Icelandair stefnir núna á þrjátíu sæta rafmagnsflugvél fyrir innanlandsflug Kristján Már Unnarsson skrifar 18. september 2022 07:27 ES-30 vélin verður fjögurra hreyfla hávængja. Rafhlöðurnar verða í kassanum undir miðjum skrokknum. Heart Aerospace Rafmagnsflugvélin, sem Icelandair tilkynnti á föstudag að félagið hygðist taka þátt í að þróa með Heart Aerospace, verður uppfærð útgáfa af minni vél, sem sænski flugvélaframleiðandinn var búinn að vera með í þróun. Stefnt er að því að nýja flugvélin verði komin í farþegaflug árið 2028, eftir sex ár. Icelandair og Heart Aerospace höfðu áður skrifað undir viljayfirlýsingu um nítján sæta rafmagnsflugvél, ES-19, sem átti að verða tilbúin árið 2026. Ný útfærsla af vélinni, ES-30, mun koma í stað hennar, og verður með þrjátíu sætum, og segir Icelandair að hún muni nýtast vel í innanlandsflugi á Íslandi. Í kynningu Heart Aerospace var flugvélin sýnd í litum Icelandair á lista yfir flugfélög sem ritað hafa undir viljayfirlýsingu um kaup.Heart Aerospace Nýja gerðin verður 22,7 metra löng, 5,2 metrum lengri en sú fyrri. Vænghafið hefur breikkað úr 23 metrum á ES-19 í 30,77 metra á ES-30. Farþegarýmið verður talsvert stærra, víkkar úr 1,46 metrum upp í 2,21 metra, sem gefur færi á 2+1 sætaskipan í ES-30 miðað við 1+1 sætaskipan í ES-19. Þótt hún sé gefin upp fyrir 30 sæti býður rýmið einnig upp á 34 sæta útfærslu með þrengra bili á milli sæta, eða 29 tommur. Þá gerir hönnun hennar ráð fyrir að síðar verði hægt að smíða lengri útgáfu með allt að 50 sætum. Í farþegarýminu er gert ráð fyrir 2+1 sætaskipan.Heart Aerospace Fjölgun farþegasæta úr nítján í þrjátíu er ekki eina breytingin. Áður var miðað við að hún gengi eingöngu fyrir rafmagni en núna er gert ráð að hún verði tvinnvél og geti einnig gengið á flugvélaeldsneyti. Anders Forslund, stofnandi og forstjóri Heart Aerospace, útskýrir breytinguna með því að ES-19 vélin hafi upphaflega eingöngu verið hugsuð fyrir norrænan heimamarkað. Eftir að tilkynnt hafi verið um smíði hennar hafi óskir komið alls staðar að úr heiminum. Flugvélin var kynnt í flugskýli í Gautaborg síðastiðinn fimmtudag. Anders Forslund, forstjóri og stofnandi Heart Aerospace, á sviðinu.Heart Aerospace „ES-19 var sérsniðin fyrir norræna markaði. Til að búa til flugvél sem getur flogið alls staðar þurfti að breyta henni,“ segir Forslund. Breyta hafi þurft farangursrýminu. Þyngd rafhlaðna hafi verið krefjandi og jafnframt hafi öryggiskröfur um minnst 45 mínútna varaafl, eða 100 sjómílur, kallað á uppfærslu í stærri vél. Anders Forslund, stofnandi og forstjóri Heart Aerospace.Heart Aerospace Í kynningu Heart Aerospace og Icelandair á flugvélinni kemur fram að drægni hennar verði um 200 kílómetrar með 30 farþega á rafmagni eingöngu, 400 kílómetrar með blöndu af rafmagni og sjálfbæru flugvélaeldsneyti, en allt að 800 kílómetrar með 25 farþega. „Þannig gæti flugvélin nýst á öllum flugleiðum innanlands og dregið umtalsvert úr kolefnislosun,“ segir Icelandair. Grind er komin að frumeintakinu.Heart Aerospace Heart gerir jafnframt ráð fyrir að flugdrægni aukist eftir því sem rafhlöðutækni vindur fram. Árið 2035 komist hún 300 kílómetra á rafmagni og 500 kílómetra sem tvinnvél, og fyrir árið 2040 komist hún 400 kílómetra á rafmagni og 600 kílómetra sem tvinnvél. Áætlað er að hún þurfi 1.100 metra langa flugbraut, fljúgi í allt að 20 þúsund feta hæð og þrjátíu mínútur taki að hlaða rafhlöðurnar á milli flugferða með hraðhleðslu. Með rafmótorum verði hún mjög hljóðlát. Úr þróunarsetri Heart Aerospace.Heart Aerospace Sama dag og Icelandair skrifaði undir viljayfirlýsinguna um stærri vélina síðastliðinn fimmtudag skýrði Heart Aerospace frá því að kanadíska flugfélagið Air Canada og sænsku flugvélaverksmiðjurnar Saab hefðu bæst í hluthafahópinn, jafnframt því sem Air Canada hefði pantað þrjátíu eintök af vélinni. Áður voru United Airlines og SAS orðnir hluthafar. Flugvélaverksmiðjurnar verða í Gautaborg í Svíþjóð. United Airlines og Mesa Air Group höfðu áður pantað alls 200 rafmagnsflugvélar af ES-19 gerðinni og uppfærðu pöntunina í ES-30. Í fréttatilkynningu Heart Aerospace segir að til viðbótar hafi fjöldi félaga skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup á alls 96 vélum. Í þeim hópi séu meðal annarra norrænu flugfélögin Icelandair, Braathens og SAS. Áætlað er flugvélin verði komin í farþegaflug árið 2028.Heart Aerospace Heart Aerospace kynnti jafnframt á fimmtudag ákvörðun um að flugvélarnar yrðu smíðaðar í nýrri verksmiðju, sem félagið reisir á Säve-flugvellinum í Gautaborg. Starfsmenn fyrirtækisins eru núna 130 talsins en fjölgar hratt og áætlað að þeir verði orðnir 500 árið 2025. Fréttir af flugi Icelandair Svíþjóð Loftslagsmál Samgöngur Orkumál Umhverfismál Reykjavíkurflugvöllur Orkuskipti Tengdar fréttir Ný rafmagnsflugvél geri innanlandsflug kolefnislaus Icelandair mun taka þátt í þróun nýrrar rafmagnsflugvélar en flugfélagið undirritaði viljayfirlýsingu um nýja rafmagnsflugvél í gær við Heart Aerospace. Nýja vélin er sögð geta gert kolefnislaus innanlandsflug að veruleika. 16. september 2022 21:33 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. 14. júlí 2021 22:44 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Icelandair og Heart Aerospace höfðu áður skrifað undir viljayfirlýsingu um nítján sæta rafmagnsflugvél, ES-19, sem átti að verða tilbúin árið 2026. Ný útfærsla af vélinni, ES-30, mun koma í stað hennar, og verður með þrjátíu sætum, og segir Icelandair að hún muni nýtast vel í innanlandsflugi á Íslandi. Í kynningu Heart Aerospace var flugvélin sýnd í litum Icelandair á lista yfir flugfélög sem ritað hafa undir viljayfirlýsingu um kaup.Heart Aerospace Nýja gerðin verður 22,7 metra löng, 5,2 metrum lengri en sú fyrri. Vænghafið hefur breikkað úr 23 metrum á ES-19 í 30,77 metra á ES-30. Farþegarýmið verður talsvert stærra, víkkar úr 1,46 metrum upp í 2,21 metra, sem gefur færi á 2+1 sætaskipan í ES-30 miðað við 1+1 sætaskipan í ES-19. Þótt hún sé gefin upp fyrir 30 sæti býður rýmið einnig upp á 34 sæta útfærslu með þrengra bili á milli sæta, eða 29 tommur. Þá gerir hönnun hennar ráð fyrir að síðar verði hægt að smíða lengri útgáfu með allt að 50 sætum. Í farþegarýminu er gert ráð fyrir 2+1 sætaskipan.Heart Aerospace Fjölgun farþegasæta úr nítján í þrjátíu er ekki eina breytingin. Áður var miðað við að hún gengi eingöngu fyrir rafmagni en núna er gert ráð að hún verði tvinnvél og geti einnig gengið á flugvélaeldsneyti. Anders Forslund, stofnandi og forstjóri Heart Aerospace, útskýrir breytinguna með því að ES-19 vélin hafi upphaflega eingöngu verið hugsuð fyrir norrænan heimamarkað. Eftir að tilkynnt hafi verið um smíði hennar hafi óskir komið alls staðar að úr heiminum. Flugvélin var kynnt í flugskýli í Gautaborg síðastiðinn fimmtudag. Anders Forslund, forstjóri og stofnandi Heart Aerospace, á sviðinu.Heart Aerospace „ES-19 var sérsniðin fyrir norræna markaði. Til að búa til flugvél sem getur flogið alls staðar þurfti að breyta henni,“ segir Forslund. Breyta hafi þurft farangursrýminu. Þyngd rafhlaðna hafi verið krefjandi og jafnframt hafi öryggiskröfur um minnst 45 mínútna varaafl, eða 100 sjómílur, kallað á uppfærslu í stærri vél. Anders Forslund, stofnandi og forstjóri Heart Aerospace.Heart Aerospace Í kynningu Heart Aerospace og Icelandair á flugvélinni kemur fram að drægni hennar verði um 200 kílómetrar með 30 farþega á rafmagni eingöngu, 400 kílómetrar með blöndu af rafmagni og sjálfbæru flugvélaeldsneyti, en allt að 800 kílómetrar með 25 farþega. „Þannig gæti flugvélin nýst á öllum flugleiðum innanlands og dregið umtalsvert úr kolefnislosun,“ segir Icelandair. Grind er komin að frumeintakinu.Heart Aerospace Heart gerir jafnframt ráð fyrir að flugdrægni aukist eftir því sem rafhlöðutækni vindur fram. Árið 2035 komist hún 300 kílómetra á rafmagni og 500 kílómetra sem tvinnvél, og fyrir árið 2040 komist hún 400 kílómetra á rafmagni og 600 kílómetra sem tvinnvél. Áætlað er að hún þurfi 1.100 metra langa flugbraut, fljúgi í allt að 20 þúsund feta hæð og þrjátíu mínútur taki að hlaða rafhlöðurnar á milli flugferða með hraðhleðslu. Með rafmótorum verði hún mjög hljóðlát. Úr þróunarsetri Heart Aerospace.Heart Aerospace Sama dag og Icelandair skrifaði undir viljayfirlýsinguna um stærri vélina síðastliðinn fimmtudag skýrði Heart Aerospace frá því að kanadíska flugfélagið Air Canada og sænsku flugvélaverksmiðjurnar Saab hefðu bæst í hluthafahópinn, jafnframt því sem Air Canada hefði pantað þrjátíu eintök af vélinni. Áður voru United Airlines og SAS orðnir hluthafar. Flugvélaverksmiðjurnar verða í Gautaborg í Svíþjóð. United Airlines og Mesa Air Group höfðu áður pantað alls 200 rafmagnsflugvélar af ES-19 gerðinni og uppfærðu pöntunina í ES-30. Í fréttatilkynningu Heart Aerospace segir að til viðbótar hafi fjöldi félaga skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup á alls 96 vélum. Í þeim hópi séu meðal annarra norrænu flugfélögin Icelandair, Braathens og SAS. Áætlað er flugvélin verði komin í farþegaflug árið 2028.Heart Aerospace Heart Aerospace kynnti jafnframt á fimmtudag ákvörðun um að flugvélarnar yrðu smíðaðar í nýrri verksmiðju, sem félagið reisir á Säve-flugvellinum í Gautaborg. Starfsmenn fyrirtækisins eru núna 130 talsins en fjölgar hratt og áætlað að þeir verði orðnir 500 árið 2025.
Fréttir af flugi Icelandair Svíþjóð Loftslagsmál Samgöngur Orkumál Umhverfismál Reykjavíkurflugvöllur Orkuskipti Tengdar fréttir Ný rafmagnsflugvél geri innanlandsflug kolefnislaus Icelandair mun taka þátt í þróun nýrrar rafmagnsflugvélar en flugfélagið undirritaði viljayfirlýsingu um nýja rafmagnsflugvél í gær við Heart Aerospace. Nýja vélin er sögð geta gert kolefnislaus innanlandsflug að veruleika. 16. september 2022 21:33 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. 14. júlí 2021 22:44 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Ný rafmagnsflugvél geri innanlandsflug kolefnislaus Icelandair mun taka þátt í þróun nýrrar rafmagnsflugvélar en flugfélagið undirritaði viljayfirlýsingu um nýja rafmagnsflugvél í gær við Heart Aerospace. Nýja vélin er sögð geta gert kolefnislaus innanlandsflug að veruleika. 16. september 2022 21:33
Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30
Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33
Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. 14. júlí 2021 22:44