Munu ræða tillögur um nýtt nafn á sameinuðu sveitarfélagi Atli Ísleifsson skrifar 21. september 2022 11:37 Íbúar í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar eru um 1.300. Vísir/Sigurjón Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar mun á næstunni boða til íbúafundar vegna nafns á hinu nýja sveitarfélagi sem varð til fyrr á árinu með sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar. Á fundinum verður kynnt greinargerð örnefnanefndar sem hefur mælt með þremur nöfnum á sameinuðu sveitarfélagi – Þórsnesþing, Stykkishólmsbær, Sveitarfélagið Stykkishólmur. Í fundi bæjarráðs í síðustu viku var bókað á fundinum verði „boðið til samtals um niðurstöðu örnefnanefndar og fyrirliggjandi tillögur“. Reiknað er með að boðað verði til fundarins á næstu dögum. Alls bárust 72 tillögur að nafni á sameinuðu sveitarfélagi eftir að ný sveitarstjórn auglýsti eftir tillögum. Farið var yfir tillögurnar og ákvað að óska eftir umsögn örnefnanefndar um eftirtalin átta nöfn: Þórsnesþing, Stykkishólmsbær, Stykkishólmsbær og Helgafellssveit, Stykkishólmur og Helgafellssveit, Helgafellssveit, Sveitarfélagið Stykkishólmur, Breiðafjarðarbær og Breiðafjarðarbyggð. Líkt og fyrr segir mælir nefndin með þremur nöfnum: Þórsnesþing: „Þórsnes er vel þekkt og rótgróið örnefni sem vísar til svæðis í hinu sameinaða sveitarfélagi. Nyrst á Þórsnesi er þéttbýlið Stykkishólmur og á Þórsnesi er höfuðbýlið Helgafell sem sveitin er kennd við,“ segir meðal annars í umsögninni. Stykkishólmsbær: Stykkishólmur er rótgróið örnefni í sveitarfélaginu og landsþekkt. Örnefnanefnd telur vel fara á því að kenna sveitarfélagið við Stykkishólm,“ segir meðal annars í umsögninni. Þó að almennt sé ekki mælt með endingunni -bær yfir sveitarfélög sem ná yfir allnokkurt dreifbýli – og frekar notast þar við endinguna -byggð – þá verði ekki horft framhjá því að dæmi séu um endinguna --bær í nöfnum sveitarfélaga með áþekk byggðarmynstur. Eru Snæfellsbær og Ísafjarðarbær þar tekin sem dæmi. Sveitarfélagið Stykkishólmur: Örnefnanefnd telur fara vel á því að kenna nýsameinað sveitarfélag við Stykkishólm. „Nafnið Sveitarfélagið Stykkishólmur samræmist meginsjónarmiðum örnefnanefndar um nöfn sveitarfélaga,“ segir í umsögninni. Frá Stykkishólmi.Vísir/Sigurjón Örnefnanefnd mælir svo ekki með eftirfarandi nafni: Helgafellssveit: „Helgafell er rótgróið og vel þekkt örnefni í nýsameinuðu sveitarfélagi og ekkert því til fyrirstöðu að kenna sveitarfélagið við hið fræga höfuðbýli. Á hinn bóginn er eftirliðurinn -sveit ekki lýsandi fyrir byggðarmynstur sveitarfélagsins,“ segir í umsögninni. Helgafellsbyggð og Sveitarfélagið Helgafell væri nöfn sem hefði betur fallið að sjónarmiðum sem nefndin hefur til grundvallar. Örnefnanefnd lagðist svo gegn eftirfarandi nöfnum: Stykkishólmsbær og Helgafellssveit, Stykkishólmur og Helgafellssveit: „Þessar tillögur fela í raun í sér að nýsameinað sveitarfélag heiti tveimur nöfnum. Slík nafngift er óþjál og þung í vöfum og telur örnefnanefnd hana óæskilega. Vafasamt er og að hún samræmist íslenskri örnefnahefð,“ segir meðal annars í umsögninni Breiðafjarðarbær, Breiðafjarðarbyggð: „Í rökstuðningi með tillögunni er bent á sveitarfélögin, sem nú hafa sameinast, liggi bæði við Breiðafjörð. En nýsameinað sveitarfélag nær þó aðeins yfir lítinn hluta byggðar við Breiðafjörð og er örnefnið því ekki vel til þess fallið að auðkenna það. Örnefnanefnd telur að örnefnið Breiðafjörður eigi ríkan þátt í sjálfsmynd íbúa við Breiðafjörð og að einungis komi til greina að kenna við hann sveitarfélag sem orðið væri til við sameiningu stærsta hluta byggðar við fjörðinn,“ segir í umsögninni. Stykkishólmur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Á fundinum verður kynnt greinargerð örnefnanefndar sem hefur mælt með þremur nöfnum á sameinuðu sveitarfélagi – Þórsnesþing, Stykkishólmsbær, Sveitarfélagið Stykkishólmur. Í fundi bæjarráðs í síðustu viku var bókað á fundinum verði „boðið til samtals um niðurstöðu örnefnanefndar og fyrirliggjandi tillögur“. Reiknað er með að boðað verði til fundarins á næstu dögum. Alls bárust 72 tillögur að nafni á sameinuðu sveitarfélagi eftir að ný sveitarstjórn auglýsti eftir tillögum. Farið var yfir tillögurnar og ákvað að óska eftir umsögn örnefnanefndar um eftirtalin átta nöfn: Þórsnesþing, Stykkishólmsbær, Stykkishólmsbær og Helgafellssveit, Stykkishólmur og Helgafellssveit, Helgafellssveit, Sveitarfélagið Stykkishólmur, Breiðafjarðarbær og Breiðafjarðarbyggð. Líkt og fyrr segir mælir nefndin með þremur nöfnum: Þórsnesþing: „Þórsnes er vel þekkt og rótgróið örnefni sem vísar til svæðis í hinu sameinaða sveitarfélagi. Nyrst á Þórsnesi er þéttbýlið Stykkishólmur og á Þórsnesi er höfuðbýlið Helgafell sem sveitin er kennd við,“ segir meðal annars í umsögninni. Stykkishólmsbær: Stykkishólmur er rótgróið örnefni í sveitarfélaginu og landsþekkt. Örnefnanefnd telur vel fara á því að kenna sveitarfélagið við Stykkishólm,“ segir meðal annars í umsögninni. Þó að almennt sé ekki mælt með endingunni -bær yfir sveitarfélög sem ná yfir allnokkurt dreifbýli – og frekar notast þar við endinguna -byggð – þá verði ekki horft framhjá því að dæmi séu um endinguna --bær í nöfnum sveitarfélaga með áþekk byggðarmynstur. Eru Snæfellsbær og Ísafjarðarbær þar tekin sem dæmi. Sveitarfélagið Stykkishólmur: Örnefnanefnd telur fara vel á því að kenna nýsameinað sveitarfélag við Stykkishólm. „Nafnið Sveitarfélagið Stykkishólmur samræmist meginsjónarmiðum örnefnanefndar um nöfn sveitarfélaga,“ segir í umsögninni. Frá Stykkishólmi.Vísir/Sigurjón Örnefnanefnd mælir svo ekki með eftirfarandi nafni: Helgafellssveit: „Helgafell er rótgróið og vel þekkt örnefni í nýsameinuðu sveitarfélagi og ekkert því til fyrirstöðu að kenna sveitarfélagið við hið fræga höfuðbýli. Á hinn bóginn er eftirliðurinn -sveit ekki lýsandi fyrir byggðarmynstur sveitarfélagsins,“ segir í umsögninni. Helgafellsbyggð og Sveitarfélagið Helgafell væri nöfn sem hefði betur fallið að sjónarmiðum sem nefndin hefur til grundvallar. Örnefnanefnd lagðist svo gegn eftirfarandi nöfnum: Stykkishólmsbær og Helgafellssveit, Stykkishólmur og Helgafellssveit: „Þessar tillögur fela í raun í sér að nýsameinað sveitarfélag heiti tveimur nöfnum. Slík nafngift er óþjál og þung í vöfum og telur örnefnanefnd hana óæskilega. Vafasamt er og að hún samræmist íslenskri örnefnahefð,“ segir meðal annars í umsögninni Breiðafjarðarbær, Breiðafjarðarbyggð: „Í rökstuðningi með tillögunni er bent á sveitarfélögin, sem nú hafa sameinast, liggi bæði við Breiðafjörð. En nýsameinað sveitarfélag nær þó aðeins yfir lítinn hluta byggðar við Breiðafjörð og er örnefnið því ekki vel til þess fallið að auðkenna það. Örnefnanefnd telur að örnefnið Breiðafjörður eigi ríkan þátt í sjálfsmynd íbúa við Breiðafjörð og að einungis komi til greina að kenna við hann sveitarfélag sem orðið væri til við sameiningu stærsta hluta byggðar við fjörðinn,“ segir í umsögninni.
Stykkishólmur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira