Spánverjar komu til baka og fara í undanúrslit Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2022 17:08 Willy Hernángomez var stigahæstur Spánverja. Soeren Stache/picture alliance via Getty Images Spánverjar eru komnir í undanúrslit á Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket, eftir 100-90 sigur á Finnum í 8-liða úrslitum í Berlín í dag. Þeir mæta annað hvort Þýskalandi eða Grikklandi í undanúrslitunum. 8-liða úrslitin fóru af stað með leik Finnlands og Spánar í dag. Finnar höfðu lagt Króata 94-86 í 16-liða úrslitum í fyrradag en degi fyrr hafði Spánn betur 102-94 gegn Litáen eftir framlengdan leik. Þeir finnsku fóru töluvert betur af stað og náði snemma undirhöndinni. Magnaður flautuþristur Mikaels Jantunen frá eigin vallarhelmingi gaf Finnlandi ellefu stiga forskot, 30-19, að fyrsta leikhluta loknum. SHOW ME THE MONEEEEEEY! @mikaeljantunen with the half-court #TissotBuzzerBeater! #EuroBasket x #BringTheNoise pic.twitter.com/eAF32Vayyh— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 13, 2022 Spánverjum gekk illa að brúa bilið í öðrum leikhluta og þegar hálfleiksflautið gall var munurinn níu stig, 52-43 fyrir Finnland. Útlitið alls ekki gott fyrir Spánverja sem voru alls ekki sannfærandi í fyrri hálfleik. Eftir hálfleikshléið tóku Spánverjar við sér. Þeir skoruðu átta af fyrstu níu stigum leikhlutans til að minnka muninn í 53-51 og tókst svo að jafna 57-57. Þeir léu kné fylgja kviði og leiddu með 73-67. Year 18 of clutch Rudy Fernandez threes#EuroBasket x #BringTheNoise https://t.co/XA74VljBO4 pic.twitter.com/fz1x7JbbDg— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 13, 2022 Þeir spænsku létu kné fylgja kviði og þrátt fyrir að þeir hafi lítið bætt við forystuna virtist aldrei líklegt að Finnar myndu minnka muninn eða jafna leikinn. Ef vonin var einhver þá slökkti Rudy Fernández í þeim vonarneista með tveimur flottum þriggja stiga körfum á lokakafla leiks sem Spánn vann 100-90. Willly Hernángomez stóð upp úr hjá Spánverjum með 27 stig, en Lorenzo Brown skoraði tíu stig og gaf ellefu stoðsendingar. Lauri Markkanen skoraði 28 stig og tók ellefu fráköst fyrir Finna. Spánverjar mæta annað hvort Þýskalandi eða Grikklandi í undanúrslitum en þau eigast við í 8-liða úrslitunum í kvöld. EuroBasket 2022 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Sjá meira
8-liða úrslitin fóru af stað með leik Finnlands og Spánar í dag. Finnar höfðu lagt Króata 94-86 í 16-liða úrslitum í fyrradag en degi fyrr hafði Spánn betur 102-94 gegn Litáen eftir framlengdan leik. Þeir finnsku fóru töluvert betur af stað og náði snemma undirhöndinni. Magnaður flautuþristur Mikaels Jantunen frá eigin vallarhelmingi gaf Finnlandi ellefu stiga forskot, 30-19, að fyrsta leikhluta loknum. SHOW ME THE MONEEEEEEY! @mikaeljantunen with the half-court #TissotBuzzerBeater! #EuroBasket x #BringTheNoise pic.twitter.com/eAF32Vayyh— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 13, 2022 Spánverjum gekk illa að brúa bilið í öðrum leikhluta og þegar hálfleiksflautið gall var munurinn níu stig, 52-43 fyrir Finnland. Útlitið alls ekki gott fyrir Spánverja sem voru alls ekki sannfærandi í fyrri hálfleik. Eftir hálfleikshléið tóku Spánverjar við sér. Þeir skoruðu átta af fyrstu níu stigum leikhlutans til að minnka muninn í 53-51 og tókst svo að jafna 57-57. Þeir léu kné fylgja kviði og leiddu með 73-67. Year 18 of clutch Rudy Fernandez threes#EuroBasket x #BringTheNoise https://t.co/XA74VljBO4 pic.twitter.com/fz1x7JbbDg— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 13, 2022 Þeir spænsku létu kné fylgja kviði og þrátt fyrir að þeir hafi lítið bætt við forystuna virtist aldrei líklegt að Finnar myndu minnka muninn eða jafna leikinn. Ef vonin var einhver þá slökkti Rudy Fernández í þeim vonarneista með tveimur flottum þriggja stiga körfum á lokakafla leiks sem Spánn vann 100-90. Willly Hernángomez stóð upp úr hjá Spánverjum með 27 stig, en Lorenzo Brown skoraði tíu stig og gaf ellefu stoðsendingar. Lauri Markkanen skoraði 28 stig og tók ellefu fráköst fyrir Finna. Spánverjar mæta annað hvort Þýskalandi eða Grikklandi í undanúrslitum en þau eigast við í 8-liða úrslitunum í kvöld.
EuroBasket 2022 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Sjá meira