Rændi eigin sparifé til að borga krabbameinsmeðferð systur sinnar Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2022 11:46 Sali Hafiz og hópur fólks sem fylgdi henni rændu banka í Beirút. AP/Hussein Malla/Facebook Vopnuð kona og hópur aðgerðasinna brutust inn í banka í Beirút í Líbanon í morgun. Konan tók rúmlega þrettán þúsund dali úr bankanum, sem hún sagði vera sparifé sitt og systur sinnar og sagðist hún ætla að nota það til að borga fyrir krabbameinsmeðferð systur sinnar. Konan var vopnuð skammbyssu og sýndi frá því í beinni útsendingu á Facebook þegar hún og hitt fólkið fór fyrst inn í útibú BLOM-bankans í Beirút. Eftir það tók hún upp byssuna og hún og hinir helltu bensíni á gólfið og veggi bankans. Þá hótuðu þau að kveikja í bensíninu. Starfsmenn bankans segja að konan, sem heitir Sali Hafiz, hafi einnig hótað því að skjóta útibússtjórann ef hún fengi ekki peninginn sem hún sagði sinn. „Ég kom ekki hingað til að drepa neinn eða kveikja eld. Ég krefst þess sem ég á,“ sagði hún samkvæmt AFP fréttaveitunni. Hún fékk að endingu peninginn en fólkið komst á brott með því að brjóta rúðu. Ránið stóð yfir í tæpa klukkustund en þrátt fyrir það voru öryggissveitir ekki mættar á vettvang þegar fólkið yfirgaf svæðið. Miklar takmarkanir eru á því hve mikinn pening fólk í Líbanon má taka úr bönkum. Þær takmarkanir hafa verið í gildi frá 2019, vegna gífurlegra efnahagsvandræða í landinu. AP fréttaveitan segir um þrjá af hverjum fjórum í Líbanon vera undir fátæktarmörkum og ástandið fari stöðugt versnandi. Í síðasta mánuði tók maður tíu manns í gíslingu í öðrum banka í Beirút og krafðist þess að fá að taka út sparifé sitt. Hann hélt fólkinu í gíslingu í nokkrar klukkustundir en almenningur í Líbanon hyllti manninn sem hetju. Sjá einnig: Tók banka í gíslingu til að geta tekið út sparifé sitt Hann vildi fá peninga sína til að borga fyrir læknameðferð föður síns. Eftir gíslatökuna var hann handtekinn en honum var sleppt skömmu síðar. Það sama er upp á teningnum að þessu sinni. AFP segir almenning taka hylla konuna eftir bankaránið. Sjá einnig: Reyna að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunaraðgerðir Viðræður ráðamanna í Líbanon við forsvarsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um neyðaraðstoð hafa engan árangur borið en auk þess að ganga í gegnum mikla efnahagskrísu hefur mikil stjórnmálakreppa verið í Líbanon. Líbanon Tengdar fréttir SÞ ítrekað hundsað beiðnir um afhendingu gagna vegna sprengingarinnar í Beirút Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað hundsað beiðnir fjölskyldna þeirra, sem fórust í sprengingunni í Beirút í fyrra, um afhendingu upplýsinga sem myndu hjálpa til við rannsókn málsins. 219 fórust í sprengingunni í ágúst í fyrra og hundruð til viðbótar slösuðust. 22. nóvember 2021 11:50 Minnst fimm fallnir í skothríð í Beirút Minnst fimm liggja í valnum og margir eru sagðir særðir eftir að skothríð hófst á mótmælum í Beirút í morgun. Bandamenn hryðjuverkasamtakanna Hezbollah, sem eru valdamesta fylking Líbanons, komu saman til að mótmæla því að dómari sem hefur unnið að rannsókn á sprengingunni í Beirút gaf út handtökuskipun gagnvart fyrrverandi ráðherra sem er bandamaður Hezbollah. 14. október 2021 11:34 Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi ráðherra vegna sprengingarinnar Dómarinn sem fer fyrir rannsókn á sprengingunni í Beirút, sem varð fyrir rúmu ári síðan, hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ali Hassan Khalil, fyrrverandi efnahagsráðherra Líbanon eftir að hann neitaði að mæta til skýrslutöku vegna málsins. 12. október 2021 10:27 Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. 30. september 2021 11:41 Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Konan var vopnuð skammbyssu og sýndi frá því í beinni útsendingu á Facebook þegar hún og hitt fólkið fór fyrst inn í útibú BLOM-bankans í Beirút. Eftir það tók hún upp byssuna og hún og hinir helltu bensíni á gólfið og veggi bankans. Þá hótuðu þau að kveikja í bensíninu. Starfsmenn bankans segja að konan, sem heitir Sali Hafiz, hafi einnig hótað því að skjóta útibússtjórann ef hún fengi ekki peninginn sem hún sagði sinn. „Ég kom ekki hingað til að drepa neinn eða kveikja eld. Ég krefst þess sem ég á,“ sagði hún samkvæmt AFP fréttaveitunni. Hún fékk að endingu peninginn en fólkið komst á brott með því að brjóta rúðu. Ránið stóð yfir í tæpa klukkustund en þrátt fyrir það voru öryggissveitir ekki mættar á vettvang þegar fólkið yfirgaf svæðið. Miklar takmarkanir eru á því hve mikinn pening fólk í Líbanon má taka úr bönkum. Þær takmarkanir hafa verið í gildi frá 2019, vegna gífurlegra efnahagsvandræða í landinu. AP fréttaveitan segir um þrjá af hverjum fjórum í Líbanon vera undir fátæktarmörkum og ástandið fari stöðugt versnandi. Í síðasta mánuði tók maður tíu manns í gíslingu í öðrum banka í Beirút og krafðist þess að fá að taka út sparifé sitt. Hann hélt fólkinu í gíslingu í nokkrar klukkustundir en almenningur í Líbanon hyllti manninn sem hetju. Sjá einnig: Tók banka í gíslingu til að geta tekið út sparifé sitt Hann vildi fá peninga sína til að borga fyrir læknameðferð föður síns. Eftir gíslatökuna var hann handtekinn en honum var sleppt skömmu síðar. Það sama er upp á teningnum að þessu sinni. AFP segir almenning taka hylla konuna eftir bankaránið. Sjá einnig: Reyna að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunaraðgerðir Viðræður ráðamanna í Líbanon við forsvarsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um neyðaraðstoð hafa engan árangur borið en auk þess að ganga í gegnum mikla efnahagskrísu hefur mikil stjórnmálakreppa verið í Líbanon.
Líbanon Tengdar fréttir SÞ ítrekað hundsað beiðnir um afhendingu gagna vegna sprengingarinnar í Beirút Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað hundsað beiðnir fjölskyldna þeirra, sem fórust í sprengingunni í Beirút í fyrra, um afhendingu upplýsinga sem myndu hjálpa til við rannsókn málsins. 219 fórust í sprengingunni í ágúst í fyrra og hundruð til viðbótar slösuðust. 22. nóvember 2021 11:50 Minnst fimm fallnir í skothríð í Beirút Minnst fimm liggja í valnum og margir eru sagðir særðir eftir að skothríð hófst á mótmælum í Beirút í morgun. Bandamenn hryðjuverkasamtakanna Hezbollah, sem eru valdamesta fylking Líbanons, komu saman til að mótmæla því að dómari sem hefur unnið að rannsókn á sprengingunni í Beirút gaf út handtökuskipun gagnvart fyrrverandi ráðherra sem er bandamaður Hezbollah. 14. október 2021 11:34 Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi ráðherra vegna sprengingarinnar Dómarinn sem fer fyrir rannsókn á sprengingunni í Beirút, sem varð fyrir rúmu ári síðan, hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ali Hassan Khalil, fyrrverandi efnahagsráðherra Líbanon eftir að hann neitaði að mæta til skýrslutöku vegna málsins. 12. október 2021 10:27 Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. 30. september 2021 11:41 Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
SÞ ítrekað hundsað beiðnir um afhendingu gagna vegna sprengingarinnar í Beirút Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað hundsað beiðnir fjölskyldna þeirra, sem fórust í sprengingunni í Beirút í fyrra, um afhendingu upplýsinga sem myndu hjálpa til við rannsókn málsins. 219 fórust í sprengingunni í ágúst í fyrra og hundruð til viðbótar slösuðust. 22. nóvember 2021 11:50
Minnst fimm fallnir í skothríð í Beirút Minnst fimm liggja í valnum og margir eru sagðir særðir eftir að skothríð hófst á mótmælum í Beirút í morgun. Bandamenn hryðjuverkasamtakanna Hezbollah, sem eru valdamesta fylking Líbanons, komu saman til að mótmæla því að dómari sem hefur unnið að rannsókn á sprengingunni í Beirút gaf út handtökuskipun gagnvart fyrrverandi ráðherra sem er bandamaður Hezbollah. 14. október 2021 11:34
Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi ráðherra vegna sprengingarinnar Dómarinn sem fer fyrir rannsókn á sprengingunni í Beirút, sem varð fyrir rúmu ári síðan, hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ali Hassan Khalil, fyrrverandi efnahagsráðherra Líbanon eftir að hann neitaði að mæta til skýrslutöku vegna málsins. 12. október 2021 10:27
Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. 30. september 2021 11:41
Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00