Segjast alveg ráða við „íslensku“ launin hans Heimis Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2022 09:01 Heimir Hallgrímsson stýrir Reggístrákunum næstu fjögur árin og stefnan er sett á HM 2026. JFF/GETTY Þrátt fyrir að knattspyrnusamband Jamaíku hafi átt í fjárhagserfiðleikum á síðustu árum þá segir fjármálastjóri sambandsins það alveg ráða við að sækja erlent þjálfarateymi. Laun Heimis Hallgrímssonar verði ekki vandamál. Heimir var á föstudag ráðinn þjálfari karlalandsliðs Jamaíku. Hann tekur með sér Guðmund Hreiðarsson sem markmannsþjálfara og Svíann John Erik Wall sem aðstoðarþjálfara, en ekki Helga Kolviðsson eins og fullyrt hafði verið í jamaískum miðlum í síðustu viku. Heimir sagðist í viðtali við RÚV um helgina ekki vera á neitt mikið hærri launum en þekktist á Íslandi en hann skrifaði undir samning til fjögurra ára við jamaíska sambandið: „Þetta er örugglega bara svipað og maður hefði fengið á Íslandi. Þetta er ekki stórt knattspyrnusamband og ekki auðugt land en það á ríkan kúltúr og það er ótrúlega gaman að hitta fólk hérna. Það vegur upp á móti hinu,“ sagði Heimir við RÚV. „Teljum okkur ráða við þetta“ Dennis Chung, fjármálastjóri jamaíska sambandsins, segir að þrátt fyrir ákveðna fjárhagsörðugleika síðustu ár þá ráði sambandið alveg við að greiða nýja þjálfaranum laun: „Við erum búin að finna fjármagnið og teljum okkur ráða við þetta. Við höfum gert þær áætlanir sem við þurfum að gera. Við höfum gert ákveðnar innanbúðarbreytingar varðandi stjórnun og teljum okkur ráða við þetta,“ sagði Chung við The Jamaica Gleaner. Jamaíski íþróttafræðingurinn og þjálfarinn Pete Coley nefndi það í samtali við Vísi í síðustu viku að síðustu misseri hefðu verið vandamál í tengslum við laun leikmanna. Fé hefði ekki verið ráðstafað með réttum hætti en hann vildi þó ekki nota orðið „spilling“. Að sögn Chung horfir allt til betri vegar nú og Jamaíkumenn vonast til þess að komast á HM í annað sinn í sögunni, eftir að hafa fyrst komist á HM 1998. Samkvæmt The Jamaica Gleaner var yfir 100 milljónum Bandaríkjadala varið í að reyna að koma Jamaíku á HM 2022, án árangurs. „Sumt af þessu er áhætta. Við vitum að við höfum átt í fjárhagserfiðleikum. Við höfum verið að hreinsa upp miklar skuldir, til að mynda skattaskuldir sem við glímdum við. Við höfum greitt leikmönnum fyrir 11 af síðustu 14 leikjum og teljum að við munum ráða við það [að borga nýjum landsliðsþjálfara],“ sagði Chung. Fótbolti Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Sjá meira
Heimir var á föstudag ráðinn þjálfari karlalandsliðs Jamaíku. Hann tekur með sér Guðmund Hreiðarsson sem markmannsþjálfara og Svíann John Erik Wall sem aðstoðarþjálfara, en ekki Helga Kolviðsson eins og fullyrt hafði verið í jamaískum miðlum í síðustu viku. Heimir sagðist í viðtali við RÚV um helgina ekki vera á neitt mikið hærri launum en þekktist á Íslandi en hann skrifaði undir samning til fjögurra ára við jamaíska sambandið: „Þetta er örugglega bara svipað og maður hefði fengið á Íslandi. Þetta er ekki stórt knattspyrnusamband og ekki auðugt land en það á ríkan kúltúr og það er ótrúlega gaman að hitta fólk hérna. Það vegur upp á móti hinu,“ sagði Heimir við RÚV. „Teljum okkur ráða við þetta“ Dennis Chung, fjármálastjóri jamaíska sambandsins, segir að þrátt fyrir ákveðna fjárhagsörðugleika síðustu ár þá ráði sambandið alveg við að greiða nýja þjálfaranum laun: „Við erum búin að finna fjármagnið og teljum okkur ráða við þetta. Við höfum gert þær áætlanir sem við þurfum að gera. Við höfum gert ákveðnar innanbúðarbreytingar varðandi stjórnun og teljum okkur ráða við þetta,“ sagði Chung við The Jamaica Gleaner. Jamaíski íþróttafræðingurinn og þjálfarinn Pete Coley nefndi það í samtali við Vísi í síðustu viku að síðustu misseri hefðu verið vandamál í tengslum við laun leikmanna. Fé hefði ekki verið ráðstafað með réttum hætti en hann vildi þó ekki nota orðið „spilling“. Að sögn Chung horfir allt til betri vegar nú og Jamaíkumenn vonast til þess að komast á HM í annað sinn í sögunni, eftir að hafa fyrst komist á HM 1998. Samkvæmt The Jamaica Gleaner var yfir 100 milljónum Bandaríkjadala varið í að reyna að koma Jamaíku á HM 2022, án árangurs. „Sumt af þessu er áhætta. Við vitum að við höfum átt í fjárhagserfiðleikum. Við höfum verið að hreinsa upp miklar skuldir, til að mynda skattaskuldir sem við glímdum við. Við höfum greitt leikmönnum fyrir 11 af síðustu 14 leikjum og teljum að við munum ráða við það [að borga nýjum landsliðsþjálfara],“ sagði Chung.
Fótbolti Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Sjá meira