Allt útlit fyrir mikinn sigur hægri-öfga afla á Ítalíu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2022 23:30 Giorgia Meloni helsar stuðningsmanni eftir að hafa greitt atkvæði í þingkosningunum. Alessandra Benedetti - Corbis/Corbis via Getty Images) Útgönguspár gera ráð fyrir því að hægri-öfgakonan Giorgia Meloni og flokkur hennar hafi sigrað í ítölsku þingkosningunum í dag. Allt útlit er fyrir að hún verði fyrsti kvenforsætisráðherra landsins. Meloni leiðir flokkinn Bræður Ítalíu (i. Fratelli d‘Italia). Skoðanakannanir gerðu ráð fyrir því að flokkurinn myndi bæta verulega við sig fylgi frá kosningum árið 2018. Það virðist hafa gengið eftir en ef marka má útgönguspár fær flokkurinn 22-26 prósent fylgi. Búist er við að hægri bandalag hennar og flokkanna Bandalagsins (i. Lega) og Áfram Ítalía (i. Forza Italia) muni hljóta samanlagt um 41 til 45 prósent fylgi og stjórn á báðum deildum ítalska þingisins. Verði þetta raunin er fastlega gert ráð fyrir að Meloni muni mynda hægri sinnuðustu ríkisstjórn Ítalíu síðan Benito Mussolini fór með völdin þar í landi á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Flokkar á mið og vinstri væng ítalskra stjórnmálaflokka munu fá 25,5 til 29,5 prósent fylgi miðað við útgönguspána. Boðað var til kosninga í ár eftir að samsteypuríkisstjórn Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópu, sprakk í júlí. Það er ekki óalgengt að ríkisstjórnir springi á Ítalíu en á síðustu 30 árum hafa fjórtán forsætisráðherrar og nítján ríkisstjórnir tekið við. Kjörstjórn var lítil eða aðeins um 63,82 prósent og fer hún niður um tíu prósentustig frá kosningum árið 2018. Hver er Meloni? Meloni tók við sem leiðtogi Bræðra Ítalíu árið 2014 en hún hafði áður verið ungmennaráðherra í ríkisstjórn Silvio Berlusconi frá árinu 2008 til 2011, og varð þá yngsti ráðherrann í sögu Ítalíu. Hún hefur setið sem þingmaður í neðri deild frá árinu 2006 og frá árinu 2020 hefur hún verið formaður flokks íhalds- og umbótasinna Evrópu. Verði hún forsætisráðherra yrði hún fyrsti öfgahægri forsætisráðherrann frá því að einræðisherrann Benito Mussolini var við völd frá 1922 til 1945. Þá yrði hún einn yngsti forsætisráðherrann í sögunni og fyrsta konan. Giorgia Meloni á fjöldafundi í aðdraganda kosninganna.Salvatore Laporta/KONTROLAB/LightRocket via Getty Images) Sjálf hefur Meloni gefið það út að hún líti ekki á sjálfa sig sem fasista en sem táningur var hún í ungliðahreyfingu nýfasista sem studdi Mussolini. Það vekur þó athygli að hún styður Atlantshafsbandalagið og aðgerðir til stuðnings Úkraínu. Aðrir flokkar á hægri vængnum hafa hallast frekar að sjónarmiðum Rússlandsforseta og gagnrýnt refsiaðgerðir Vesturlandanna. Ítalía Kosningar á Ítalíu Tengdar fréttir Kosið á Ítalíu í dag: Yfirgnæfandi líkur á öfga-hægri leiðtoga Ítalir ganga til þingkosninga í dag og baráttan hörð milli flokkanna á hægri og vinstri væng. Allt stefnir í að öfgahægriflokkurinn Bræður Ítalíu muni vinna stórsigur og fyrsti öfgahægrimaðurinn sitji á forsætisráðherrastóli frá brotthvarfi einræðisherrans Benito Mussolini. 25. september 2022 13:48 Hægriflokkarnir stefna á stórsigur með öfgahægrikonu í fararbroddi Ítalir ganga til þingkosninga á morgun og er baráttan hörð á milli flokkanna á hægri og vinstri vængnum. Væntanleg orkukreppa og stríðið í Úkraínu hafa áhrif á kosningarnar í ár en allt stefnir í að öfgahægriflokkur fái forsætisráðherrastólinn í fyrsta sinn frá því að Mussolini var í embætti. Kona gæti í fyrsta sinn í sögunni orðið forsætisráðherra Ítalíu. 24. september 2022 10:00 Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Meloni leiðir flokkinn Bræður Ítalíu (i. Fratelli d‘Italia). Skoðanakannanir gerðu ráð fyrir því að flokkurinn myndi bæta verulega við sig fylgi frá kosningum árið 2018. Það virðist hafa gengið eftir en ef marka má útgönguspár fær flokkurinn 22-26 prósent fylgi. Búist er við að hægri bandalag hennar og flokkanna Bandalagsins (i. Lega) og Áfram Ítalía (i. Forza Italia) muni hljóta samanlagt um 41 til 45 prósent fylgi og stjórn á báðum deildum ítalska þingisins. Verði þetta raunin er fastlega gert ráð fyrir að Meloni muni mynda hægri sinnuðustu ríkisstjórn Ítalíu síðan Benito Mussolini fór með völdin þar í landi á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Flokkar á mið og vinstri væng ítalskra stjórnmálaflokka munu fá 25,5 til 29,5 prósent fylgi miðað við útgönguspána. Boðað var til kosninga í ár eftir að samsteypuríkisstjórn Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópu, sprakk í júlí. Það er ekki óalgengt að ríkisstjórnir springi á Ítalíu en á síðustu 30 árum hafa fjórtán forsætisráðherrar og nítján ríkisstjórnir tekið við. Kjörstjórn var lítil eða aðeins um 63,82 prósent og fer hún niður um tíu prósentustig frá kosningum árið 2018. Hver er Meloni? Meloni tók við sem leiðtogi Bræðra Ítalíu árið 2014 en hún hafði áður verið ungmennaráðherra í ríkisstjórn Silvio Berlusconi frá árinu 2008 til 2011, og varð þá yngsti ráðherrann í sögu Ítalíu. Hún hefur setið sem þingmaður í neðri deild frá árinu 2006 og frá árinu 2020 hefur hún verið formaður flokks íhalds- og umbótasinna Evrópu. Verði hún forsætisráðherra yrði hún fyrsti öfgahægri forsætisráðherrann frá því að einræðisherrann Benito Mussolini var við völd frá 1922 til 1945. Þá yrði hún einn yngsti forsætisráðherrann í sögunni og fyrsta konan. Giorgia Meloni á fjöldafundi í aðdraganda kosninganna.Salvatore Laporta/KONTROLAB/LightRocket via Getty Images) Sjálf hefur Meloni gefið það út að hún líti ekki á sjálfa sig sem fasista en sem táningur var hún í ungliðahreyfingu nýfasista sem studdi Mussolini. Það vekur þó athygli að hún styður Atlantshafsbandalagið og aðgerðir til stuðnings Úkraínu. Aðrir flokkar á hægri vængnum hafa hallast frekar að sjónarmiðum Rússlandsforseta og gagnrýnt refsiaðgerðir Vesturlandanna.
Ítalía Kosningar á Ítalíu Tengdar fréttir Kosið á Ítalíu í dag: Yfirgnæfandi líkur á öfga-hægri leiðtoga Ítalir ganga til þingkosninga í dag og baráttan hörð milli flokkanna á hægri og vinstri væng. Allt stefnir í að öfgahægriflokkurinn Bræður Ítalíu muni vinna stórsigur og fyrsti öfgahægrimaðurinn sitji á forsætisráðherrastóli frá brotthvarfi einræðisherrans Benito Mussolini. 25. september 2022 13:48 Hægriflokkarnir stefna á stórsigur með öfgahægrikonu í fararbroddi Ítalir ganga til þingkosninga á morgun og er baráttan hörð á milli flokkanna á hægri og vinstri vængnum. Væntanleg orkukreppa og stríðið í Úkraínu hafa áhrif á kosningarnar í ár en allt stefnir í að öfgahægriflokkur fái forsætisráðherrastólinn í fyrsta sinn frá því að Mussolini var í embætti. Kona gæti í fyrsta sinn í sögunni orðið forsætisráðherra Ítalíu. 24. september 2022 10:00 Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Kosið á Ítalíu í dag: Yfirgnæfandi líkur á öfga-hægri leiðtoga Ítalir ganga til þingkosninga í dag og baráttan hörð milli flokkanna á hægri og vinstri væng. Allt stefnir í að öfgahægriflokkurinn Bræður Ítalíu muni vinna stórsigur og fyrsti öfgahægrimaðurinn sitji á forsætisráðherrastóli frá brotthvarfi einræðisherrans Benito Mussolini. 25. september 2022 13:48
Hægriflokkarnir stefna á stórsigur með öfgahægrikonu í fararbroddi Ítalir ganga til þingkosninga á morgun og er baráttan hörð á milli flokkanna á hægri og vinstri vængnum. Væntanleg orkukreppa og stríðið í Úkraínu hafa áhrif á kosningarnar í ár en allt stefnir í að öfgahægriflokkur fái forsætisráðherrastólinn í fyrsta sinn frá því að Mussolini var í embætti. Kona gæti í fyrsta sinn í sögunni orðið forsætisráðherra Ítalíu. 24. september 2022 10:00