Ríkisstjórnin gekk út vegna samsæriskenninga umdeilds þingmanns Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2022 10:44 Sigrid Kaag og samráðherrar hennar á leið úr þingsal í gær. EPA-EFE/BART MAAT Samsæriskenningar þar sem ýjað var að því að fjármálaráðherra Hollands væri njósnari á vegum vestrænna ríkja sem viðraðar voru í þingræðu í Hollandi í gær varð til þess að öll hollenska ríkisstjórnin gekk af þingfundi í mótmælaskyni. Atvikið átti sér stað í gær. Í frétt á vef hollenska dagblaðsins De Telegraaf kemur fram að ástæðan hafi verið þingræða hins umdeilda leiðtoga hægriflokksins FvD, Thierry Baudeut. Á þinginu var verið að ræða fjárlög næsta árs. Ræða Baudeut snerti hins vegar takmarkað á fjárlögum næsta árs. Þess í stað beindi hann spjótum sínum að Sigrid Kaag, fjármálaráðherra og varaforsætisráðherra Hollands. Í ræðu Baudet ræddi hann um St. Anthony skóla Oxford-háskólans í Bretlandi, sem væri að hans mati „ekkert nema þjálfunarbúðir fyrir vestrænar njósnastofnanir.“ Þar kæmi hin „heimsvaldasinnaða elíta“ saman sem „vilji skipuleggja líf allra hinna bak við tjöldin.“ Hinn umdeildi þingmaður Thierry Baudet ræðir hér við forseta hollenska þingsins, Veru Bergkamp.EPA-EFE/BART MAAT Að þessu loknu minntist Baudet að Kaag hafi einmitt stundað nám við þennan tiltekna skóla. Þetta vakti ekki mikla lukku á meðal þingmanna. Samkvæmt frétt De Telegraaf reyndi Kaag þá að blanda sér í umræðuna, án árangurs. Vera Bergkamp, forseti þingsins, stöðvaði þá ræðu Baudet og sagði honum að umræða um menntun Kaag ætti ekki erindi við umræðu um fjárlög næsta árs. Það hélt þó ekki aftur af Baudet sem hélt áfram ræðu sinni. Við það virðist meðlimum ríkisstjórnar Hollands hafa ofboðið og yfirgáfu þeir salinn í mótmælaskyni, einn af öðrum. Bergkamp sleit þingfundi eftir að ríkisstjórnin yfirgaf salinn. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, sneri einn aftur til þess að segja Baudet að með ræðunni hafi hann farið yfir strikið. Í viðtali við De Telegraaf segir Kaag að með ræðunni hafi Baudet farið langt yfir strikið yfir hvað gæti talist ásættanlegt í pólitískri umræðu. Holland Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Atvikið átti sér stað í gær. Í frétt á vef hollenska dagblaðsins De Telegraaf kemur fram að ástæðan hafi verið þingræða hins umdeilda leiðtoga hægriflokksins FvD, Thierry Baudeut. Á þinginu var verið að ræða fjárlög næsta árs. Ræða Baudeut snerti hins vegar takmarkað á fjárlögum næsta árs. Þess í stað beindi hann spjótum sínum að Sigrid Kaag, fjármálaráðherra og varaforsætisráðherra Hollands. Í ræðu Baudet ræddi hann um St. Anthony skóla Oxford-háskólans í Bretlandi, sem væri að hans mati „ekkert nema þjálfunarbúðir fyrir vestrænar njósnastofnanir.“ Þar kæmi hin „heimsvaldasinnaða elíta“ saman sem „vilji skipuleggja líf allra hinna bak við tjöldin.“ Hinn umdeildi þingmaður Thierry Baudet ræðir hér við forseta hollenska þingsins, Veru Bergkamp.EPA-EFE/BART MAAT Að þessu loknu minntist Baudet að Kaag hafi einmitt stundað nám við þennan tiltekna skóla. Þetta vakti ekki mikla lukku á meðal þingmanna. Samkvæmt frétt De Telegraaf reyndi Kaag þá að blanda sér í umræðuna, án árangurs. Vera Bergkamp, forseti þingsins, stöðvaði þá ræðu Baudet og sagði honum að umræða um menntun Kaag ætti ekki erindi við umræðu um fjárlög næsta árs. Það hélt þó ekki aftur af Baudet sem hélt áfram ræðu sinni. Við það virðist meðlimum ríkisstjórnar Hollands hafa ofboðið og yfirgáfu þeir salinn í mótmælaskyni, einn af öðrum. Bergkamp sleit þingfundi eftir að ríkisstjórnin yfirgaf salinn. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, sneri einn aftur til þess að segja Baudet að með ræðunni hafi hann farið yfir strikið. Í viðtali við De Telegraaf segir Kaag að með ræðunni hafi Baudet farið langt yfir strikið yfir hvað gæti talist ásættanlegt í pólitískri umræðu.
Holland Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira