Rændi eigin sparifé til að borga krabbameinsmeðferð systur sinnar Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2022 11:46 Sali Hafiz og hópur fólks sem fylgdi henni rændu banka í Beirút. AP/Hussein Malla/Facebook Vopnuð kona og hópur aðgerðasinna brutust inn í banka í Beirút í Líbanon í morgun. Konan tók rúmlega þrettán þúsund dali úr bankanum, sem hún sagði vera sparifé sitt og systur sinnar og sagðist hún ætla að nota það til að borga fyrir krabbameinsmeðferð systur sinnar. Konan var vopnuð skammbyssu og sýndi frá því í beinni útsendingu á Facebook þegar hún og hitt fólkið fór fyrst inn í útibú BLOM-bankans í Beirút. Eftir það tók hún upp byssuna og hún og hinir helltu bensíni á gólfið og veggi bankans. Þá hótuðu þau að kveikja í bensíninu. Starfsmenn bankans segja að konan, sem heitir Sali Hafiz, hafi einnig hótað því að skjóta útibússtjórann ef hún fengi ekki peninginn sem hún sagði sinn. „Ég kom ekki hingað til að drepa neinn eða kveikja eld. Ég krefst þess sem ég á,“ sagði hún samkvæmt AFP fréttaveitunni. Hún fékk að endingu peninginn en fólkið komst á brott með því að brjóta rúðu. Ránið stóð yfir í tæpa klukkustund en þrátt fyrir það voru öryggissveitir ekki mættar á vettvang þegar fólkið yfirgaf svæðið. Miklar takmarkanir eru á því hve mikinn pening fólk í Líbanon má taka úr bönkum. Þær takmarkanir hafa verið í gildi frá 2019, vegna gífurlegra efnahagsvandræða í landinu. AP fréttaveitan segir um þrjá af hverjum fjórum í Líbanon vera undir fátæktarmörkum og ástandið fari stöðugt versnandi. Í síðasta mánuði tók maður tíu manns í gíslingu í öðrum banka í Beirút og krafðist þess að fá að taka út sparifé sitt. Hann hélt fólkinu í gíslingu í nokkrar klukkustundir en almenningur í Líbanon hyllti manninn sem hetju. Sjá einnig: Tók banka í gíslingu til að geta tekið út sparifé sitt Hann vildi fá peninga sína til að borga fyrir læknameðferð föður síns. Eftir gíslatökuna var hann handtekinn en honum var sleppt skömmu síðar. Það sama er upp á teningnum að þessu sinni. AFP segir almenning taka hylla konuna eftir bankaránið. Sjá einnig: Reyna að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunaraðgerðir Viðræður ráðamanna í Líbanon við forsvarsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um neyðaraðstoð hafa engan árangur borið en auk þess að ganga í gegnum mikla efnahagskrísu hefur mikil stjórnmálakreppa verið í Líbanon. Líbanon Tengdar fréttir SÞ ítrekað hundsað beiðnir um afhendingu gagna vegna sprengingarinnar í Beirút Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað hundsað beiðnir fjölskyldna þeirra, sem fórust í sprengingunni í Beirút í fyrra, um afhendingu upplýsinga sem myndu hjálpa til við rannsókn málsins. 219 fórust í sprengingunni í ágúst í fyrra og hundruð til viðbótar slösuðust. 22. nóvember 2021 11:50 Minnst fimm fallnir í skothríð í Beirút Minnst fimm liggja í valnum og margir eru sagðir særðir eftir að skothríð hófst á mótmælum í Beirút í morgun. Bandamenn hryðjuverkasamtakanna Hezbollah, sem eru valdamesta fylking Líbanons, komu saman til að mótmæla því að dómari sem hefur unnið að rannsókn á sprengingunni í Beirút gaf út handtökuskipun gagnvart fyrrverandi ráðherra sem er bandamaður Hezbollah. 14. október 2021 11:34 Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi ráðherra vegna sprengingarinnar Dómarinn sem fer fyrir rannsókn á sprengingunni í Beirút, sem varð fyrir rúmu ári síðan, hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ali Hassan Khalil, fyrrverandi efnahagsráðherra Líbanon eftir að hann neitaði að mæta til skýrslutöku vegna málsins. 12. október 2021 10:27 Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. 30. september 2021 11:41 Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Konan var vopnuð skammbyssu og sýndi frá því í beinni útsendingu á Facebook þegar hún og hitt fólkið fór fyrst inn í útibú BLOM-bankans í Beirút. Eftir það tók hún upp byssuna og hún og hinir helltu bensíni á gólfið og veggi bankans. Þá hótuðu þau að kveikja í bensíninu. Starfsmenn bankans segja að konan, sem heitir Sali Hafiz, hafi einnig hótað því að skjóta útibússtjórann ef hún fengi ekki peninginn sem hún sagði sinn. „Ég kom ekki hingað til að drepa neinn eða kveikja eld. Ég krefst þess sem ég á,“ sagði hún samkvæmt AFP fréttaveitunni. Hún fékk að endingu peninginn en fólkið komst á brott með því að brjóta rúðu. Ránið stóð yfir í tæpa klukkustund en þrátt fyrir það voru öryggissveitir ekki mættar á vettvang þegar fólkið yfirgaf svæðið. Miklar takmarkanir eru á því hve mikinn pening fólk í Líbanon má taka úr bönkum. Þær takmarkanir hafa verið í gildi frá 2019, vegna gífurlegra efnahagsvandræða í landinu. AP fréttaveitan segir um þrjá af hverjum fjórum í Líbanon vera undir fátæktarmörkum og ástandið fari stöðugt versnandi. Í síðasta mánuði tók maður tíu manns í gíslingu í öðrum banka í Beirút og krafðist þess að fá að taka út sparifé sitt. Hann hélt fólkinu í gíslingu í nokkrar klukkustundir en almenningur í Líbanon hyllti manninn sem hetju. Sjá einnig: Tók banka í gíslingu til að geta tekið út sparifé sitt Hann vildi fá peninga sína til að borga fyrir læknameðferð föður síns. Eftir gíslatökuna var hann handtekinn en honum var sleppt skömmu síðar. Það sama er upp á teningnum að þessu sinni. AFP segir almenning taka hylla konuna eftir bankaránið. Sjá einnig: Reyna að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunaraðgerðir Viðræður ráðamanna í Líbanon við forsvarsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um neyðaraðstoð hafa engan árangur borið en auk þess að ganga í gegnum mikla efnahagskrísu hefur mikil stjórnmálakreppa verið í Líbanon.
Líbanon Tengdar fréttir SÞ ítrekað hundsað beiðnir um afhendingu gagna vegna sprengingarinnar í Beirút Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað hundsað beiðnir fjölskyldna þeirra, sem fórust í sprengingunni í Beirút í fyrra, um afhendingu upplýsinga sem myndu hjálpa til við rannsókn málsins. 219 fórust í sprengingunni í ágúst í fyrra og hundruð til viðbótar slösuðust. 22. nóvember 2021 11:50 Minnst fimm fallnir í skothríð í Beirút Minnst fimm liggja í valnum og margir eru sagðir særðir eftir að skothríð hófst á mótmælum í Beirút í morgun. Bandamenn hryðjuverkasamtakanna Hezbollah, sem eru valdamesta fylking Líbanons, komu saman til að mótmæla því að dómari sem hefur unnið að rannsókn á sprengingunni í Beirút gaf út handtökuskipun gagnvart fyrrverandi ráðherra sem er bandamaður Hezbollah. 14. október 2021 11:34 Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi ráðherra vegna sprengingarinnar Dómarinn sem fer fyrir rannsókn á sprengingunni í Beirút, sem varð fyrir rúmu ári síðan, hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ali Hassan Khalil, fyrrverandi efnahagsráðherra Líbanon eftir að hann neitaði að mæta til skýrslutöku vegna málsins. 12. október 2021 10:27 Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. 30. september 2021 11:41 Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
SÞ ítrekað hundsað beiðnir um afhendingu gagna vegna sprengingarinnar í Beirút Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað hundsað beiðnir fjölskyldna þeirra, sem fórust í sprengingunni í Beirút í fyrra, um afhendingu upplýsinga sem myndu hjálpa til við rannsókn málsins. 219 fórust í sprengingunni í ágúst í fyrra og hundruð til viðbótar slösuðust. 22. nóvember 2021 11:50
Minnst fimm fallnir í skothríð í Beirút Minnst fimm liggja í valnum og margir eru sagðir særðir eftir að skothríð hófst á mótmælum í Beirút í morgun. Bandamenn hryðjuverkasamtakanna Hezbollah, sem eru valdamesta fylking Líbanons, komu saman til að mótmæla því að dómari sem hefur unnið að rannsókn á sprengingunni í Beirút gaf út handtökuskipun gagnvart fyrrverandi ráðherra sem er bandamaður Hezbollah. 14. október 2021 11:34
Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi ráðherra vegna sprengingarinnar Dómarinn sem fer fyrir rannsókn á sprengingunni í Beirút, sem varð fyrir rúmu ári síðan, hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ali Hassan Khalil, fyrrverandi efnahagsráðherra Líbanon eftir að hann neitaði að mæta til skýrslutöku vegna málsins. 12. október 2021 10:27
Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. 30. september 2021 11:41
Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00