Jakob Snær: Við erum alls ekki hættir Smári Jökull Jónsson skrifar 17. september 2022 16:20 Jakob Snær Árnason var hetja KA manna í dag þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Val. Vísir/Hulda Margrét „Það er alltaf sætt að skora og sérstaklega þegar mörkin telja mikið fyrir liðin. Mér fannst við vinna fyrir þessu í dag,“ sagði Jakob Snær Árnason, hetja KA-manna, en hann skoraði sigurmarkið gegn Val í Bestu deildinni í dag. „Mér fannst við vinna fyrir þessu. Ég er ekkert að segja að þeir hafi verið eitthvað betri en við byrjuðum illa. Síðan fannst mér við koma sterkt inn í leikinn og sérstaklega í síðari hálfleik. Þá fannst mér spurningamerki hvenær við myndum setja markið og það var sætt þegar það kom, hvort sem það var frá mér eða einhverjum öðrum,“ sagði þessi öflugi framherji KA manna sem hefur verið að leika vel að undanförnu. Þegar Jakob skoraði mark KA flaggaði Eysteinn Hrafnkelsson aðstoðardómari rangstöðu en Pétur Guðmundsson dómari dæmdi mark. Ansi sérstakar aðstæður en Pétur virtist hafa rétt fyrir sér því það var Sebastian Hedlund varnarmaður Vals sem skallaði boltann áfram á KA. „Ég vildi meina að ég hafi ekkert verið rangstæður þannig að ég var sallarólegur. Síðan segja þeir að ég hafi mögulega aðeins verið fyrir innan en komið flikk frá varnarmanni. Þetta telur jafn mikið fyrir okkur hvort sem það er í samskeytin eða svona, við erum bara kátir.“ Leikurinn í dag var sá síðasti hjá liðunum í hefðbundinni deildakeppni en nú skiptist deildin í tvennt og liðin í efri og neðri hluta leika sín á milli. KA er í 3.sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Víkingur en átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks. „Það er bara gamla klisjan, einn leikur í einu. Við erum alls ekki hættir og það er ekkert öruggt í þessu. Það eru bara efstu tvö sætin sem gefa Evrópusæti og við erum að stefna á það þangað til annað kemur í ljós,“ sagði Jakob Snær Árnason að lokum. Besta deild karla Valur KA Tengdar fréttir Leik lokið: Valur-KA 0-1 | Akureyringar fara á góðu skriði inn í úrslitakeppnina KA gerði góða ferð á Hlíðarenda og vann 1-0 útisigur, Jakob Snær Árnason með markið þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Patrick Pedersen fékk rautt spjald í liði Vals undir lok leiks. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 15:55 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Sjá meira
„Mér fannst við vinna fyrir þessu. Ég er ekkert að segja að þeir hafi verið eitthvað betri en við byrjuðum illa. Síðan fannst mér við koma sterkt inn í leikinn og sérstaklega í síðari hálfleik. Þá fannst mér spurningamerki hvenær við myndum setja markið og það var sætt þegar það kom, hvort sem það var frá mér eða einhverjum öðrum,“ sagði þessi öflugi framherji KA manna sem hefur verið að leika vel að undanförnu. Þegar Jakob skoraði mark KA flaggaði Eysteinn Hrafnkelsson aðstoðardómari rangstöðu en Pétur Guðmundsson dómari dæmdi mark. Ansi sérstakar aðstæður en Pétur virtist hafa rétt fyrir sér því það var Sebastian Hedlund varnarmaður Vals sem skallaði boltann áfram á KA. „Ég vildi meina að ég hafi ekkert verið rangstæður þannig að ég var sallarólegur. Síðan segja þeir að ég hafi mögulega aðeins verið fyrir innan en komið flikk frá varnarmanni. Þetta telur jafn mikið fyrir okkur hvort sem það er í samskeytin eða svona, við erum bara kátir.“ Leikurinn í dag var sá síðasti hjá liðunum í hefðbundinni deildakeppni en nú skiptist deildin í tvennt og liðin í efri og neðri hluta leika sín á milli. KA er í 3.sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Víkingur en átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks. „Það er bara gamla klisjan, einn leikur í einu. Við erum alls ekki hættir og það er ekkert öruggt í þessu. Það eru bara efstu tvö sætin sem gefa Evrópusæti og við erum að stefna á það þangað til annað kemur í ljós,“ sagði Jakob Snær Árnason að lokum.
Besta deild karla Valur KA Tengdar fréttir Leik lokið: Valur-KA 0-1 | Akureyringar fara á góðu skriði inn í úrslitakeppnina KA gerði góða ferð á Hlíðarenda og vann 1-0 útisigur, Jakob Snær Árnason með markið þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Patrick Pedersen fékk rautt spjald í liði Vals undir lok leiks. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 15:55 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Sjá meira
Leik lokið: Valur-KA 0-1 | Akureyringar fara á góðu skriði inn í úrslitakeppnina KA gerði góða ferð á Hlíðarenda og vann 1-0 útisigur, Jakob Snær Árnason með markið þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Patrick Pedersen fékk rautt spjald í liði Vals undir lok leiks. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 15:55