Gamla bandið gæti snúið aftur í landsliðið Atli Arason skrifar 15. september 2022 07:01 Aron Einar Gunnarsson gæti mögulega snúið aftur í íslenska landsliðið í fótbolta í næsta landsleikjaglugga. Getty Leikmannahópur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir næsta landsliðsglugga verður tilkynntur föstudaginn 16. september. Í þeim glugga mun Ísland mæta Venesúela í vináttulandsleik þann 22. september áður en liðið leikur við Albaníu í lokaumferð Þjóðadeildarinnar þann 27. september. Samkvæmt heimildum Fotbolti.net eru líkur á því að Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, velji þá Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson, stjörnurnar úr gamla bandinu, aftur í landsliðið eftir rúmlega árs fjarveru. Aron Einar var settur til hliðar þegar hann kom til rannsóknar fyrir meint kynferðisafbrot en þeirri rannsókn er nú formlega lokið. Samkvæmt reglugerð KSÍ eru þeim einstaklingum með mál til meðferðar hjá rannsóknar- og/eða ákæruvaldi gert að stíga tímabundið til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan rannsókn stendur yfir. Því hefur Aron ekkert leikið með landsliðinu síðan 8. júní 2021, þegar íslenska landsliðið gerði 2-2 jafntefli gegn Pólverjum. Á þessu tímabili hefur Aron spilað alla sjö leikina á tímabilinu með Al-Arabi í Katar og ætti því að vera í ágætis leikformi. Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn síðasta landsleik fyrir Ísland þann 8. september árið 2021, í 0-4 tapinu gegn Þjóðverjum á Laugardalsvelli. Jóhann hefur verið að glíma við meiðsli síðastliðið ár en er að koma til baka og hefur leikið fjóra leiki á þessu tímabili með Burnley á Englandi. Alfreð Finnbogason hefur ekki leikið með landsliðinu síðan 15. nóvember 2020, þegar Ísland tapaði 2-1 gegn Danmörku ytra. Alfreð hefur eins og Jóhann ekki gefið kost á sér með landsliðinu að undanförnu en Alfreð er búinn að vera að ná sér eftir erfið meiðsli. Alfreð spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik með sínu nýja liði um helgina, þegar hann lék í 1-1 jafntefli Lyngby gegn Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni. Guðlaugur Victor Pálsson gæti einnig snúið aftur í landsliðshópinn en Guðlaugur Victor hefur ekki spilað með landsliðinu síðan Ísland gerði 1-1 jafntefli við Armeníu þann 8 október 2021. Guðlaugur skipti yfir til DC United í sumar og hefur verið í byrjunarliði liðsins í síðustu átta leikjum í röð. Fjórmenningarnir eru því allir heilir heilsu og í fínu leikformi. Hvort Arnar Þór Viðarsson velur þá á annað í borð landsliðið eftir rúmlega árs fjarveru mun hins vegar koma í ljós á föstudaginn næsta. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Tveir knattspyrnumenn sakaðir um kynferðisbrot Tveir knattspyrnumenn sæta lögreglurannsókn vegna kæru konu sem sakar þá um að hafa brotið gegn henni í Kaupmannahöfn árið 2010. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er annar þeirra en hann fór í gær sjálfur fram á að gefa skýrslu hjá lögreglu. 1. október 2021 12:08 Tveir knattspyrnumenn sakaðir um kynferðisbrot Tveir knattspyrnumenn sæta lögreglurannsókn vegna kæru konu sem sakar þá um að hafa brotið gegn henni í Kaupmannahöfn árið 2010. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er annar þeirra en hann fór í gær sjálfur fram á að gefa skýrslu hjá lögreglu. 1. október 2021 12:08 Niðurfelling staðfest á kynferðisbrotamálinu frá 2010 Ríkissaksóknari hefur staðfest niðurfellingu héraðssaksóknara á kynferðisbrotamáli sem höfðað var gegn knattspyrnumönnunum Aroni Einari Gunnarssyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni. 25. ágúst 2022 15:12 Arnari frjálst að velja Aron Einar Aron Einar Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, gæti snúið aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leik liðsins gegn Albaníu í Þjóðadeildinni eftir mánuð. 26. ágúst 2022 11:16 Freyr segir nýja leikmenn Lyngby koma úr hæstu hillu Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, er einkar ánægður með leikmennina sem liðið sótti í lok félagaskiptagluggans. Þar á meðal var landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason. 4. september 2022 12:31 Alfreð og Sævar byrjuðu báðir í jafntefli við Álaborg Alfreð Finnbogason og Sævar Atli Magnússon spiluðu í fyrsta skipti saman í framlínu Lyngby í 1-1 jafntefli gegn AaB Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni. Alfreð spilaði 60 mínútur en Sævar lék allan leikinn. 11. september 2022 14:30 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Sjá meira
Samkvæmt heimildum Fotbolti.net eru líkur á því að Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, velji þá Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson, stjörnurnar úr gamla bandinu, aftur í landsliðið eftir rúmlega árs fjarveru. Aron Einar var settur til hliðar þegar hann kom til rannsóknar fyrir meint kynferðisafbrot en þeirri rannsókn er nú formlega lokið. Samkvæmt reglugerð KSÍ eru þeim einstaklingum með mál til meðferðar hjá rannsóknar- og/eða ákæruvaldi gert að stíga tímabundið til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan rannsókn stendur yfir. Því hefur Aron ekkert leikið með landsliðinu síðan 8. júní 2021, þegar íslenska landsliðið gerði 2-2 jafntefli gegn Pólverjum. Á þessu tímabili hefur Aron spilað alla sjö leikina á tímabilinu með Al-Arabi í Katar og ætti því að vera í ágætis leikformi. Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn síðasta landsleik fyrir Ísland þann 8. september árið 2021, í 0-4 tapinu gegn Þjóðverjum á Laugardalsvelli. Jóhann hefur verið að glíma við meiðsli síðastliðið ár en er að koma til baka og hefur leikið fjóra leiki á þessu tímabili með Burnley á Englandi. Alfreð Finnbogason hefur ekki leikið með landsliðinu síðan 15. nóvember 2020, þegar Ísland tapaði 2-1 gegn Danmörku ytra. Alfreð hefur eins og Jóhann ekki gefið kost á sér með landsliðinu að undanförnu en Alfreð er búinn að vera að ná sér eftir erfið meiðsli. Alfreð spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik með sínu nýja liði um helgina, þegar hann lék í 1-1 jafntefli Lyngby gegn Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni. Guðlaugur Victor Pálsson gæti einnig snúið aftur í landsliðshópinn en Guðlaugur Victor hefur ekki spilað með landsliðinu síðan Ísland gerði 1-1 jafntefli við Armeníu þann 8 október 2021. Guðlaugur skipti yfir til DC United í sumar og hefur verið í byrjunarliði liðsins í síðustu átta leikjum í röð. Fjórmenningarnir eru því allir heilir heilsu og í fínu leikformi. Hvort Arnar Þór Viðarsson velur þá á annað í borð landsliðið eftir rúmlega árs fjarveru mun hins vegar koma í ljós á föstudaginn næsta.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Tveir knattspyrnumenn sakaðir um kynferðisbrot Tveir knattspyrnumenn sæta lögreglurannsókn vegna kæru konu sem sakar þá um að hafa brotið gegn henni í Kaupmannahöfn árið 2010. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er annar þeirra en hann fór í gær sjálfur fram á að gefa skýrslu hjá lögreglu. 1. október 2021 12:08 Tveir knattspyrnumenn sakaðir um kynferðisbrot Tveir knattspyrnumenn sæta lögreglurannsókn vegna kæru konu sem sakar þá um að hafa brotið gegn henni í Kaupmannahöfn árið 2010. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er annar þeirra en hann fór í gær sjálfur fram á að gefa skýrslu hjá lögreglu. 1. október 2021 12:08 Niðurfelling staðfest á kynferðisbrotamálinu frá 2010 Ríkissaksóknari hefur staðfest niðurfellingu héraðssaksóknara á kynferðisbrotamáli sem höfðað var gegn knattspyrnumönnunum Aroni Einari Gunnarssyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni. 25. ágúst 2022 15:12 Arnari frjálst að velja Aron Einar Aron Einar Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, gæti snúið aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leik liðsins gegn Albaníu í Þjóðadeildinni eftir mánuð. 26. ágúst 2022 11:16 Freyr segir nýja leikmenn Lyngby koma úr hæstu hillu Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, er einkar ánægður með leikmennina sem liðið sótti í lok félagaskiptagluggans. Þar á meðal var landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason. 4. september 2022 12:31 Alfreð og Sævar byrjuðu báðir í jafntefli við Álaborg Alfreð Finnbogason og Sævar Atli Magnússon spiluðu í fyrsta skipti saman í framlínu Lyngby í 1-1 jafntefli gegn AaB Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni. Alfreð spilaði 60 mínútur en Sævar lék allan leikinn. 11. september 2022 14:30 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Sjá meira
Tveir knattspyrnumenn sakaðir um kynferðisbrot Tveir knattspyrnumenn sæta lögreglurannsókn vegna kæru konu sem sakar þá um að hafa brotið gegn henni í Kaupmannahöfn árið 2010. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er annar þeirra en hann fór í gær sjálfur fram á að gefa skýrslu hjá lögreglu. 1. október 2021 12:08
Tveir knattspyrnumenn sakaðir um kynferðisbrot Tveir knattspyrnumenn sæta lögreglurannsókn vegna kæru konu sem sakar þá um að hafa brotið gegn henni í Kaupmannahöfn árið 2010. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er annar þeirra en hann fór í gær sjálfur fram á að gefa skýrslu hjá lögreglu. 1. október 2021 12:08
Niðurfelling staðfest á kynferðisbrotamálinu frá 2010 Ríkissaksóknari hefur staðfest niðurfellingu héraðssaksóknara á kynferðisbrotamáli sem höfðað var gegn knattspyrnumönnunum Aroni Einari Gunnarssyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni. 25. ágúst 2022 15:12
Arnari frjálst að velja Aron Einar Aron Einar Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, gæti snúið aftur í íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leik liðsins gegn Albaníu í Þjóðadeildinni eftir mánuð. 26. ágúst 2022 11:16
Freyr segir nýja leikmenn Lyngby koma úr hæstu hillu Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, er einkar ánægður með leikmennina sem liðið sótti í lok félagaskiptagluggans. Þar á meðal var landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason. 4. september 2022 12:31
Alfreð og Sævar byrjuðu báðir í jafntefli við Álaborg Alfreð Finnbogason og Sævar Atli Magnússon spiluðu í fyrsta skipti saman í framlínu Lyngby í 1-1 jafntefli gegn AaB Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni. Alfreð spilaði 60 mínútur en Sævar lék allan leikinn. 11. september 2022 14:30