Spánverjar komu til baka og fara í undanúrslit Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2022 17:08 Willy Hernángomez var stigahæstur Spánverja. Soeren Stache/picture alliance via Getty Images Spánverjar eru komnir í undanúrslit á Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket, eftir 100-90 sigur á Finnum í 8-liða úrslitum í Berlín í dag. Þeir mæta annað hvort Þýskalandi eða Grikklandi í undanúrslitunum. 8-liða úrslitin fóru af stað með leik Finnlands og Spánar í dag. Finnar höfðu lagt Króata 94-86 í 16-liða úrslitum í fyrradag en degi fyrr hafði Spánn betur 102-94 gegn Litáen eftir framlengdan leik. Þeir finnsku fóru töluvert betur af stað og náði snemma undirhöndinni. Magnaður flautuþristur Mikaels Jantunen frá eigin vallarhelmingi gaf Finnlandi ellefu stiga forskot, 30-19, að fyrsta leikhluta loknum. SHOW ME THE MONEEEEEEY! @mikaeljantunen with the half-court #TissotBuzzerBeater! #EuroBasket x #BringTheNoise pic.twitter.com/eAF32Vayyh— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 13, 2022 Spánverjum gekk illa að brúa bilið í öðrum leikhluta og þegar hálfleiksflautið gall var munurinn níu stig, 52-43 fyrir Finnland. Útlitið alls ekki gott fyrir Spánverja sem voru alls ekki sannfærandi í fyrri hálfleik. Eftir hálfleikshléið tóku Spánverjar við sér. Þeir skoruðu átta af fyrstu níu stigum leikhlutans til að minnka muninn í 53-51 og tókst svo að jafna 57-57. Þeir léu kné fylgja kviði og leiddu með 73-67. Year 18 of clutch Rudy Fernandez threes#EuroBasket x #BringTheNoise https://t.co/XA74VljBO4 pic.twitter.com/fz1x7JbbDg— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 13, 2022 Þeir spænsku létu kné fylgja kviði og þrátt fyrir að þeir hafi lítið bætt við forystuna virtist aldrei líklegt að Finnar myndu minnka muninn eða jafna leikinn. Ef vonin var einhver þá slökkti Rudy Fernández í þeim vonarneista með tveimur flottum þriggja stiga körfum á lokakafla leiks sem Spánn vann 100-90. Willly Hernángomez stóð upp úr hjá Spánverjum með 27 stig, en Lorenzo Brown skoraði tíu stig og gaf ellefu stoðsendingar. Lauri Markkanen skoraði 28 stig og tók ellefu fráköst fyrir Finna. Spánverjar mæta annað hvort Þýskalandi eða Grikklandi í undanúrslitum en þau eigast við í 8-liða úrslitunum í kvöld. EuroBasket 2022 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
8-liða úrslitin fóru af stað með leik Finnlands og Spánar í dag. Finnar höfðu lagt Króata 94-86 í 16-liða úrslitum í fyrradag en degi fyrr hafði Spánn betur 102-94 gegn Litáen eftir framlengdan leik. Þeir finnsku fóru töluvert betur af stað og náði snemma undirhöndinni. Magnaður flautuþristur Mikaels Jantunen frá eigin vallarhelmingi gaf Finnlandi ellefu stiga forskot, 30-19, að fyrsta leikhluta loknum. SHOW ME THE MONEEEEEEY! @mikaeljantunen with the half-court #TissotBuzzerBeater! #EuroBasket x #BringTheNoise pic.twitter.com/eAF32Vayyh— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 13, 2022 Spánverjum gekk illa að brúa bilið í öðrum leikhluta og þegar hálfleiksflautið gall var munurinn níu stig, 52-43 fyrir Finnland. Útlitið alls ekki gott fyrir Spánverja sem voru alls ekki sannfærandi í fyrri hálfleik. Eftir hálfleikshléið tóku Spánverjar við sér. Þeir skoruðu átta af fyrstu níu stigum leikhlutans til að minnka muninn í 53-51 og tókst svo að jafna 57-57. Þeir léu kné fylgja kviði og leiddu með 73-67. Year 18 of clutch Rudy Fernandez threes#EuroBasket x #BringTheNoise https://t.co/XA74VljBO4 pic.twitter.com/fz1x7JbbDg— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 13, 2022 Þeir spænsku létu kné fylgja kviði og þrátt fyrir að þeir hafi lítið bætt við forystuna virtist aldrei líklegt að Finnar myndu minnka muninn eða jafna leikinn. Ef vonin var einhver þá slökkti Rudy Fernández í þeim vonarneista með tveimur flottum þriggja stiga körfum á lokakafla leiks sem Spánn vann 100-90. Willly Hernángomez stóð upp úr hjá Spánverjum með 27 stig, en Lorenzo Brown skoraði tíu stig og gaf ellefu stoðsendingar. Lauri Markkanen skoraði 28 stig og tók ellefu fráköst fyrir Finna. Spánverjar mæta annað hvort Þýskalandi eða Grikklandi í undanúrslitum en þau eigast við í 8-liða úrslitunum í kvöld.
EuroBasket 2022 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira