Púttaði frá sér sigurinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2022 10:31 Svo nálægt, en samt svo langt í burtu. Mike Mulholland/Getty Images Englendingurinn Danny Willet var í kjörstöðu til að vinna Fortinet meistaramótið í golfi um helgina. Sigurinn var innan seilingar, hann var innan við einn metra frá holunni en pútt hans geigaði. Raunar geiguðu tvö pútt og Willet komst ekki einu sinni í bráðabana. Hinn 34 ára gamli Willet á einn sigur í PGA-móti í golfi á ferilskránni en sá kom árið 2016. Síðan þá hefur hann hrunið niður styrkleikalista PGA-mótaraðarinnar og var nærri dottinn af honum fyrir komandi tímabil. Þökk sé LIV-hlaupunum sem yfirgáfu PGA fyrir mótaröðina sem styrkt er af Sádi-Arabíu þá komst Willet örlítið hærra á listann og var svo í þann mund að tryggja sér sinn annan sigur á PGA-mótaröðinni þegar stressið virðist hafa náð til hans. Willet hafði verið meðal efstu manna frá fyrsta degi á Fortinet meistaramótinu sem fram fór í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hann lék frábærlega framan af og var með níu fingur á titlinum, og verðlaunafénu sem fylgir, þegar hann stillti sér upp til að klára mótið. Kúla hans var vel innan við meter frá 18. holu mótsins og sigurinn í sjónmáli. Hvað gerðist innra með Willet er óvíst en pútt hans fór forgörðum og því þurfti Willet að pútta fyrir bráðabana við Max Homa sem var í öðru sæti á þessum tímapunkti. Það pútt geigaði einnig og Willet þurfti á endanum þrjú pútt til að skila kúlunni ofan í 18. holu vallarins. Fékk hann því skolla og endaði mótið á samtals 15 höggum undir pari. Homa lék mótið á 16 höggum undir pari og stóð því uppi sem sigurvegari. Segja má að Willet hafi fært Homa sigurinn á silfurfati. Hér að neðan má sjá púttin og viðbrögð Willet í kjölfarið. Winning is hard. 3 putts from 4 feet and Danny Willett loses by a stroke. pic.twitter.com/mfljIjUAOt— PGA TOUR (@PGATOUR) September 18, 2022 Golf Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Hinn 34 ára gamli Willet á einn sigur í PGA-móti í golfi á ferilskránni en sá kom árið 2016. Síðan þá hefur hann hrunið niður styrkleikalista PGA-mótaraðarinnar og var nærri dottinn af honum fyrir komandi tímabil. Þökk sé LIV-hlaupunum sem yfirgáfu PGA fyrir mótaröðina sem styrkt er af Sádi-Arabíu þá komst Willet örlítið hærra á listann og var svo í þann mund að tryggja sér sinn annan sigur á PGA-mótaröðinni þegar stressið virðist hafa náð til hans. Willet hafði verið meðal efstu manna frá fyrsta degi á Fortinet meistaramótinu sem fram fór í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hann lék frábærlega framan af og var með níu fingur á titlinum, og verðlaunafénu sem fylgir, þegar hann stillti sér upp til að klára mótið. Kúla hans var vel innan við meter frá 18. holu mótsins og sigurinn í sjónmáli. Hvað gerðist innra með Willet er óvíst en pútt hans fór forgörðum og því þurfti Willet að pútta fyrir bráðabana við Max Homa sem var í öðru sæti á þessum tímapunkti. Það pútt geigaði einnig og Willet þurfti á endanum þrjú pútt til að skila kúlunni ofan í 18. holu vallarins. Fékk hann því skolla og endaði mótið á samtals 15 höggum undir pari. Homa lék mótið á 16 höggum undir pari og stóð því uppi sem sigurvegari. Segja má að Willet hafi fært Homa sigurinn á silfurfati. Hér að neðan má sjá púttin og viðbrögð Willet í kjölfarið. Winning is hard. 3 putts from 4 feet and Danny Willett loses by a stroke. pic.twitter.com/mfljIjUAOt— PGA TOUR (@PGATOUR) September 18, 2022
Golf Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira