Fyrrum liðsfélagarnir vita ekkert hvernig þeir eiga að stöðva Haaland Valur Páll Eiríksson skrifar 14. september 2022 12:15 Reus og Bellingham (t.h.) segjast báðir óvissir hvernig eigi að stöðva Haaland (t.v.) í kvöld. Alexandre Simoes/Borussia Dortmund via Getty Images Erling Braut Haaland mætir fyrrum liðsfélögum sínum í Borussia Dortmund er þýska liðið heimsækir Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Tveir leikmenn Dortmund segjast ekki hafa hugmynd um hvernig þeir eigi að taka á Norðmanninum. Haaland lék í tvö ár hjá Dortmund og skoraði 62 mörk í 67 deildarleikjum fyrir félagið. Hann hefur haldið uppteknum hætti eftir skipti sín frá þýska liðinu til Manchester City í sumar þar sem hann hefur skorað tólf mörk í átta leikjum í öllum keppnum. Marco Reus, fyrirliði Dortmund, var spurður út í norska undrið í aðdraganda leiks kvöldsins. „Það er magnað hvernig hann stendur sig í Manchester sem stendur. Þá hjálpar auðvitað að liðsfélagar hans eru ekki slakir,“ „Hvernig á maður að stöðva hann? Það er góð spurning. Lykillinn er að vera ekki of seinn að taka ákvörðun, og vera vel á tánum fyrir því sem gerist næst, segir Reus. Svo er bara að vona að hann eigi ekki sinn besta dag,“ Englendingurinn Jude Bellingham, miðjumaður Dortmund, talaði á svipuðum nótum þegar hann sat fyrir svörum. „Ég er ekki alveg viss, svo ég sé hreinskilinn,“ sagði Bellingham. „Við þurfum að komast að því á morgun. Hann er leikmaður með mikil gæði og líkamlega eiginlega sem gera hann afar hættulegan. Það er ekki á ábyrgð eins, heldur þarf framlag alls liðsins til að takast á við hann,“ Leikur Manchester City og Borussia Dortmund hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Alla leiki kvöldsins má sjá að neðan. Dagskráin í Meistaradeildinni í kvöld Miðvikudagur 14. september 16:45 Shakhtar - Celtic (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Manchester City - Dortmund (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Real Madrid - RB Leipzig (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Maccabi Haifa - PSG (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Haaland lék í tvö ár hjá Dortmund og skoraði 62 mörk í 67 deildarleikjum fyrir félagið. Hann hefur haldið uppteknum hætti eftir skipti sín frá þýska liðinu til Manchester City í sumar þar sem hann hefur skorað tólf mörk í átta leikjum í öllum keppnum. Marco Reus, fyrirliði Dortmund, var spurður út í norska undrið í aðdraganda leiks kvöldsins. „Það er magnað hvernig hann stendur sig í Manchester sem stendur. Þá hjálpar auðvitað að liðsfélagar hans eru ekki slakir,“ „Hvernig á maður að stöðva hann? Það er góð spurning. Lykillinn er að vera ekki of seinn að taka ákvörðun, og vera vel á tánum fyrir því sem gerist næst, segir Reus. Svo er bara að vona að hann eigi ekki sinn besta dag,“ Englendingurinn Jude Bellingham, miðjumaður Dortmund, talaði á svipuðum nótum þegar hann sat fyrir svörum. „Ég er ekki alveg viss, svo ég sé hreinskilinn,“ sagði Bellingham. „Við þurfum að komast að því á morgun. Hann er leikmaður með mikil gæði og líkamlega eiginlega sem gera hann afar hættulegan. Það er ekki á ábyrgð eins, heldur þarf framlag alls liðsins til að takast á við hann,“ Leikur Manchester City og Borussia Dortmund hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Alla leiki kvöldsins má sjá að neðan. Dagskráin í Meistaradeildinni í kvöld Miðvikudagur 14. september 16:45 Shakhtar - Celtic (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Manchester City - Dortmund (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Real Madrid - RB Leipzig (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Maccabi Haifa - PSG (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Dagskráin í Meistaradeildinni í kvöld Miðvikudagur 14. september 16:45 Shakhtar - Celtic (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Manchester City - Dortmund (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Real Madrid - RB Leipzig (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Maccabi Haifa - PSG (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira