Íslandsmeistarinn Þórdís Hrönn: „Alveg sama hvort ég skori eða leggi upp svo lengi sem við vinnum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. september 2022 17:00 Þórdís Hrönn lagði upp öll mörk Vals í dag. Vísir/Tjörvi Týr „Mér líður svo vel, stórskrítið að taka ekki á móti bikarnum og svoleiðis núna en við bíðum spenntar eftir að taka á móti bikarnum í heimaleiknum 1. október. Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði sigurreif Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eftir að Valur tryggði sér sinn annan Íslandsmeistaratitil á jafn mörgum árum með sigri á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Ljóst var fyrir leik dagsins að með sigri myndi Valur endanlega tryggja sér titilinn en að sama skapi senda Aftureldingu aftur niður í Lengjudeildina. Það varð raunin en Valur vann 3-1 sigur og er liðið því núna Íslands- og bikarmeistari í knattspyrnu kvenna árið 2022. „Við ákváðum að koma inn í þennan leik og spila þennan leik fyrir Mist, hún er búin að spila frábærlega, er ótrúlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur og erfitt að missa hana út. Ryðminn hjá okkur datt svolítið niður þegar hún fór út af gegn Slavía en í þessum leik ætluðum við að klára þetta. Klára þetta núna og taka þennan titil fyrir liðið og fyrir Mist,“ sagði Þórdís Hrönn um leik dagsins en mikið álag hefur verið á Val að undanförnu. Þá sleit Mist Edvardsdóttir, miðvörður liðsins, að öllum líkindum krossband í fjórða sinn þegar Valur tapaði naumlega 0-1 gegn Slavia Prag í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Þórdís Hrönn var ekki á skotskónum í dag en gerði sér lítið fyrir og lagði upp öll þrjú mörk liðsins. „Það gerðist bara á móti KR fyrir nokkrum leikjum,“ sagði Þórdís hlægjandi aðspurð hvort hún hefði áður náð „stoðsendingaþrennu.“ „Það er bara gaman að geta gert eitthvað fyrir liðsfélagana. Mér er samt alveg sama hvort ég skori eða leggi upp svo lengi sem við vinnum,“ bætti hún við. Um leikinn í Prag „Jú klárlega. Ef við spilum eins og við gerðum í seinni hálfleik gegn Slavía þá eigum við að taka þetta lið. Þær byrjuðu að tefja strax í byrjun seinni og sýnir að þær eru hræddar við okkur. Ætlum að fara með kassann út og taka þetta,“ sagði Þórdís Hrönn að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Valur 1-3 | Íslandsmeistaratitillinn áfram á Hlíðarenda en Afturelding í Lengjudeildina að ári Valur varð í dag Íslandsmeistari annað árið í röð og í þrettánda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 1-3, í Mosfellsbænum í sautjándu og næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Á meðan Valskonur fögnuðu voru Mosfellingar súrir endar fallnir úr Bestu deildinni. 24. september 2022 16:45 Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Sjá meira
Ljóst var fyrir leik dagsins að með sigri myndi Valur endanlega tryggja sér titilinn en að sama skapi senda Aftureldingu aftur niður í Lengjudeildina. Það varð raunin en Valur vann 3-1 sigur og er liðið því núna Íslands- og bikarmeistari í knattspyrnu kvenna árið 2022. „Við ákváðum að koma inn í þennan leik og spila þennan leik fyrir Mist, hún er búin að spila frábærlega, er ótrúlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur og erfitt að missa hana út. Ryðminn hjá okkur datt svolítið niður þegar hún fór út af gegn Slavía en í þessum leik ætluðum við að klára þetta. Klára þetta núna og taka þennan titil fyrir liðið og fyrir Mist,“ sagði Þórdís Hrönn um leik dagsins en mikið álag hefur verið á Val að undanförnu. Þá sleit Mist Edvardsdóttir, miðvörður liðsins, að öllum líkindum krossband í fjórða sinn þegar Valur tapaði naumlega 0-1 gegn Slavia Prag í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Þórdís Hrönn var ekki á skotskónum í dag en gerði sér lítið fyrir og lagði upp öll þrjú mörk liðsins. „Það gerðist bara á móti KR fyrir nokkrum leikjum,“ sagði Þórdís hlægjandi aðspurð hvort hún hefði áður náð „stoðsendingaþrennu.“ „Það er bara gaman að geta gert eitthvað fyrir liðsfélagana. Mér er samt alveg sama hvort ég skori eða leggi upp svo lengi sem við vinnum,“ bætti hún við. Um leikinn í Prag „Jú klárlega. Ef við spilum eins og við gerðum í seinni hálfleik gegn Slavía þá eigum við að taka þetta lið. Þær byrjuðu að tefja strax í byrjun seinni og sýnir að þær eru hræddar við okkur. Ætlum að fara með kassann út og taka þetta,“ sagði Þórdís Hrönn að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - Valur 1-3 | Íslandsmeistaratitillinn áfram á Hlíðarenda en Afturelding í Lengjudeildina að ári Valur varð í dag Íslandsmeistari annað árið í röð og í þrettánda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 1-3, í Mosfellsbænum í sautjándu og næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Á meðan Valskonur fögnuðu voru Mosfellingar súrir endar fallnir úr Bestu deildinni. 24. september 2022 16:45 Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Sjá meira
Leik lokið: Afturelding - Valur 1-3 | Íslandsmeistaratitillinn áfram á Hlíðarenda en Afturelding í Lengjudeildina að ári Valur varð í dag Íslandsmeistari annað árið í röð og í þrettánda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 1-3, í Mosfellsbænum í sautjándu og næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Á meðan Valskonur fögnuðu voru Mosfellingar súrir endar fallnir úr Bestu deildinni. 24. september 2022 16:45