Riverdale-leikari dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð á móður sinni Atli Ísleifsson skrifar 23. september 2022 08:06 Ryan Grantham fór með hlutverk Jeffrey í Riverdale. Kanadíski leikarinn og fyrrverandi barnastjarnan Ryan Grantham hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt móður sína árið 2020. Hinn 24 ára Grantham er meðal annars þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk í þáttum á borð við Riverdale sem sýndir eru á Netflix, Supernatural og iZombie. Kanadískir fjölmiðlar segja dóm hafa fallið í hæstarétti Bresku Kólumbíu í gær, en Gratham játaði að hafa skotið móður sína, Barbara White, til bana. Ryan Grantham árið 2013.Getty Í dómnum kemur fram að Grantham geti í fyrsta lagi sótt um reynslulausn að fjórtán árum liðnum. Chris Johnson, verjandi Grantham, segir að skjólstæðingur sinn hafi reynt eftir bestu getu að koma lífinu „aftur á réttan kjöl“, en að það sé erfitt þegar litið til þess hvað hann hafi gert. Ætlaði að drepa Justin Trudeau CBS segir að við aðalmeðferð hafi komið fram að leikarinn hafi skotið móður sína í höfuðið þegar hún sat og spilaði á pianó á heimili sínu. Hann hafi svo tekið upp myndband þar sem hann viðurkenndi að hafa drepið móður sína og myndaði líkið. Ennfremur segir að næsta dag hafi Grantham safnað saman skotvopnum og Molotov-kokteilum og haft í hyggju að keyra til höfuðborgarinnar Ottawa til að drepa forsætisráðherrann Justin Trudeau. Hann hafi svo hætt við það og ætlað að hefja skothríð við Lions Gate Bridge í Vancouver eða í háskólanum þar sem hann stundaði nám. Hann hætti einnig við það og ákvað að gefa sig fram við lögreglu þar sem hann viðurkenndi morðið á móður sinni. Ryan Grantham var einungis tíu ára þegar hann hóf feril sinn í myndinni The Secret of the Nutcracker. Kanada Erlend sakamál Bíó og sjónvarp Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Hinn 24 ára Grantham er meðal annars þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk í þáttum á borð við Riverdale sem sýndir eru á Netflix, Supernatural og iZombie. Kanadískir fjölmiðlar segja dóm hafa fallið í hæstarétti Bresku Kólumbíu í gær, en Gratham játaði að hafa skotið móður sína, Barbara White, til bana. Ryan Grantham árið 2013.Getty Í dómnum kemur fram að Grantham geti í fyrsta lagi sótt um reynslulausn að fjórtán árum liðnum. Chris Johnson, verjandi Grantham, segir að skjólstæðingur sinn hafi reynt eftir bestu getu að koma lífinu „aftur á réttan kjöl“, en að það sé erfitt þegar litið til þess hvað hann hafi gert. Ætlaði að drepa Justin Trudeau CBS segir að við aðalmeðferð hafi komið fram að leikarinn hafi skotið móður sína í höfuðið þegar hún sat og spilaði á pianó á heimili sínu. Hann hafi svo tekið upp myndband þar sem hann viðurkenndi að hafa drepið móður sína og myndaði líkið. Ennfremur segir að næsta dag hafi Grantham safnað saman skotvopnum og Molotov-kokteilum og haft í hyggju að keyra til höfuðborgarinnar Ottawa til að drepa forsætisráðherrann Justin Trudeau. Hann hafi svo hætt við það og ætlað að hefja skothríð við Lions Gate Bridge í Vancouver eða í háskólanum þar sem hann stundaði nám. Hann hætti einnig við það og ákvað að gefa sig fram við lögreglu þar sem hann viðurkenndi morðið á móður sinni. Ryan Grantham var einungis tíu ára þegar hann hóf feril sinn í myndinni The Secret of the Nutcracker.
Kanada Erlend sakamál Bíó og sjónvarp Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira