Rekinn vegna auglýsingar: „Ekki hægt að segja að ég sé siðlaus og gráðugur“ Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2022 13:00 Brian Laudrup á ströndinni í Dúbaí í auglýsingunni sem leiddi til brottrekstrar hans. skjáskot/youtube Danska fótboltagoðsögnin Brian Laudrup hefur misst starf sitt hjá dönsku sjónvarpsstöðinni TV2, sem og hjá Politiken, eftir að hafa tekið þátt í að auglýsa borgina Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Laudrup tók þátt í langri auglýsingu sem finna má á Youtube þar sem fjallað var um staði sem spennandi væri að heimsækja í Dúbaí, meðal annars með tilvísun í það að borgin tæki vel á móti stuðningsmönnum sem ætli á HM í nágrannaríkinu Katar í vetur. Þetta féll illa í kramið hjá forsvarsmönnum TV2 sem ráku Laudrup úr starfi fótboltaspekings en hann átti meðal annars að tjá sig í kringum komandi leiki Danmerkur við Króatíu og Frakkland í Þjóðadeildinni. „Það er ekki hægt að segja að ég hafi orðið eitthvað andlit [Dúbaí] en fyrir mér snerist þetta um fótbolta. Það má alveg kalla mig barnalegan og gagnrýna dómgreind mína,“ sagði Laudrup við Jyllands-Posten. „En það er ekki hægt að segja að ég sé siðlaus og gráðugur, það er yfir strikið,“ sagði Laudrup sem í auglýsingunni rifjaði meðal annars upp frægt mark sitt og fagn gegn Brasilíu á HM 1998, en hann var einnig ein af stjörnum danska landsliðsins sem varð Evrópumeistari árið 1992. Brian Laudrup vakti heimsathygli með fagninu sínu gegn Brasilíu á HM 1998. Sonur hans fékk hann til að fagna með skemmtilegum hætti.Getty/Marcus Brandt Brian Laudrup segir að hann hefði ekki tekið þátt í auglýsingunni fyrir Dúbaí hefði hann vitað að það stangaðist á við störf hans fyrir TV2. Politiken ákvað einnig að hætta með hlaðvarpsþættina „Brian og boltinn“ eftir aðeins einn þátt, og ljóst að þessum fyrrverandi vinnuveitendum Laudrup hugnaðist ekki að hann auglýsti ferðamannastað í landi þar sem mannréttindi þykja fótum troðin. „Ég sagði ekki að Dúbaí væri besti staður í heimi til að vera á. Ég var spurður hvort ég vildi tala um fögnuð fótboltans, sem var alveg einstakt,“ sagði Laudrup og ítrekaði að hann hefði tekið þátt í auglýsingunni í góðri trú. Danski boltinn Fótbolti HM 2022 í Katar Danmörk Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Sjá meira
Laudrup tók þátt í langri auglýsingu sem finna má á Youtube þar sem fjallað var um staði sem spennandi væri að heimsækja í Dúbaí, meðal annars með tilvísun í það að borgin tæki vel á móti stuðningsmönnum sem ætli á HM í nágrannaríkinu Katar í vetur. Þetta féll illa í kramið hjá forsvarsmönnum TV2 sem ráku Laudrup úr starfi fótboltaspekings en hann átti meðal annars að tjá sig í kringum komandi leiki Danmerkur við Króatíu og Frakkland í Þjóðadeildinni. „Það er ekki hægt að segja að ég hafi orðið eitthvað andlit [Dúbaí] en fyrir mér snerist þetta um fótbolta. Það má alveg kalla mig barnalegan og gagnrýna dómgreind mína,“ sagði Laudrup við Jyllands-Posten. „En það er ekki hægt að segja að ég sé siðlaus og gráðugur, það er yfir strikið,“ sagði Laudrup sem í auglýsingunni rifjaði meðal annars upp frægt mark sitt og fagn gegn Brasilíu á HM 1998, en hann var einnig ein af stjörnum danska landsliðsins sem varð Evrópumeistari árið 1992. Brian Laudrup vakti heimsathygli með fagninu sínu gegn Brasilíu á HM 1998. Sonur hans fékk hann til að fagna með skemmtilegum hætti.Getty/Marcus Brandt Brian Laudrup segir að hann hefði ekki tekið þátt í auglýsingunni fyrir Dúbaí hefði hann vitað að það stangaðist á við störf hans fyrir TV2. Politiken ákvað einnig að hætta með hlaðvarpsþættina „Brian og boltinn“ eftir aðeins einn þátt, og ljóst að þessum fyrrverandi vinnuveitendum Laudrup hugnaðist ekki að hann auglýsti ferðamannastað í landi þar sem mannréttindi þykja fótum troðin. „Ég sagði ekki að Dúbaí væri besti staður í heimi til að vera á. Ég var spurður hvort ég vildi tala um fögnuð fótboltans, sem var alveg einstakt,“ sagði Laudrup og ítrekaði að hann hefði tekið þátt í auglýsingunni í góðri trú.
Danski boltinn Fótbolti HM 2022 í Katar Danmörk Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Sjá meira