Gefið í skyn að aðgerðum á hernumdum svæðum verði svarað fullum hálsi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. september 2022 12:05 Albert Jónsson, alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi sendiherra. Vísir/Einar Orðræða rússneskra stjórnvalda hefur stigmagnast að mati sérfræðings í utanríkismálum, þar sem gefið er í skyn að hernaðaraðgerðum í úkraínskum héröðum sem Rússar hyggjast innlima verði svarað með öllum tiltækum ráðum. Tilkynnt var um herkvaðningu í Rússlandi í morgun. Í ávarpi sem var sjónvarpað snemma í morgun tilkynnti Vladimir Pútín forseti Rússlands þjóð sinni að hann hefði skrifað undir tilskipun um herkvaðningu. Í kjölfarið greindi varnarmálaráðherra landsins frá því að þrjú hundruð þúsund varaliðar yrðu kallaðir til. Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra Íslands í Moskvu og sérfræðingur í utanríkismálum segir ákvörðunina eiga rætur í vandræðum rússneska hersins í Úkraínu og að mannafla skorti. „Það sem er verið að kalla út er varalið, menn sem hafa verið í hernum og hafa fengið einhverja þjálfun en það er samt óljóst hversu tilbúið þetta lið er til átaka,“ segir Albert. Skjáskot úr ávarpi Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta um herkvaðningu sem var sjónvarpað í morgun.AP/fjölmiðlaskrifstofa rússneska forsetaembættisins Hann segir ómögulegt að segja hvaða áhrif þetta muni hafa á stuðning við aðgerðirnar meðal rússnesku þjóðarinnar. Fréttastofa Reuters greinir þó frá því að ferðir aðra leið frá Rússlandi rjúki út. Rússnenskir karlmenn óttist að verða kvaddir í herinn og meinað að yfirgefa landið. Albert segir það ekki koma á óvart. „Eftir innrásina hefur fjöldi manns flutt frá Rússlandi, sérstaklega ungt fólk sem kann erlend tungumál og getur fengið vinnu annars staðar. Þetta er fólksflótti og það sem kallað er Brain Drain á ensku, þeir eru að missa mjög hæft fólk. Og það er mjög líklegt að herkvaðningin muni ýta á það.“ Stigmögnun í orðræðu Pútín var nokkuð herskár í ávarpinu í morgun; ræddi um kjarnavopn, um að tryggja öryggi á hernumdum svæðum - þar sem Rússar hafa boðað til atkvæðagreiðslu um innlimun, og sagði að Rússar muni verja sig með öllum tiltækum ráðum. Albert segir orðræðuna hafa stigmagnast. „Það er verið að gefa í skyn að því verði lýst yfir að héröð í Úkraínu verði hluti af Rússlandi og þar með muni hernaðaraðgerðir gegn þessum héröðum fela í sér árás á Rússland. Hann er að gefa það í skyn að það verði brugðist við frekari aðgerðum Úkraínuhers á þessum svæðum með þeim hætti að um sé að ræða árás á Rússland.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Í ávarpi sem var sjónvarpað snemma í morgun tilkynnti Vladimir Pútín forseti Rússlands þjóð sinni að hann hefði skrifað undir tilskipun um herkvaðningu. Í kjölfarið greindi varnarmálaráðherra landsins frá því að þrjú hundruð þúsund varaliðar yrðu kallaðir til. Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra Íslands í Moskvu og sérfræðingur í utanríkismálum segir ákvörðunina eiga rætur í vandræðum rússneska hersins í Úkraínu og að mannafla skorti. „Það sem er verið að kalla út er varalið, menn sem hafa verið í hernum og hafa fengið einhverja þjálfun en það er samt óljóst hversu tilbúið þetta lið er til átaka,“ segir Albert. Skjáskot úr ávarpi Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta um herkvaðningu sem var sjónvarpað í morgun.AP/fjölmiðlaskrifstofa rússneska forsetaembættisins Hann segir ómögulegt að segja hvaða áhrif þetta muni hafa á stuðning við aðgerðirnar meðal rússnesku þjóðarinnar. Fréttastofa Reuters greinir þó frá því að ferðir aðra leið frá Rússlandi rjúki út. Rússnenskir karlmenn óttist að verða kvaddir í herinn og meinað að yfirgefa landið. Albert segir það ekki koma á óvart. „Eftir innrásina hefur fjöldi manns flutt frá Rússlandi, sérstaklega ungt fólk sem kann erlend tungumál og getur fengið vinnu annars staðar. Þetta er fólksflótti og það sem kallað er Brain Drain á ensku, þeir eru að missa mjög hæft fólk. Og það er mjög líklegt að herkvaðningin muni ýta á það.“ Stigmögnun í orðræðu Pútín var nokkuð herskár í ávarpinu í morgun; ræddi um kjarnavopn, um að tryggja öryggi á hernumdum svæðum - þar sem Rússar hafa boðað til atkvæðagreiðslu um innlimun, og sagði að Rússar muni verja sig með öllum tiltækum ráðum. Albert segir orðræðuna hafa stigmagnast. „Það er verið að gefa í skyn að því verði lýst yfir að héröð í Úkraínu verði hluti af Rússlandi og þar með muni hernaðaraðgerðir gegn þessum héröðum fela í sér árás á Rússland. Hann er að gefa það í skyn að það verði brugðist við frekari aðgerðum Úkraínuhers á þessum svæðum með þeim hætti að um sé að ræða árás á Rússland.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira