Segja Pútín hafa hafnað málamiðlun og stefnt ótrauðan á innlimun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. september 2022 07:46 Samkvæmt frétt Reuters vildi Pútín ekki láta sér nægja að Úkraínu gengi ekki í NATÓ, heldur vildi hann freista þess að innlima stóra hluta landsins. epa/Sputnik/Gavril Grigorov Reuters segist hafa heimildir fyrir því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi hafnað samningi sem aðalsendifullrúi hans í málefnum Úkraínu hafði náð við stjórnvöld í Kænugarði um að Úkraínumenn gengju ekki í Atlantshafsbandalagið. Sendifulltrúanum, Dmitry Kozak, hafi þess í stað verið tjáð að Pútín hefði útvíkkað markmið sín og stefndi nú að því að innlima stór svæði í Úkraínu. Þetta er allt sagt hafa átt sér stað áður en innrásin hófst. Vitnað er í samtöl við þrjá heimildarmenn, sem sögðu Kozak hafa talið að samningurinn gerði það að verkum að Rússar þyrftu ekki að ráðast í hernaðaraðgerðir í Úkraínu. Pútín hefur ítrekað haldið því fram að ástæða hinna sérstöku hernaðaraðgerða sé sú að NATÓ hafi verið farið að banka á dyr Úkraínu, sem ógnaði tilveru Rússlands. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, neitar því staðfastlega að nokkuð sé hæft í frétt Reuters en hann hefur ítrekað verið staðinn að því að ljúga, meðal annars um yfirvofandi innrás, sem hann sagði á sínum tíma uppspuna fjölmiðla. Diana Magnay, fréttamaður Sky News í Moskvu, segist ekki telja líklegt að Pútín fáist til að láta af aðgerðum í Úkraínu á næstunni. Stjórnvöld í Rússlandi, sem hafa lítið viljað tjá sig um árangursríka gagnsókn Úkraínumanna, eru komin í nokkurn bobba en margir hermálagreinendur og bloggarar hafa gagnrýnt slakan árangur innrásarhersins og þá heyrast nú nokkuð hávær köll eftir formlegri stríðsyfirlýsingu og alsherjar herkvaðningu. Herkvaðning yrði hins vegar óvinsæl og líkleg til að varpa óþægilegu kastljósi á mistök Rússa hingað til. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður NATO Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Sendifulltrúanum, Dmitry Kozak, hafi þess í stað verið tjáð að Pútín hefði útvíkkað markmið sín og stefndi nú að því að innlima stór svæði í Úkraínu. Þetta er allt sagt hafa átt sér stað áður en innrásin hófst. Vitnað er í samtöl við þrjá heimildarmenn, sem sögðu Kozak hafa talið að samningurinn gerði það að verkum að Rússar þyrftu ekki að ráðast í hernaðaraðgerðir í Úkraínu. Pútín hefur ítrekað haldið því fram að ástæða hinna sérstöku hernaðaraðgerða sé sú að NATÓ hafi verið farið að banka á dyr Úkraínu, sem ógnaði tilveru Rússlands. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, neitar því staðfastlega að nokkuð sé hæft í frétt Reuters en hann hefur ítrekað verið staðinn að því að ljúga, meðal annars um yfirvofandi innrás, sem hann sagði á sínum tíma uppspuna fjölmiðla. Diana Magnay, fréttamaður Sky News í Moskvu, segist ekki telja líklegt að Pútín fáist til að láta af aðgerðum í Úkraínu á næstunni. Stjórnvöld í Rússlandi, sem hafa lítið viljað tjá sig um árangursríka gagnsókn Úkraínumanna, eru komin í nokkurn bobba en margir hermálagreinendur og bloggarar hafa gagnrýnt slakan árangur innrásarhersins og þá heyrast nú nokkuð hávær köll eftir formlegri stríðsyfirlýsingu og alsherjar herkvaðningu. Herkvaðning yrði hins vegar óvinsæl og líkleg til að varpa óþægilegu kastljósi á mistök Rússa hingað til.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður NATO Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira