé mikilvægt að líta yfir farinn veg og átta sig á því sem fór illa jafnt og því sem fór vel. Mikilvægt sé að líta til merkra tímamóta þegar horft sé til framfara. Eins og eldgossins í Vestmannaeyjum sem minni á kraft náttúruaflanna ásamt samtakamættinum sem Íslendingar búi yfir á erfiðum tímum ásamt fleiru. Forsetinn minntist einnig stríðsins í Úkraínu og sagði öryggi íslensku þjóðarinnar tengdan frið og öryggi annarra ríkja. Guðni bendir einnig á það hversu hverfult allt í heiminum er, „nú er það svo að Siri í snjallheimum kann ekki íslensku. Embla okkar er að læra en við verðum fyrir alla muni að tryggja sess íslenskrar tungu í stafrænum heimi,“ sagði Guðni. Hann sagði mikilvægt að sýna þeim sem komi hingað til lands og vilji nema íslensku, umburðarlyndi. Það komi sér vel fyrir okkur öll. „Íslenska er okkar mál og lýðveldið Ísland er traust ríki. En auðvitað er margt sem við getum gert enn betur hér, bætt hag og heilsu fólksins í landinu. Það hlýtur að vera meginmarkmið ykkar, ágætu alþingismenn. Það hlýtur að einkenna gott og öflugt alþingi. Gleymum því þó ekki sem hér hefur áunnist og um víða veröld. Gleymum því ekki að lífslíkur og lífsgæði hafa aukist, frelsi og mannréttindi sömuleiðis. Gleymum því ekki að ný tækni og vísindi geta áfram veitt svör við mörgum vanda, loftslagsvá, farsóttum og öðrum áskorunum,“ sagði Guðni. Ræðu Guðna í heild sinni má sjá hér að ofan og nálgast hér, bæði á íslensku og ensku.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Alþingi Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira