Ljóst hvaða leið Ísland þyrfti að fara á EM og Rússar ekki með Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2022 17:00 Íslenska landsliðið þarf að treysta á hagstæð úrslit í leik Ísraels og Albaníu og svo sigur gegn Albaníu 27. september. Það myndi tryggja liðið upp í A-deild Þjóðadeildarinnar, sæti í 2. styrkleikaflokki fyrir undankeppni EM, og öruggt sæti í umspili ef á þarf að halda. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, staðfesti í dag hvernig undankeppni EM karla í fótbolta, sem fram fer árið 2024 í Þýskalandi, verður háttað. Undankeppnin fer öll fram á næsta ári þar sem leikið verður í tíu riðlum og komast tvö efstu liðin úr hverjum riðli áfram, eða samtals tuttugu lið. Það er öruggasta leiðin til að komast á EM. Þjóðverjar fá öruggt sæti sem gestgjafar og loks komast svo þrjú lið á EM í gegnum umspil sem tengist Þjóðadeildinni, sem vel mögulegt er að Ísland taki þátt í. Enn mögulegt að Ísland verði í næstefsta flokki UEFA tók af allan vafa um það í dag að Rússland yrði ekki með í undankeppninni, en dregið verður í hana 9. október. Auk Rússa verða Þjóðverjar ekki með í undankeppninni og þar verða því 53 lið. Það skýrist í þessum mánuði, með síðustu leikjum Þjóðadeildarinnar, í hvaða styrkleikaflokkum liðin verða þegar dregið verður í riðla en riðlarnir verða skipaðir 5-6 liðum hver. Ísland gæti enn verið í næstefsta styrkleikaflokki, ef að Ísrael vinnur ekki Albaníu 24. september og íslenska liðinu tekst svo að vinna Albaníu á útivelli þremur dögum síðar. Annars verður Ísland í þriðja styrkleikaflokki. Íslenski hópurinn er nú kominn saman til æfinga vegna leiksins við Albaníu og vináttulandsleiksins við Venesúela í Austurríki á fimmtudag. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Líklegt að Ísland hafi umspil sem varaleið Staða í Þjóðadeildinni hefur sem sagt mikið að segja varðandi möguleikana á að komast á EM. Hún ræður ekki bara styrkleikaflokkum fyrir dráttinn 9. október, heldur eru öll liðin sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni örugg um að komast í umspilið í mars 2024, þurfi þau á því að halda eftir undankeppnina. Í umspilinu verður leikið í þremur mótum; einu með fjórum liðum úr A-deild Þjóðadeildarinnar, einu með liðum úr B-deild og einu með liðum úr C-deild. Fyllt verður í þessi umspilsmót með næstu liðum í Þjóðadeildinni ef of mörg í viðkomandi deild komast beint á EM í gegnum undankeppnina. Þar sem að reikna má með því að langflest liðanna sextán í A-deild Þjóðadeildarinnar komist beint á EM í gegnum undankeppnina er því vel mögulegt að Ísland muni eiga umspilið sem varaleið eftir undankeppnina, jafnvel þó að íslenska liðið endi fyrir neðan Albaníu og Ísrael í sínum riðli í B-deildinni. Ísland er nefnilega í riðli með Rússlandi sem var dæmt úr keppni og Ísland getur því ekki endað neðar en í 3. sæti riðilsins. Ísland fór í umspilið fyrir EM 2020 vegna stöðu sinnar í Þjóðadeildinni, þrátt fyrir að hafa tapað öllum sínum leikjum þar, og var hársbreidd frá því að komast á EM í gegnum umspilið en tapaði 2-1 fyrir Ungverjalandi í úrslitaleik. EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Undankeppnin fer öll fram á næsta ári þar sem leikið verður í tíu riðlum og komast tvö efstu liðin úr hverjum riðli áfram, eða samtals tuttugu lið. Það er öruggasta leiðin til að komast á EM. Þjóðverjar fá öruggt sæti sem gestgjafar og loks komast svo þrjú lið á EM í gegnum umspil sem tengist Þjóðadeildinni, sem vel mögulegt er að Ísland taki þátt í. Enn mögulegt að Ísland verði í næstefsta flokki UEFA tók af allan vafa um það í dag að Rússland yrði ekki með í undankeppninni, en dregið verður í hana 9. október. Auk Rússa verða Þjóðverjar ekki með í undankeppninni og þar verða því 53 lið. Það skýrist í þessum mánuði, með síðustu leikjum Þjóðadeildarinnar, í hvaða styrkleikaflokkum liðin verða þegar dregið verður í riðla en riðlarnir verða skipaðir 5-6 liðum hver. Ísland gæti enn verið í næstefsta styrkleikaflokki, ef að Ísrael vinnur ekki Albaníu 24. september og íslenska liðinu tekst svo að vinna Albaníu á útivelli þremur dögum síðar. Annars verður Ísland í þriðja styrkleikaflokki. Íslenski hópurinn er nú kominn saman til æfinga vegna leiksins við Albaníu og vináttulandsleiksins við Venesúela í Austurríki á fimmtudag. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Líklegt að Ísland hafi umspil sem varaleið Staða í Þjóðadeildinni hefur sem sagt mikið að segja varðandi möguleikana á að komast á EM. Hún ræður ekki bara styrkleikaflokkum fyrir dráttinn 9. október, heldur eru öll liðin sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni örugg um að komast í umspilið í mars 2024, þurfi þau á því að halda eftir undankeppnina. Í umspilinu verður leikið í þremur mótum; einu með fjórum liðum úr A-deild Þjóðadeildarinnar, einu með liðum úr B-deild og einu með liðum úr C-deild. Fyllt verður í þessi umspilsmót með næstu liðum í Þjóðadeildinni ef of mörg í viðkomandi deild komast beint á EM í gegnum undankeppnina. Þar sem að reikna má með því að langflest liðanna sextán í A-deild Þjóðadeildarinnar komist beint á EM í gegnum undankeppnina er því vel mögulegt að Ísland muni eiga umspilið sem varaleið eftir undankeppnina, jafnvel þó að íslenska liðið endi fyrir neðan Albaníu og Ísrael í sínum riðli í B-deildinni. Ísland er nefnilega í riðli með Rússlandi sem var dæmt úr keppni og Ísland getur því ekki endað neðar en í 3. sæti riðilsins. Ísland fór í umspilið fyrir EM 2020 vegna stöðu sinnar í Þjóðadeildinni, þrátt fyrir að hafa tapað öllum sínum leikjum þar, og var hársbreidd frá því að komast á EM í gegnum umspilið en tapaði 2-1 fyrir Ungverjalandi í úrslitaleik.
EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira