Beinir því til dómsmálaráðherra að taka lögræðislög til athugunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. september 2022 07:53 Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur beint því til dómsmálaráðherra að taka til athugunar hvort rétt kunni að vera að skýra betur persónulegan rétt lögræðissviptra til kæru og aðkomu náinna aðstandenda að málefnum lögræðissviptra. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef umboðsmanns. „Tilefni ábendingarinnar er kvörtun frá kjörbörnum konu sem svipt var fjárræði að þeirra frumkvæði. Eftir að móður þeirra var skipaður lögráðamaður kröfðust börnin þess annars vegar að henni yrði skipaður nýr lögráðamaður og hins vegar að yfirlögráðandi tæki aftur upp mál sem hann hafði samþykkt tilteknar ráðstafanir lögráðamannsins í. Úrskurðir dómsmálaráðuneytisins í báðum málunum byggðust á að börnin ættu ekki aðild að þessum málefnum móður sinnar,“ segir í tilkynningunni. Umboðsmaður taldi ekki forsendur til að gera athugasemd við niðurstöður ráðuneytisins en sagði að af þessu leiddi að aðstandendur í þessari stöðu nytu ekki þess réttaröryggis sem málsmeðferðarreglur stjórnsýsluréttar tryggðu. Þá benti umboðsmaður á að í lögræðislögum í Noregi væri mælt fyrir um að maki eða sambúðaraðili yrði ekki skipaður lögráðamaður ef börn hins lögræðissvipta, sem ekki væru börn makans eða sambúðarmakans, væru því mótfallin og að með sama hætti ætti að taka tillit til sjónarmiða maka eða sambúðaraðila ef til greina kæmi að skipa barn hins lögræðissvipta sem lögráðamann. „Þá yrði ekki annað séð en óljóst væri hvernig kæruheimild manns væri háttað þegar hann hefði verið sviptur sjálfræði og skipaður lögráðamaður, því ákvörðun um kæru væri þá hjá þeim síðarnefnda. Enn fremur væri ekki ljóst af lögræðislögum hvort sú staða sem maka eða sambúðarmaka væri veitt við val á lögráðamanni geti leitt til aðildar hans að kærumáli vegna slíkrar ákvörðunar. Í ábendingu umboðsmanns felst engin afstaða til þess hvernig eiga að skipa þessum málum heldur bent á mikilvægi þess að lagareglur séu skýrar,“ segir í tilkynningu umboðsmanns. Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef umboðsmanns. „Tilefni ábendingarinnar er kvörtun frá kjörbörnum konu sem svipt var fjárræði að þeirra frumkvæði. Eftir að móður þeirra var skipaður lögráðamaður kröfðust börnin þess annars vegar að henni yrði skipaður nýr lögráðamaður og hins vegar að yfirlögráðandi tæki aftur upp mál sem hann hafði samþykkt tilteknar ráðstafanir lögráðamannsins í. Úrskurðir dómsmálaráðuneytisins í báðum málunum byggðust á að börnin ættu ekki aðild að þessum málefnum móður sinnar,“ segir í tilkynningunni. Umboðsmaður taldi ekki forsendur til að gera athugasemd við niðurstöður ráðuneytisins en sagði að af þessu leiddi að aðstandendur í þessari stöðu nytu ekki þess réttaröryggis sem málsmeðferðarreglur stjórnsýsluréttar tryggðu. Þá benti umboðsmaður á að í lögræðislögum í Noregi væri mælt fyrir um að maki eða sambúðaraðili yrði ekki skipaður lögráðamaður ef börn hins lögræðissvipta, sem ekki væru börn makans eða sambúðarmakans, væru því mótfallin og að með sama hætti ætti að taka tillit til sjónarmiða maka eða sambúðaraðila ef til greina kæmi að skipa barn hins lögræðissvipta sem lögráðamann. „Þá yrði ekki annað séð en óljóst væri hvernig kæruheimild manns væri háttað þegar hann hefði verið sviptur sjálfræði og skipaður lögráðamaður, því ákvörðun um kæru væri þá hjá þeim síðarnefnda. Enn fremur væri ekki ljóst af lögræðislögum hvort sú staða sem maka eða sambúðarmaka væri veitt við val á lögráðamanni geti leitt til aðildar hans að kærumáli vegna slíkrar ákvörðunar. Í ábendingu umboðsmanns felst engin afstaða til þess hvernig eiga að skipa þessum málum heldur bent á mikilvægi þess að lagareglur séu skýrar,“ segir í tilkynningu umboðsmanns.
Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira