Myndband sýnir Hollywood-lega tilburði innbrotsþjófsins sem seig niður um gat í loftinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. september 2022 21:00 Innbrotsþjófurinn seig niður um gat í þakinu, eftir að hafa sagað sér leið þangað í gegn. Hann átti þó í meiri erfiðleikum með að komast út. Skjáskot Innbrotsþjófur sem lagði töluvert á sig til þess að brjótast inn í verslunina Prinsinn í Árbænum í vikunni fór tómhentur út. Eigandi verslunarinnar veltir því fyrir sér hvort að viðkomandi sé að undirbúa sig undir eitthvað stærra. Í myndbandinu hér að neðan má sjá upptöku úr öryggismyndavél þar sem sjá má tilburði umrædds innbrotsþjófs við innbrotið. Svo virðist sem hann hafi sótt innblásturinn til Hollywood. En hvernig var atburðarrásin? Guðjón Jónasson, eigandi sjoppunnar fór yfir aðstæðurnar með fréttamanni, eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan. „Eins og þið sjáið kannski hérna uppi þá er gat hérna í loftinu. Maðurinn fer hérna og er búinn að saga sig í gegn. Tekur bita úr loftinu og lætur sig síga hérna niður. Hleypur beint að sígarettuskápnum hjá mér sem að þú opnar ekki svo auðveldlega,“ segir Guðjón. Maðurinn klifraði upp á þak og sagaði sér leið í gegnum það.Skjáskot Fát virðist þá hafa komið á innbrotsþjófinn sem hljóp í átt að lokaðri útidyrahurðinni. „Hérna byrjar hann að búa til gat á glerið. Gatið er ekki nema kannski svona stórt og eins og þú sérð, ég myndi kannski rétt ná öxlinni út. Hann hoppar einhvern veginn hérna í gegnum gatið. Festir sig í miðjunni, sporðreisist og lekur einhvern veginn út með glugganum. Þetta er eins og atriði í bíómynd,“ segir Guðjón. Hið flókna innbrot bar hins vegar engar árangur. „Nei, hann hafði ekkert upp úr krafsinu og það eru flestir hérna sem hafa ekkert upp úr krafsinu að koma hérna inn, það er ekkert geymt hérna yfir nóttina,“ segir Guðjón sem var alveg gapandi hissa þegar hann kíkti á öryggismyndavélarnar. Sjoppan Prins í Hraunbæ. Vísir/Vilhelm Þetta er fimmta innbrotið í Prinsinn á einu ári. Þýfið? fjórir sígarettupakkar. Þessi tilraun sker sig þó úr. „Þetta er sú flóknasta, hann hefur horft aðeins of mikið á Mission Impossible þessi. Það er spurning hvort hann sé að æfa sig fyrir eitthvað stærra.“ Ertu með einhver skilaboð til þeirra sem hafa mögulega hug á því að brjótast hingað inn? „Bara sleppið því, það er ekkert að fá upp úr krafsinu.“ Lögreglumál Reykjavík Verslun Tengdar fréttir Þjófurinn sagaði gat á þakið á Prinsinum og lét sig síga niður Fimm sinnum hefur verið brotist inn í sjoppuna Prinsinn í Árbænum í Reykjavík á árinu. Síðasta innbrotið vakti kátínu eigandans fyrir frumlegheit. Hann vekur þó athygli þjófanna á því að engin verðmæti séu til að stela í sjoppunni. 14. september 2022 12:06 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Í myndbandinu hér að neðan má sjá upptöku úr öryggismyndavél þar sem sjá má tilburði umrædds innbrotsþjófs við innbrotið. Svo virðist sem hann hafi sótt innblásturinn til Hollywood. En hvernig var atburðarrásin? Guðjón Jónasson, eigandi sjoppunnar fór yfir aðstæðurnar með fréttamanni, eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan. „Eins og þið sjáið kannski hérna uppi þá er gat hérna í loftinu. Maðurinn fer hérna og er búinn að saga sig í gegn. Tekur bita úr loftinu og lætur sig síga hérna niður. Hleypur beint að sígarettuskápnum hjá mér sem að þú opnar ekki svo auðveldlega,“ segir Guðjón. Maðurinn klifraði upp á þak og sagaði sér leið í gegnum það.Skjáskot Fát virðist þá hafa komið á innbrotsþjófinn sem hljóp í átt að lokaðri útidyrahurðinni. „Hérna byrjar hann að búa til gat á glerið. Gatið er ekki nema kannski svona stórt og eins og þú sérð, ég myndi kannski rétt ná öxlinni út. Hann hoppar einhvern veginn hérna í gegnum gatið. Festir sig í miðjunni, sporðreisist og lekur einhvern veginn út með glugganum. Þetta er eins og atriði í bíómynd,“ segir Guðjón. Hið flókna innbrot bar hins vegar engar árangur. „Nei, hann hafði ekkert upp úr krafsinu og það eru flestir hérna sem hafa ekkert upp úr krafsinu að koma hérna inn, það er ekkert geymt hérna yfir nóttina,“ segir Guðjón sem var alveg gapandi hissa þegar hann kíkti á öryggismyndavélarnar. Sjoppan Prins í Hraunbæ. Vísir/Vilhelm Þetta er fimmta innbrotið í Prinsinn á einu ári. Þýfið? fjórir sígarettupakkar. Þessi tilraun sker sig þó úr. „Þetta er sú flóknasta, hann hefur horft aðeins of mikið á Mission Impossible þessi. Það er spurning hvort hann sé að æfa sig fyrir eitthvað stærra.“ Ertu með einhver skilaboð til þeirra sem hafa mögulega hug á því að brjótast hingað inn? „Bara sleppið því, það er ekkert að fá upp úr krafsinu.“
Lögreglumál Reykjavík Verslun Tengdar fréttir Þjófurinn sagaði gat á þakið á Prinsinum og lét sig síga niður Fimm sinnum hefur verið brotist inn í sjoppuna Prinsinn í Árbænum í Reykjavík á árinu. Síðasta innbrotið vakti kátínu eigandans fyrir frumlegheit. Hann vekur þó athygli þjófanna á því að engin verðmæti séu til að stela í sjoppunni. 14. september 2022 12:06 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Þjófurinn sagaði gat á þakið á Prinsinum og lét sig síga niður Fimm sinnum hefur verið brotist inn í sjoppuna Prinsinn í Árbænum í Reykjavík á árinu. Síðasta innbrotið vakti kátínu eigandans fyrir frumlegheit. Hann vekur þó athygli þjófanna á því að engin verðmæti séu til að stela í sjoppunni. 14. september 2022 12:06