Ætla sér að kjósa um innlimun í Rússland Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2022 14:54 Verkamenn hreinsa brak úr hóteli sem varð fyrir sprengjuregni í átökum Rússa og Úkraínu í borginni Kramatosk í Donetsk-héraði. Uppreisnarmenn sem ráða hluta héraðsins ætla sér að halda atkvæðagreiðslu um að gangast Rússlandi formlega á hönd. Vísir/EPA Embættismenn í hersetnum héruðum í austan- og sunnanverðri Úkraínu ætla sér að halda atkvæðagreiðslu um að þau verði hluti af Rússlandi um helgina. Fyrrverandi forseti Rússlands segir innlimunina nauðsynlega til þess að hægt sé að beita öllum brögðum til að verja svæðin. Tilkynnt var um atkvæðagreiðslurnar í Donetsk, Lúhansk, Kherson og Saporisjía í dag. Þær eiga að hefjast á föstudag og standa yfir fram á þriðjudag í næstu viku. AP-fréttastofan segir að úrslit slíkra atkvæðagreiðslna séu ráðin fyrir fram en að ólíklegt sé að vestræn ríki muni viðurkenna þær. Sambærileg atkvæðagreiðsla var einnig haldin á Krímskaga áður en Rússar innlimuðu hann ólöglega árið 2014. Luhansk og Donetsk eru hluti af Donbas-héraði sem uppreisnarmennirnir hafa stjórnað að hluta frá því árið 2014 og Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur lagt allt kapp á að ná alfarið á sitt vald. Innrásarher Rússa hefur aðeins um 60% af Donetsk á sínu valdi og Úkraínuher reynir nú að ná Lúhansk aftur á sitt vald. Dmitríj Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og bandamaður Pútín, hvatti til þess að atkvæðagreiðslur af þessu tagi yrðu haldnar á svæðum sem uppreisnarmennirnir stjórna til þess að gera breytingar á landamærum Rússlands og Úkraínu óafturkræfar. Þá gætu stjórnvöld í Kreml ennfremur beitt allra bragða til að verja landsvæðin. Rússneskir fjölmiðlar hafa greint frá því í dag að Pútín ætli sér að ávarpa þjóðina síðar í dag, mögulega um innlimun úkraínsku héraðanna en það hefur þó ekki fengist staðfest. Dmitró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði að „falskar þjóðaratkvæðagreiðslur“ ættu ekki eftir að breyta neinu um stöðu átakanna. „Rússland hefur verið og er árásaraðilinn sem hernemur hluta úkraínsks landsvæði ólöglega. Úkraína hefur allan rétt á að frelsa landsvæði sín og mun halda áfram að frelsa þau, sama hvað Rússland segir,“ tísti ráðherrann í dag. Sham referendums will not change anything. Neither will any hybrid mobilization . Russia has been and remains an aggressor illegally occupying parts of Ukrainian land. Ukraine has every right to liberate its territories and will keep liberating them whatever Russia has to say.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) September 20, 2022 Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Saka Rússa um að skjóta flugskeyti að kjarnorkuveri Rússneskt flugskeyti er sagt hafa lent aðeins nokkur hundruð metra frá ofni Pivdennoukrainsk-kjarnorkuversins í sunnanverðri Úkraínu í dag. Kjarnaofnarnir hafi ekki skaddast en skemmdir hafi orðið á öðrum byggingum og búnaði. 19. september 2022 11:15 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Tilkynnt var um atkvæðagreiðslurnar í Donetsk, Lúhansk, Kherson og Saporisjía í dag. Þær eiga að hefjast á föstudag og standa yfir fram á þriðjudag í næstu viku. AP-fréttastofan segir að úrslit slíkra atkvæðagreiðslna séu ráðin fyrir fram en að ólíklegt sé að vestræn ríki muni viðurkenna þær. Sambærileg atkvæðagreiðsla var einnig haldin á Krímskaga áður en Rússar innlimuðu hann ólöglega árið 2014. Luhansk og Donetsk eru hluti af Donbas-héraði sem uppreisnarmennirnir hafa stjórnað að hluta frá því árið 2014 og Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur lagt allt kapp á að ná alfarið á sitt vald. Innrásarher Rússa hefur aðeins um 60% af Donetsk á sínu valdi og Úkraínuher reynir nú að ná Lúhansk aftur á sitt vald. Dmitríj Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og bandamaður Pútín, hvatti til þess að atkvæðagreiðslur af þessu tagi yrðu haldnar á svæðum sem uppreisnarmennirnir stjórna til þess að gera breytingar á landamærum Rússlands og Úkraínu óafturkræfar. Þá gætu stjórnvöld í Kreml ennfremur beitt allra bragða til að verja landsvæðin. Rússneskir fjölmiðlar hafa greint frá því í dag að Pútín ætli sér að ávarpa þjóðina síðar í dag, mögulega um innlimun úkraínsku héraðanna en það hefur þó ekki fengist staðfest. Dmitró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði að „falskar þjóðaratkvæðagreiðslur“ ættu ekki eftir að breyta neinu um stöðu átakanna. „Rússland hefur verið og er árásaraðilinn sem hernemur hluta úkraínsks landsvæði ólöglega. Úkraína hefur allan rétt á að frelsa landsvæði sín og mun halda áfram að frelsa þau, sama hvað Rússland segir,“ tísti ráðherrann í dag. Sham referendums will not change anything. Neither will any hybrid mobilization . Russia has been and remains an aggressor illegally occupying parts of Ukrainian land. Ukraine has every right to liberate its territories and will keep liberating them whatever Russia has to say.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) September 20, 2022
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Saka Rússa um að skjóta flugskeyti að kjarnorkuveri Rússneskt flugskeyti er sagt hafa lent aðeins nokkur hundruð metra frá ofni Pivdennoukrainsk-kjarnorkuversins í sunnanverðri Úkraínu í dag. Kjarnaofnarnir hafi ekki skaddast en skemmdir hafi orðið á öðrum byggingum og búnaði. 19. september 2022 11:15 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Saka Rússa um að skjóta flugskeyti að kjarnorkuveri Rússneskt flugskeyti er sagt hafa lent aðeins nokkur hundruð metra frá ofni Pivdennoukrainsk-kjarnorkuversins í sunnanverðri Úkraínu í dag. Kjarnaofnarnir hafi ekki skaddast en skemmdir hafi orðið á öðrum byggingum og búnaði. 19. september 2022 11:15