Upplýsingum af lokuðum fundi lekið í opinn hóp á Facebook Bjarki Sigurðsson skrifar 15. september 2022 14:56 Hjördís Ýr Johnson er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi lagði fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs Kópavogs um heimildir nefndarmanna til þess að fara með upplýsingar sem fram koma á lokuðum fundum nefnda og ráða. Hún segir orð hennar hafa orðið að umfjöllunarefni á Facebook og að þau hafi verið algjörlega slitin úr samhengi. Hjördís Ýr Johnson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, lagði í morgun fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs þar sem hún óskaði eftir nánari skilgreiningu á þeim trúnaði sem á að ríkja á lokuðum fundum nefnda og ráða sem og vinnufundum kjörinna fulltrúa. „Umræða sem fram fór á lokuðum vinnufundi varð að umfjöllunarefni í opnum hópi á Facebook þar sem orð mín voru algjörlega slitin úr samhengi og einfaldlega farið með ósannindi,“ segir í bókun málsins sem send var áfram til bæjarlögmanns. Snúið út úr orðum hennar Í samtali við fréttastofu segir Hjördís að umræddur fundur hafi verið með meðlimum bæjarstjórnar og ráðsmönnum skipulagsráðs en fundurinn snerist um skipulagsmál. Ummæli hennar frá fundinum birtust stuttu seinna á opnum Facebook-hóp um skipulag Hamraborgar. Hjördís segir að þar hafi verið snúið út úr orðum hennar og að henni hafi verið afar brugðið við að sjá þetta. „Þetta eru ný vinnubrögð þetta er eitthvað sem ég hef aldrei lent áður í á mínum pólitískum ferli. Það hefur alltaf verið passað upp á þegar við erum að vinna svona saman að við getum treyst á og virt þennan trúnað. . Það er oft verið að fara með alls konar viðkvæm mál sem við erum að vinna með og eru ekki orðin opinber strax,“ segir Hjördís. Það væri erfitt að hennar mati að vinna í svona starfi ef ekki er hægt að treysta kollegum sínum til að gæta trúnaðar um mál sem rædd eru á lokuðum fundum. Grafalvarlegt mál „Það á ekki að vitna í hvað einstaka menn segja, hvað þá á svona lokuðum fundum. Þetta er grafalvarlegt mál og skiptir máli upp á framhaldið. Nú erum við að fara í fjárhagsáætlunargerð og á fjölda vinnufunda. Það er svo mikilvægt að við vitum það og treystum því að við getum rætt í trúnaði,“ segir Hjördís. Eins og kom fram fyrr í greininni hefur bókun vegna málsins verið komið til bæjarlögmanns sem sér um að svara fyrirspurn Hjördísar. Kópavogur Samfélagsmiðlar Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Hjördís Ýr Johnson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, lagði í morgun fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs þar sem hún óskaði eftir nánari skilgreiningu á þeim trúnaði sem á að ríkja á lokuðum fundum nefnda og ráða sem og vinnufundum kjörinna fulltrúa. „Umræða sem fram fór á lokuðum vinnufundi varð að umfjöllunarefni í opnum hópi á Facebook þar sem orð mín voru algjörlega slitin úr samhengi og einfaldlega farið með ósannindi,“ segir í bókun málsins sem send var áfram til bæjarlögmanns. Snúið út úr orðum hennar Í samtali við fréttastofu segir Hjördís að umræddur fundur hafi verið með meðlimum bæjarstjórnar og ráðsmönnum skipulagsráðs en fundurinn snerist um skipulagsmál. Ummæli hennar frá fundinum birtust stuttu seinna á opnum Facebook-hóp um skipulag Hamraborgar. Hjördís segir að þar hafi verið snúið út úr orðum hennar og að henni hafi verið afar brugðið við að sjá þetta. „Þetta eru ný vinnubrögð þetta er eitthvað sem ég hef aldrei lent áður í á mínum pólitískum ferli. Það hefur alltaf verið passað upp á þegar við erum að vinna svona saman að við getum treyst á og virt þennan trúnað. . Það er oft verið að fara með alls konar viðkvæm mál sem við erum að vinna með og eru ekki orðin opinber strax,“ segir Hjördís. Það væri erfitt að hennar mati að vinna í svona starfi ef ekki er hægt að treysta kollegum sínum til að gæta trúnaðar um mál sem rædd eru á lokuðum fundum. Grafalvarlegt mál „Það á ekki að vitna í hvað einstaka menn segja, hvað þá á svona lokuðum fundum. Þetta er grafalvarlegt mál og skiptir máli upp á framhaldið. Nú erum við að fara í fjárhagsáætlunargerð og á fjölda vinnufunda. Það er svo mikilvægt að við vitum það og treystum því að við getum rætt í trúnaði,“ segir Hjördís. Eins og kom fram fyrr í greininni hefur bókun vegna málsins verið komið til bæjarlögmanns sem sér um að svara fyrirspurn Hjördísar.
Kópavogur Samfélagsmiðlar Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira