Konurnar segja ósatt og varaformaðurinn lætur hafa sig að fífli Jón Hjaltason og Brynjólfur Ingvarsson skrifa 19. september 2022 00:18 Þrjár konur hafa borið „ónefnda karlaforystu“ Flokks fólksins á Akureyri – og „aðstoðarmenn þeirra“ – þungum sökum. Karlaforystan ónefnda erum við undirritaðir, Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason. Okkur tveimur er gefið að sök að hafa „sífellt lítilsvirt og hunsað“ konurnar þrjár og sagt þær „vitlausar“ og „geðveikar.“ Þessar ásakanir setja konurnar fram nauðbeygðar „í kjölfar yfirlýsinga varaformanns Flokks fólksins“ sem birst höfðu skömmu áður á fésbókarsíðu varaformannsins. Samhengið hér á milli vekur óneitanlega upp spurningar en spáum ekki í eyður heldur höldum okkur við staðreyndir. Fullyrðingar kvennanna eru svo fjarri öllum sanni sem hugsast getur. Síðan Brynjólfur náði kjöri í bæjarstjórn Akureyrar hefur forustusveit flokksins fundað býsna reglulega. Sú sveit er skipuð okkur undirrituðum og konunum þremur sem nú bera okkur þungum sökum. Á þessum trúnaðarfundum hafa þær aldrei – við undirstrikum aldrei – verið lítilsvirtar, hvað þá kallaðar vitlausar eða geðveikar. Þvert á móti hafa þar allir setið við sama borð, verið jafningjar, og þær ekki síður en undirritaðir haft orðið. Hvað varðar 10. septemberfundinn þá mætti Málfríður Þórðardóttir grátandi á þann fund. Hefur eitthvað komið fyrir, er hægt að gera eitthvað fyrir þig, eigum við ekki að fresta fundi uns þú hefur jafnað þig? Með þessum orðum var tekið á móti henni. Það hvessti hins vegar þegar umræðan hófst um tilraun hennar og stallsystra til að hrekja Brynjólf úr bæjarstjórn. Sem að vísu átti að gerast undir yfirskini mannkærleika. Semja átti „tilmæli“ þar sem Brynjólfur væri hvattur til að taka sér veikindaleyfi sem hafði þó aldrei verið borið undir hann sjálfan, er hann þó læknir að mennt. Skoðun Jóns var að slík tilmæli hefði fyrst átt að ræða augliti til auglitis við meintan sjúkling og beindi hann þeirri spurningu til Málfríðar hvort hún væri honum ósammála. Hún vék sér ítrekað undan að svara. Þá barði Jón í borðið og heimtaði ákveðið svar. Þetta er allt „ofbeldið“ sem þessar konur geta mögulega kvartað undan. Hvað varðar bréf oddvitans sem þær nefna og segja „hlaðið rógburði“ og öðrum ófögnuði þá höfum við skorað á þær að tilgreina allar þær „rangfærslur“ og „hótanir“ sem þar er að finna en ekki fengið svar. Að lokum um hið „kynferðislega áreiti“ sem „sumar okkar“ hafa orðið fyrir svo vitnað sé beint í skrif kvennanna. Okkur setur einfaldlega hljóða við þessi orð og áleitin spurning situr eftir: Hversu lágt getur mannskepnan lagst til að koma höggi á náunga sinn? Við höfum þegar krafist þess af títtnefndum konum að þær taki ömurleg og mannorðs-skemmandi ummæli sín til baka, biðjist opinberlega afsökunar og geri það sem allra fyrst. Sú krafa er hér með ítrekuð. Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir Jón Hjaltason sagnfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Akureyri Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Þrjár konur hafa borið „ónefnda karlaforystu“ Flokks fólksins á Akureyri – og „aðstoðarmenn þeirra“ – þungum sökum. Karlaforystan ónefnda erum við undirritaðir, Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason. Okkur tveimur er gefið að sök að hafa „sífellt lítilsvirt og hunsað“ konurnar þrjár og sagt þær „vitlausar“ og „geðveikar.“ Þessar ásakanir setja konurnar fram nauðbeygðar „í kjölfar yfirlýsinga varaformanns Flokks fólksins“ sem birst höfðu skömmu áður á fésbókarsíðu varaformannsins. Samhengið hér á milli vekur óneitanlega upp spurningar en spáum ekki í eyður heldur höldum okkur við staðreyndir. Fullyrðingar kvennanna eru svo fjarri öllum sanni sem hugsast getur. Síðan Brynjólfur náði kjöri í bæjarstjórn Akureyrar hefur forustusveit flokksins fundað býsna reglulega. Sú sveit er skipuð okkur undirrituðum og konunum þremur sem nú bera okkur þungum sökum. Á þessum trúnaðarfundum hafa þær aldrei – við undirstrikum aldrei – verið lítilsvirtar, hvað þá kallaðar vitlausar eða geðveikar. Þvert á móti hafa þar allir setið við sama borð, verið jafningjar, og þær ekki síður en undirritaðir haft orðið. Hvað varðar 10. septemberfundinn þá mætti Málfríður Þórðardóttir grátandi á þann fund. Hefur eitthvað komið fyrir, er hægt að gera eitthvað fyrir þig, eigum við ekki að fresta fundi uns þú hefur jafnað þig? Með þessum orðum var tekið á móti henni. Það hvessti hins vegar þegar umræðan hófst um tilraun hennar og stallsystra til að hrekja Brynjólf úr bæjarstjórn. Sem að vísu átti að gerast undir yfirskini mannkærleika. Semja átti „tilmæli“ þar sem Brynjólfur væri hvattur til að taka sér veikindaleyfi sem hafði þó aldrei verið borið undir hann sjálfan, er hann þó læknir að mennt. Skoðun Jóns var að slík tilmæli hefði fyrst átt að ræða augliti til auglitis við meintan sjúkling og beindi hann þeirri spurningu til Málfríðar hvort hún væri honum ósammála. Hún vék sér ítrekað undan að svara. Þá barði Jón í borðið og heimtaði ákveðið svar. Þetta er allt „ofbeldið“ sem þessar konur geta mögulega kvartað undan. Hvað varðar bréf oddvitans sem þær nefna og segja „hlaðið rógburði“ og öðrum ófögnuði þá höfum við skorað á þær að tilgreina allar þær „rangfærslur“ og „hótanir“ sem þar er að finna en ekki fengið svar. Að lokum um hið „kynferðislega áreiti“ sem „sumar okkar“ hafa orðið fyrir svo vitnað sé beint í skrif kvennanna. Okkur setur einfaldlega hljóða við þessi orð og áleitin spurning situr eftir: Hversu lágt getur mannskepnan lagst til að koma höggi á náunga sinn? Við höfum þegar krafist þess af títtnefndum konum að þær taki ömurleg og mannorðs-skemmandi ummæli sín til baka, biðjist opinberlega afsökunar og geri það sem allra fyrst. Sú krafa er hér með ítrekuð. Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir Jón Hjaltason sagnfræðingur
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun