Notuð dömubindi, blautþurrkur og smokkar í fjörunni í Vesturbæ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. september 2022 20:00 Áætlað er að viðgerðum ljúki á morgun. vísir Notuð dömubindi, blautþurrkur og smokkar eru á meðal þess sem finna má í fjörunni í Vesturbæ nú þegar óhreinsað skólp hefur flætt þar um. Sérfræðingur hjá Veitum segir að draga þurfi úr blautþurrkunotkun með reglugerð. Fréttastofa kannaði hvað ratar úr klósettinu í fjöruna. Óhreinsað skólp hefur undanfarið flætt út í sjóinn við Faxaskjól í Reykjavík. Ástæðan er endurnýjun á yfirfallsdælum en áætlað er að viðgerðum ljúki á morgun. Saurgerlar og örverur lifa einungis í örfáar klukkustundir í sjónum en rusl getur setið eftir, það er að segja rusl sem fólk hendir í klósettið. Fréttastofa fór og kannaði hvað ratar úr klósettinu í fjöruna. „Og eins og sönnum rannsóknarblaðamanni sæmir þá er ég að sjálfsögðu komin í allt of stórar vöðlur. Ég er komin með háf og ég er ekki komin lengra út í sjóinn en hingað þegar ég sé þetta hér. Og þetta, já þetta er smokkur og hann á alls ekki heima í klósettinu.“ Á myndinni má sjá smokk og saur.bjarni einarsson Stjórnvöld þurfi að aðhafast Leiðtogi hjá Veitum segir að nokkuð sé um að fólk hendi smokkum í klósettið. Blautþurrkurnar séu þó helsti óvinurinn en þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir Veitna, um að þeim skuli ekki sturtað í klósettið, segir Páll Ragnar að ekkert dragi úr háttseminni. „Ekki svo við sjáum. Því miður er enn mjög mikið verið að henda og sennilega verður lítil breyting fyrr en það verður sett reglugerð eða eitthvað af stjórnvöldum til þess að minka notkun blautþurrkna og þess háttar,“ sagði Páll Ragnar Pálsson, leiðtogi framkvæmdahópa vatns- og fráveitu hjá Veitum. Páll Ragnar Pálsson vinnur hjá Veitum.bjarni einarsson Þetta sé vandamál um allan heim. Blautþurrkur eru að mestu gerðar úr plasti og leysist því erfiðlega upp. „Hér sjáum við muninn á klósettpappír og blautþurrku. Í þessari flösku hér er klósettpappír sem settur var í 5. ágúst. Sama dag var blautþurrka sett í þessa flösku hér. Klósettpappírinn, hann er að mestu farinn að leysast upp. Blautþurrkan er bara eins og massi.“ Á sumum blautþurrkum, eins og þessari sem sést í sjónvarpsfréttinni, stendur að það sé í lagi að sturta þeim í klósettið. Sérfræðingar hjá Veitum segja ekkert að marka slíkar merkingar. Blautþurrkum skuli aldrei hent í klósettið. En höldum áfram rannsóknarleiðangri fréttastofu. „Hér eru umbúðir af dömubindi. Og hér er notað dömubindi.“ Hér má sjá notað dömubindi sem einhver hefur sturtað í klósettið.bjarni einarsson Ekkert af þessu á heima í klósettinu, satt best að segja á einungis þetta þrennt heima þar. Gervitennur og kynlífstæki Í sjónvarpsfréttinni má sjá hluti sem endað hafa í fráveitukerfinu. Debetkort, símar, kynlífstæki, gervitennur og fleira. Páll segir að það hafi komið fyrir að fólk missi hluti í klósettið og hringi í Veitur og vilji vitja þeirra. „Það var ein mamman sem hringdi inn og spurði hvort við gætum fundið góm dóttur hennar. Við spurðum hvort mamman myndi láta dótturina fá góminn aftur og hún myndi vilja meina að það sem dóttirin veit ekki, skaði hana ekki, þannig það er ýmislegt í þessu.“ Og vegna aðstæðna gætu verið agnir af hálfmeltum mat sem fer út í sjó með affallinu og eins og sést í sjónvarpsfréttinni þá er hlaðborð hjá mávunum. Skólp Heilbrigðismál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Óhreinsað skólp hefur undanfarið flætt út í sjóinn við Faxaskjól í Reykjavík. Ástæðan er endurnýjun á yfirfallsdælum en áætlað er að viðgerðum ljúki á morgun. Saurgerlar og örverur lifa einungis í örfáar klukkustundir í sjónum en rusl getur setið eftir, það er að segja rusl sem fólk hendir í klósettið. Fréttastofa fór og kannaði hvað ratar úr klósettinu í fjöruna. „Og eins og sönnum rannsóknarblaðamanni sæmir þá er ég að sjálfsögðu komin í allt of stórar vöðlur. Ég er komin með háf og ég er ekki komin lengra út í sjóinn en hingað þegar ég sé þetta hér. Og þetta, já þetta er smokkur og hann á alls ekki heima í klósettinu.“ Á myndinni má sjá smokk og saur.bjarni einarsson Stjórnvöld þurfi að aðhafast Leiðtogi hjá Veitum segir að nokkuð sé um að fólk hendi smokkum í klósettið. Blautþurrkurnar séu þó helsti óvinurinn en þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir Veitna, um að þeim skuli ekki sturtað í klósettið, segir Páll Ragnar að ekkert dragi úr háttseminni. „Ekki svo við sjáum. Því miður er enn mjög mikið verið að henda og sennilega verður lítil breyting fyrr en það verður sett reglugerð eða eitthvað af stjórnvöldum til þess að minka notkun blautþurrkna og þess háttar,“ sagði Páll Ragnar Pálsson, leiðtogi framkvæmdahópa vatns- og fráveitu hjá Veitum. Páll Ragnar Pálsson vinnur hjá Veitum.bjarni einarsson Þetta sé vandamál um allan heim. Blautþurrkur eru að mestu gerðar úr plasti og leysist því erfiðlega upp. „Hér sjáum við muninn á klósettpappír og blautþurrku. Í þessari flösku hér er klósettpappír sem settur var í 5. ágúst. Sama dag var blautþurrka sett í þessa flösku hér. Klósettpappírinn, hann er að mestu farinn að leysast upp. Blautþurrkan er bara eins og massi.“ Á sumum blautþurrkum, eins og þessari sem sést í sjónvarpsfréttinni, stendur að það sé í lagi að sturta þeim í klósettið. Sérfræðingar hjá Veitum segja ekkert að marka slíkar merkingar. Blautþurrkum skuli aldrei hent í klósettið. En höldum áfram rannsóknarleiðangri fréttastofu. „Hér eru umbúðir af dömubindi. Og hér er notað dömubindi.“ Hér má sjá notað dömubindi sem einhver hefur sturtað í klósettið.bjarni einarsson Ekkert af þessu á heima í klósettinu, satt best að segja á einungis þetta þrennt heima þar. Gervitennur og kynlífstæki Í sjónvarpsfréttinni má sjá hluti sem endað hafa í fráveitukerfinu. Debetkort, símar, kynlífstæki, gervitennur og fleira. Páll segir að það hafi komið fyrir að fólk missi hluti í klósettið og hringi í Veitur og vilji vitja þeirra. „Það var ein mamman sem hringdi inn og spurði hvort við gætum fundið góm dóttur hennar. Við spurðum hvort mamman myndi láta dótturina fá góminn aftur og hún myndi vilja meina að það sem dóttirin veit ekki, skaði hana ekki, þannig það er ýmislegt í þessu.“ Og vegna aðstæðna gætu verið agnir af hálfmeltum mat sem fer út í sjó með affallinu og eins og sést í sjónvarpsfréttinni þá er hlaðborð hjá mávunum.
Skólp Heilbrigðismál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira