Neytendur finna vel fyrir verðhækkunum: „Þetta er orðinn ansi dýr pakki“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. september 2022 22:31 Fréttastofa ræddi við nokkra einstaklinga sem voru að versla í matinn. Stöð 2 Útlit er fyrir að verðbólgan hjaðni hægt á næstu mánuðum en verði þó enn mikil. Neytendur finna vel fyrir mikilli verðhækkun á matarkörfunni samhliða hækkunum á öðrum kostnaðarliðum. Fyrir foreldra með börn sé þetta til að mynda orðinn ansi dýr pakki. Í upphafi árs mældist tólf mánaða verðbólga 5,7 prósent en í júlí var hún komin upp í 9,9 prósentustig og hafði ekki verið meiri í tæp þrettán ár. Þrátt fyrir spár viðskiptabankanna um að verðbólgan færi yfir tíu prósent í ágúst minnkaði hún milli mánaða og mældist 9,7 prósent. Greiningadeild Landsbankans spáir því nú að verðbólga í september minnki enn frekar, fari niður í 9,6 prósent, og verði komin niður í 8,8 prósent í desember. Fasteignamarkaðurinn hefur keyrt verðbólguna áfram undanfarna mánuði en í ágúst var vægi húsnæðiskostnaðar um fjögur prósent af 9,7 prósentustigum. Ferðir og flutningar voru næst stærsti hlutinn eða 1,6 prósent. Þriðji stærsti flokkurinn var síðan matur og drykkjavörur og átti sá flokkur 1,3 prósent í verðbólgunni. Skipting verðbólgunnar eftir flokkum. En hafa neytendur fundið fyrir því að matarkarfan hafi hækkað? „Já ég myndi nú segja það, alveg töluvert. Einn poki kannski fer úr því að vera fimm þúsund í það að vera sjö þúsund kall,“ segir Svava Marín Óskarsdóttir. „Aðeins en kannski ekki svo ýkja mikið,“ segir Sveinn Ragnar Jónsson. „Já, það geri ég alveg helling, mjög mikið á þessu ári,“ segir Hildur Margrét Einarsdóttir. „Já, ég finn fyrir því. Ég er svona að versla inn á heimili í fyrsta skiptið núna á ævinni, ungur maður. Þannig já,“ segir Egill Örnuson Hermannsson. „Ég verð vör við það já. Ég finn bara fyrir því þegar ég kem að kassanum að almennt hafa vörur hækkað,“ segir Hrafnhildur Helgadóttir. Bætist ofan á aðrar verðhækkanir Kaffi, te og kakó hefur hækkað mest í verði, eða um 14,2 prósent frá því í upphafi árs. Þá hefur kjöt hækkað um 9,2 prósent frá upphafi árs, fiskur um 7,2 prósent, olíur og feitmeti um 6,9 prósent, og mjólkurvörur og egg um 5,7 prósent. Frá því að heimsfaraldurinn hófst hefur hækkunin verið enn meiri, eða allt að 25 prósent. Samkvæmt upplýsingum frá verðlagseftirliti Alþýðusambandsins er ekki mikið tilefni til frekari hækkana en neytendur finna vel fyrir þeirri hækkun sem hefur þegar átt sér stað. Það bætist síðan ofan á hækkanir á öðrum sviðum, til að mynda hærra bensínverð og aukinn húsnæðiskostnað. „Auðvitað hangir þetta allt á sömu spýtunni, það eru launin og það sem maður hefur í vasanum, það tekur á því. Mér finnst þetta bara ömurlegt fyrir fólk sem er með börn og svona,“ segir Hrafnhildur. „Þetta fylgir allt saman. Líka bara fyrir börn í fótbolta og fimleikum og svoleiðis þá er þetta orðinn ansi dýr pakki, getur maður sagt,“ segir Svava. Neytendur Matur Verslun Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Þau sömu og finni mest fyrir verðbólgunni séu látin taka skellinn í baráttunni gegn henni Ríkisstjórnin ákveður með nýju fjárlagafrumvarpi að láta þau sömu og finna mest fyrir verðbólgunni taka skellinn í baráttunni gegn verðbólgunni að mati Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanni Samfylkingarinnar. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, telur að ríkisstjórnin skjóti sig í báðar fætur með frumvarpinu. 12. september 2022 19:26 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Sjá meira
Í upphafi árs mældist tólf mánaða verðbólga 5,7 prósent en í júlí var hún komin upp í 9,9 prósentustig og hafði ekki verið meiri í tæp þrettán ár. Þrátt fyrir spár viðskiptabankanna um að verðbólgan færi yfir tíu prósent í ágúst minnkaði hún milli mánaða og mældist 9,7 prósent. Greiningadeild Landsbankans spáir því nú að verðbólga í september minnki enn frekar, fari niður í 9,6 prósent, og verði komin niður í 8,8 prósent í desember. Fasteignamarkaðurinn hefur keyrt verðbólguna áfram undanfarna mánuði en í ágúst var vægi húsnæðiskostnaðar um fjögur prósent af 9,7 prósentustigum. Ferðir og flutningar voru næst stærsti hlutinn eða 1,6 prósent. Þriðji stærsti flokkurinn var síðan matur og drykkjavörur og átti sá flokkur 1,3 prósent í verðbólgunni. Skipting verðbólgunnar eftir flokkum. En hafa neytendur fundið fyrir því að matarkarfan hafi hækkað? „Já ég myndi nú segja það, alveg töluvert. Einn poki kannski fer úr því að vera fimm þúsund í það að vera sjö þúsund kall,“ segir Svava Marín Óskarsdóttir. „Aðeins en kannski ekki svo ýkja mikið,“ segir Sveinn Ragnar Jónsson. „Já, það geri ég alveg helling, mjög mikið á þessu ári,“ segir Hildur Margrét Einarsdóttir. „Já, ég finn fyrir því. Ég er svona að versla inn á heimili í fyrsta skiptið núna á ævinni, ungur maður. Þannig já,“ segir Egill Örnuson Hermannsson. „Ég verð vör við það já. Ég finn bara fyrir því þegar ég kem að kassanum að almennt hafa vörur hækkað,“ segir Hrafnhildur Helgadóttir. Bætist ofan á aðrar verðhækkanir Kaffi, te og kakó hefur hækkað mest í verði, eða um 14,2 prósent frá því í upphafi árs. Þá hefur kjöt hækkað um 9,2 prósent frá upphafi árs, fiskur um 7,2 prósent, olíur og feitmeti um 6,9 prósent, og mjólkurvörur og egg um 5,7 prósent. Frá því að heimsfaraldurinn hófst hefur hækkunin verið enn meiri, eða allt að 25 prósent. Samkvæmt upplýsingum frá verðlagseftirliti Alþýðusambandsins er ekki mikið tilefni til frekari hækkana en neytendur finna vel fyrir þeirri hækkun sem hefur þegar átt sér stað. Það bætist síðan ofan á hækkanir á öðrum sviðum, til að mynda hærra bensínverð og aukinn húsnæðiskostnað. „Auðvitað hangir þetta allt á sömu spýtunni, það eru launin og það sem maður hefur í vasanum, það tekur á því. Mér finnst þetta bara ömurlegt fyrir fólk sem er með börn og svona,“ segir Hrafnhildur. „Þetta fylgir allt saman. Líka bara fyrir börn í fótbolta og fimleikum og svoleiðis þá er þetta orðinn ansi dýr pakki, getur maður sagt,“ segir Svava.
Neytendur Matur Verslun Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Þau sömu og finni mest fyrir verðbólgunni séu látin taka skellinn í baráttunni gegn henni Ríkisstjórnin ákveður með nýju fjárlagafrumvarpi að láta þau sömu og finna mest fyrir verðbólgunni taka skellinn í baráttunni gegn verðbólgunni að mati Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanni Samfylkingarinnar. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, telur að ríkisstjórnin skjóti sig í báðar fætur með frumvarpinu. 12. september 2022 19:26 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Sjá meira
Þau sömu og finni mest fyrir verðbólgunni séu látin taka skellinn í baráttunni gegn henni Ríkisstjórnin ákveður með nýju fjárlagafrumvarpi að láta þau sömu og finna mest fyrir verðbólgunni taka skellinn í baráttunni gegn verðbólgunni að mati Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanni Samfylkingarinnar. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, telur að ríkisstjórnin skjóti sig í báðar fætur með frumvarpinu. 12. september 2022 19:26