Vill gera það sama í ASÍ og hefur verið gert í VR Snorri Másson skrifar 15. september 2022 11:55 Ragnar hefur ákveðið að gefa kost á sér sem næsti forseti Alþýðusambandsins. vísir/samsett/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í október. Hann hefur trú á að hægt sé að sameina hreyfinguna en segir ástandið eins og það hefur verið óásættanlegt. Drífa Snædal greindi frá því í ágúst að hún hefði ákveðið að segja af sér. Hún ekki treysta sér að sinna embættinu áfram og vísaði til slæmra samskipta við "ýmsa kjörna fulltrúa innan sambandsins". Ljóst var að Drífa vísaði þar til Ragnars Þórs og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, sem höfðu verið afar gagnrýnin á störf hennar og þátt ASÍ í kjarabaráttu launafólks. Í október er komið að því að kjósa nýjan forseta Alþýðusambandsins og nú er orðið ljóst að Ragnar Þór mun gefa kost á sér, ákvörðun sem hann segist hafa tekið að vel ígrunduðu máli. „Mín samtöl við mína félaga í hreyfingunni hafa fyrst og fremst snúist um það hvort það sé vilji innan hreyfingarinnar að gera ASÍ að því afli sem það ætti að vera. Og reyna að sameinast um breytingar og hvað við getum gert til að efla sambandið. Það er mikill vilji til þess skynja ég, en hvort ég fái umboð til að leiða þessar breytingar verður bara að koma í ljós á þinginu,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Nái hann kjöri, stígur Ragnar til hliðar sem formaður VR en leiðir þó kjaraviðræður þar til í mars á næsta ári. Hann segir raunhæft að Alþýðusambandið nái á komandi tímum að stilla saman strengi. „Það er allt hægt í þessu og okkur hefur gengið mjög vel með ákveðið verklag hérna hjá VR. Félagið sjálft hefur ekki farið varhluta af deilum og innbyrðis átökum í gegnum árin. Okkur hefur tekist að sameinast og vinna sem ein heild í sömu átt og gengið alveg sérstaklega vel. Ég held að þetta sé hægt og okkur ber skylda til að gera atlögu að þessu og reyna þetta, af því að staðan eins og hún er er bara óásættanleg. Sundrað Alþýðusamband og átökin innan ASÍ eru augljóslega merki um að samningsstaða okkar fer algerlega eftir því hver samheldni okkar er og stuðningurinn á bak við hreyfinguna.“ ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ragnar Þór hyggst sækjast eftir forsetaembættinu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í október. 15. september 2022 10:13 Alþýðusamband Íslands njóti sannmælis Heildarsamtök eru aldrei sterkari en sú samstaða sem ríkir innan þeirra. Í störfum mínum fyrir ASÍ undanfarin 10 ár eða svo hef ég fundið mjög áþreifanlega fyrir mismunandi viðbrögðum stjórnvalda við málflutningi okkar eftir því hvernig samstaðan eða samstöðuleysið er innan verkalýðshreyfingarinnar. 14. september 2022 07:01 VR í hart við Eflingu VR hefur stefnt stéttarfélaginu Eflingu vegna uppsagnar fyrrverandi starfsmanns Eflingar. Málið verður tekið fyrir í Félagsdómi hinn 11. október. 14. september 2022 18:55 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Sjá meira
Drífa Snædal greindi frá því í ágúst að hún hefði ákveðið að segja af sér. Hún ekki treysta sér að sinna embættinu áfram og vísaði til slæmra samskipta við "ýmsa kjörna fulltrúa innan sambandsins". Ljóst var að Drífa vísaði þar til Ragnars Þórs og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, sem höfðu verið afar gagnrýnin á störf hennar og þátt ASÍ í kjarabaráttu launafólks. Í október er komið að því að kjósa nýjan forseta Alþýðusambandsins og nú er orðið ljóst að Ragnar Þór mun gefa kost á sér, ákvörðun sem hann segist hafa tekið að vel ígrunduðu máli. „Mín samtöl við mína félaga í hreyfingunni hafa fyrst og fremst snúist um það hvort það sé vilji innan hreyfingarinnar að gera ASÍ að því afli sem það ætti að vera. Og reyna að sameinast um breytingar og hvað við getum gert til að efla sambandið. Það er mikill vilji til þess skynja ég, en hvort ég fái umboð til að leiða þessar breytingar verður bara að koma í ljós á þinginu,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Nái hann kjöri, stígur Ragnar til hliðar sem formaður VR en leiðir þó kjaraviðræður þar til í mars á næsta ári. Hann segir raunhæft að Alþýðusambandið nái á komandi tímum að stilla saman strengi. „Það er allt hægt í þessu og okkur hefur gengið mjög vel með ákveðið verklag hérna hjá VR. Félagið sjálft hefur ekki farið varhluta af deilum og innbyrðis átökum í gegnum árin. Okkur hefur tekist að sameinast og vinna sem ein heild í sömu átt og gengið alveg sérstaklega vel. Ég held að þetta sé hægt og okkur ber skylda til að gera atlögu að þessu og reyna þetta, af því að staðan eins og hún er er bara óásættanleg. Sundrað Alþýðusamband og átökin innan ASÍ eru augljóslega merki um að samningsstaða okkar fer algerlega eftir því hver samheldni okkar er og stuðningurinn á bak við hreyfinguna.“
ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ragnar Þór hyggst sækjast eftir forsetaembættinu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í október. 15. september 2022 10:13 Alþýðusamband Íslands njóti sannmælis Heildarsamtök eru aldrei sterkari en sú samstaða sem ríkir innan þeirra. Í störfum mínum fyrir ASÍ undanfarin 10 ár eða svo hef ég fundið mjög áþreifanlega fyrir mismunandi viðbrögðum stjórnvalda við málflutningi okkar eftir því hvernig samstaðan eða samstöðuleysið er innan verkalýðshreyfingarinnar. 14. september 2022 07:01 VR í hart við Eflingu VR hefur stefnt stéttarfélaginu Eflingu vegna uppsagnar fyrrverandi starfsmanns Eflingar. Málið verður tekið fyrir í Félagsdómi hinn 11. október. 14. september 2022 18:55 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Sjá meira
Ragnar Þór hyggst sækjast eftir forsetaembættinu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í október. 15. september 2022 10:13
Alþýðusamband Íslands njóti sannmælis Heildarsamtök eru aldrei sterkari en sú samstaða sem ríkir innan þeirra. Í störfum mínum fyrir ASÍ undanfarin 10 ár eða svo hef ég fundið mjög áþreifanlega fyrir mismunandi viðbrögðum stjórnvalda við málflutningi okkar eftir því hvernig samstaðan eða samstöðuleysið er innan verkalýðshreyfingarinnar. 14. september 2022 07:01
VR í hart við Eflingu VR hefur stefnt stéttarfélaginu Eflingu vegna uppsagnar fyrrverandi starfsmanns Eflingar. Málið verður tekið fyrir í Félagsdómi hinn 11. október. 14. september 2022 18:55