SÞ: Stríðsglæpir framdir á hersetnu svæðunum í Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2022 12:36 Erik Mose, forsvarsmaður rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna í Úkraínu. Vísir/EPA Nauðganir, pyntingar og einangrunarvistun barna á sér stað á hersetnum svæðum Rússa í Úkraínu, að sögn yfirmanns rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Vísbendingar hafa fundist um fjölda aftaka þar sem fólk hefur verið skorið á háls eða skotið í höfuðið. Erik Mose, yfirmaður sérstakrar rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna í ÚKraínu, tjáði mannréttindaráði SÞ í dag að gögn sem nefndin hefði aflað sýndi að stríðsglæpir hefðu verið framdir í landinu. Tiltók hann ekki hver bæri ábyrgð á glæpunum en nefndin hefur beint kröftum sínum að svæðum sem Rússar hertóku tímabundið, þar á meðal Tsjernihiv, Kharkív og Súmíj. Reuters-fréttastofan segir að nefndin hafi séð merki um fjöldaaftökur, þar á meðal lík sem voru með bundnar hendur og höfðu verið skorin á háls eða skotin í höfuðið. Fórnarlömb kynferðisofbeldis sem rannsakendur ræddu við voru á aldrinum fjögurra til 82 ára. Mose sagði að vísbendingar væru um að einhverjir rússneskir hermenn hefðu beitt kynferðisofbeldi á kerfisbundinn hátt þá hefði ekki verið sýnt á almennt mynstur af því tagi. Mose segist hafa verið í sambandi við Alþjóðasakamáladómstólinn um niðurstöður nefndarinnar. Hún á að skila mannréttindaráðinu skýrslu um störf sín í mars á næsta ári. Rússnesk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að hafa fremja stríðsglæpi í Úkraínu. Enginn fulltrúi þeirra var viðstaddur fund mannréttindaráðsins í dag. Nefndin ætlar næst að skoða ásakanir um fangabúðir á hernámssvæðum Rússa þar sem úkraínskum föngum er haldið og fullyrðingar um að fólk hafi verið flutt nauðungaflutningum og úkraínsk börn jafnvel verið ættleidd til Rússlands. Úkraínsk stjórnvöld hafa krafist þess að nefndin kanni nýjar ásakanir um stríðsglæpi Rússa nærri borginni Izium í austanverðu landi. Hundruð líka hafa fundist í fjöldagröf þar. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Tengdar fréttir Selenskí kallar Rússa morðingja vegna fjöldagrafa Flestir þeirra sem grafnir hafa verið upp í fjöldagröf sem fannst nærri Izyum í Úkraínu eru óbreyttir borgarar. Minnst eitt líkanna var með bundnar hendur en Úkraínumenn hafa fundið vísbendingar um að íbúar bæjarins og aðrir hafi verið pyntaðir. 16. september 2022 15:33 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Erik Mose, yfirmaður sérstakrar rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna í ÚKraínu, tjáði mannréttindaráði SÞ í dag að gögn sem nefndin hefði aflað sýndi að stríðsglæpir hefðu verið framdir í landinu. Tiltók hann ekki hver bæri ábyrgð á glæpunum en nefndin hefur beint kröftum sínum að svæðum sem Rússar hertóku tímabundið, þar á meðal Tsjernihiv, Kharkív og Súmíj. Reuters-fréttastofan segir að nefndin hafi séð merki um fjöldaaftökur, þar á meðal lík sem voru með bundnar hendur og höfðu verið skorin á háls eða skotin í höfuðið. Fórnarlömb kynferðisofbeldis sem rannsakendur ræddu við voru á aldrinum fjögurra til 82 ára. Mose sagði að vísbendingar væru um að einhverjir rússneskir hermenn hefðu beitt kynferðisofbeldi á kerfisbundinn hátt þá hefði ekki verið sýnt á almennt mynstur af því tagi. Mose segist hafa verið í sambandi við Alþjóðasakamáladómstólinn um niðurstöður nefndarinnar. Hún á að skila mannréttindaráðinu skýrslu um störf sín í mars á næsta ári. Rússnesk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að hafa fremja stríðsglæpi í Úkraínu. Enginn fulltrúi þeirra var viðstaddur fund mannréttindaráðsins í dag. Nefndin ætlar næst að skoða ásakanir um fangabúðir á hernámssvæðum Rússa þar sem úkraínskum föngum er haldið og fullyrðingar um að fólk hafi verið flutt nauðungaflutningum og úkraínsk börn jafnvel verið ættleidd til Rússlands. Úkraínsk stjórnvöld hafa krafist þess að nefndin kanni nýjar ásakanir um stríðsglæpi Rússa nærri borginni Izium í austanverðu landi. Hundruð líka hafa fundist í fjöldagröf þar.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Tengdar fréttir Selenskí kallar Rússa morðingja vegna fjöldagrafa Flestir þeirra sem grafnir hafa verið upp í fjöldagröf sem fannst nærri Izyum í Úkraínu eru óbreyttir borgarar. Minnst eitt líkanna var með bundnar hendur en Úkraínumenn hafa fundið vísbendingar um að íbúar bæjarins og aðrir hafi verið pyntaðir. 16. september 2022 15:33 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Selenskí kallar Rússa morðingja vegna fjöldagrafa Flestir þeirra sem grafnir hafa verið upp í fjöldagröf sem fannst nærri Izyum í Úkraínu eru óbreyttir borgarar. Minnst eitt líkanna var með bundnar hendur en Úkraínumenn hafa fundið vísbendingar um að íbúar bæjarins og aðrir hafi verið pyntaðir. 16. september 2022 15:33